Þriðjudagur, 14. febrúar 2012
Vinstristjórnin græðgisvæðir auðlindirnar - Magma á markað
Með hjálp lífeyrissjóða heldur Magma-braskið með HS Orku áfram. Ríkisstjórnin, sem hafði lofað að ,,vinda ofan af" græðgisvæðingu orkuauðlindanna hefur milligöngu um að peningar almennings í lífeyrisjsóðum verði notaðir til að fleyta HS-Orku á markað.
Markaðasvæddar orkuauðlindir leiða ávallt til þess að almenningur er blóðmjólkaður og því meira sem einokunarstaðan er sterkari.
Til hvers að hafa vinstristjórn sem fattar ekki grundvallarlögmál markaðseinokunar?
Lífeyrissjóðir kaupa í HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin.
Karl (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 08:19
Hvað er að frétta af Magma, fjárfestingasjóði Landsbankans? Gufaði hann upp líkt og boðuð rannsókn á einkavæðingu orkugeirans?
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=249234&pageId=3396228&lang=is&q=Magma
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 09:17
Eru til öðruvísi vinstristjórnir?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.2.2012 kl. 10:00
Þetta er einhver misskilningur hjá þér. Á Íslandi er hægri sinnuð ríkisstjórn sósíal-fasista.
Einar Guðjónsson, 14.2.2012 kl. 11:04
Ekki trufla Hilmar og Ólaf, Einar. Það er keppni í gangi. M.a.s. þegar kemur að bókalestri þá er markmiðið að sigra. Við erum komin á þann stað þar sem menn eru hættir að horfa á málverk. Þeir einblína á verðmiðann.
http://www.visir.is/strakarnir-okkar/article/2012701259993
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.