ESB lítur á Ísland sem sitt áhrifasvæði

Í meira en áratug er Evrópusambandið vant þjóðum á hnjánum í dyragættinni í Brussel. Í aðlögunarferlinu inn í Evrópusambandið líta valdastofnanir sambandsins á umsóknarríki sem lítilfjörleg þjóðríki til að ráðskast með og segja fyrir verkum.

Samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar ber ábyrgð á yfirgangi Evrópusambandsins gagnvart Íslandi. Það er í hæsta máta óviðeigandi að þing ESB álykti um breytingar á ríkisstjórn Íslands.

Við eigum að afturkalla umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu.


mbl.is Óviðeigandi afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki eiginlega búið að afturkalla það sem heitir Samfylkingin á Alþingi? 

Sýnist að það verði kanski það sem gerist fyrst.  Samfylkingin viðbjóðslega spillta og meiriháttar heimska er bara með rúmlega 10% fylgi.  Og Steingrímur lygalaupur með enn minna...

Að núverandi ríkisstjórn geri nokkuð að viti, eins og að viðurkenna vitleysuna með ESB umsókn.  Neeee

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 18:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála við þurfum að afturkalla þetta aðlögunarferli sem fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 20:51

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hrokinn í þessu liði er yfirgengilegur og eins og í grísku harmleikjunum mun hubris verða þeim að falli.

Ragnhildur Kolka, 14.2.2012 kl. 21:01

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég stekk á það,afturkalla og aldrei aftur kalla og kerlingar Esb.-flokksins +l stjórn Íslands.

Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2012 kl. 22:34

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta átti að vera Í,,,

Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2012 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband