ESB-hótar Íslendingum

Nær allir fiskistofnar Evrópusambandsins eru ofveiddir með tilheyrandi kostnaði fyrir lífríkið og efnahagslegar undirstöðu strandríkja. Þegar þingmaður Evrópusambandsins segist ætla að standa fyrir aðgerðum til að hindra ,,ósjálfbærar og ábyrgðarlausar veiðar" Íslendinga kemur það úr hörðustu átt.

Hótanir frá Brussel vegna strandríkjahagsmuna Íslands undirstrika hversu fullkomlega það er út í bláinn að Íslandi sé umsækjandi um aðild að þessum klúbbi.

Á grundvelli viðurkenndra alþjóðareglna er fiskveiðilögsaga Íslands undir okkar stjórn sem fullvalda ríkis. Værum við aðili að Evrópusambandinu misstum við þessi yfirráð og okkur yrði skammtaður skítur úr hnefa. Hverjum dettur í hug að framselja íslenska fullveldishagsmuni til Brussel? 


mbl.is Makríldeilan: Aðgerðir nái til allra sjávarafurða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið við þinni spurningu er einfalt, það er liðið sem er alið upp á 101 og hefur aldrei hendi sinni difið í kalt vatn og aldrei séð fisk nema á mynd, heldur að peningarnir verði til í bönkunum og lífsviðurværið á skrifstofunum. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 13:50

2 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Mér finnst hún undarleg þessi makríl deila. Þegar menn áttuðu sig á því bæði hér á landi og í ESB að makríllinn var farinn að ganga á íslandsmið í vaxandi mæli hófu Íslendingar auðvitað veiðar á þessum flökkustofni.

ESB með Skota Íra og Norðmenn í fararbroddi krefjast þess að veiðum verði hætt og neita að viðurkenna Íslendinga sem samningsaðila að borðinu við ákvörðun kvóta.  

Nú sitja þeir uppi með það að Íslendingar eru farnir að veiða meira og meira enda um gríðarlegt magn að ræða í lögsögunni. Þá loksins fara umræddar þjóðir að átta sig á því að það verður að semja við Íslendingana (og Færeyinga) en þá hafa þeir (þ.e.Ísl/Fær) þegar öðlast gríðarlega veiðireynslu og áttað sig betur á umfangi þessara veiða heldur en í upphafi.

Hefðu ESB þjóðirnar ásamt Norðmönnum áttað sig strax og boðið okkur að veisluborðinu til að skipta jafnt væri kvóti okkar sennilega miklu minni en hann er nú ákveðinn. Á þessu eru þeir nú að átta sig og vilja nú semja um einhverja hungurlús án þess þó að við fáum nokkru ráðið um heildarkvótann því enn erum við ekki viðurkenndir sem hluthafar heldur skilgreindir sem sjóræningjar.

Og nú hótar ESB löndunarbanni sem lítil eða engin áhrif hefur á veiðar okkar.

Hvað myndi gerast ef; daginn eftir að það löndunarbann yrði sett, að við a) drægjum til baka umsókn um aðild að klúbbnum og kölluðum samninganefndina heim, b) settum alhliða útflutningsbann og löndunarbann á óunnum fiski í höfnum ESB? Ætli það yrði ekki allt vitlaust á Humbersvæðinu í Bretlandi og hefði miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér heldur en löndunarbann makrílskipa í höfnum Noregs og ESB? Bara smá pæling. 

Viðar Friðgeirsson, 21.2.2012 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband