Þriðjudagur, 14. febrúar 2012
Steingrímur J., makríllinn og ESB-umsóknin
Steingrímur J. allsherjarráðherra og formaður VG er búinn að vera sem stjórnmálamaður fyrir næstu kosningar nema...og þetta er stórt nema...ESB-umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins verði lögð til hinstu hvílu.
Tvær leiðir eru til að fá ESB-umsóknina út af borðinu fyrir næstu þingkosningar. Í fyrsta lagi að slíta aðildarferlinu og í öðru lagi að fá samning til að leggja í þjóðaratkvæði.
Ef Steingrímur allsherjar slítur aðildarferlinu hættir Samfylkingin í ríkisstjórn og allt verður í fári fyrir vinstrimenn.
Til að fá aðildarsamning, sem hægt er að leggja fyrir þjóðina, þarf Steingrímur J. að fá gott veður hjá Brussel-valdinu - til dæmis með því að fórna hagsmunum Íslands í makríkveiðum.
Friðrik J.: Fundað um makríl í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þú ert heimskari en ég hélt páll ef að þú heldur, eða dreymir um, að steingrímur víki tommu frá núverandi kvóta okkar í makrílstofninum upp á 16-17%. og svo ættirðu að kanna aðeins þversögn þína í þessu annars stutta bloggi. þ.e. hvernig dreymir steingrím í einu um að leggja esb-samninginn til hvílu og gera allt sem hann getur til að ná samningnum?
fridrik indridason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:14
Samfylkingarmenn hafa hingað til verið tárvotir af þakklæti í garð Steingríms, hann nýtur almennrar velþóknunar fyrir aðstoðina sem hann hefur veitt Samfylkingu við að stjórna Vinstri grænum og greiða fyrir aðlögun landsins að ESB.
Þetta hefur gengið svo frábærlega, að segja má að Steingrímur hafi verið fullkomlega aðlagaður að Samfylkingu. Af þessum sökum má draga þá eðlilegu ályktun að þessi ráðherra Íslands fórni minni hagsmunum fyrir meiri, þ.e., makríl fyrir aðgöngumiða.
Það eru engar líkur á að Vg, þ.e., Steingrímur og Svavarsklanið ruggi bátnum, nú þegar áratuga basl í pólitík hefur loksins skilað þeim í yfirstétt.
Annars skiptir makríllinn svo sem litlu máli í stærra samhenginu, sem er afsal Íslands á landhelgi Íslands og þar með öllum fiski sem svamlar um kringum landið.
Hilmar (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:20
Andskotinn! þetta er stórhættuleg blanda þarna. Er ekki til einhver aðferð til að koma karlinum frá fatinu. Ég treysti honum ekki fyrir neinu lengur og það vyrðist vera alveg sama þó kosið sé á móti honum mörgum sinnum, hann situr sem fastast. Er það ekki brot á stjórnarskrá eða einhverjum lögum. Og ég vona að hann fái ekki neitt "gott veður" á næstunni.
Eyjólfur Jónsson, 14.2.2012 kl. 14:26
ESB skrímslið:
ESB hefur 6.51% í norsk-íslensku síldinni, en engin norsk-íslensk síld er í lögsögu ESB. Mér er spurn hvernig má þetta vera, svar óskast.
Og ESB fékk 15.45% af úthafskarfanum í sinn hlut, og úfhafskarfinn er hvergi að fynna í lögsögu ESB,svar óskast.
Og ekki veit ég um lögsögu annara ESB þjóða en Skota þar sem makríllinn heldur sig, svar óskast, hvað er þetta skrímsli að fara.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:29
Hver er kvóti Norðmanna í makrílveiðunum, í % reiknað?
Kolbrún Hilmars, 14.2.2012 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.