Samfylkingin er lömuð

Samfylkingin getur ekki bent á góða stöðu efnahagsmála án þess að grafa undan aðalkosningamáli sínu sem er að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Efnahagskerfið okkar vex vegna þess að við höfum krónu og fullveldi. Innganga í ESB fórnar hvorutveggja. 

Mótsögnin sem ESB-umsóknin veldur lamar Samfylkinguna svo illilega að jafnvél dótturfélagið, Gummi Steingríms og fyndna fólkið, fær ekki tiltrú - mælist með 6 prósent fylgi.

Lilja Mósesdóttir er trúverðugur valkostur  fyrir kjósendur vinstriflokkana þar sem hún kemur úr heiðarlega armi VG. Haldi hún rétt á spilunum gæti framboðið hennar skilað sér í höfn og með henni einhverjir þingmenn.

Kosningabaráttan er hafin. Næstu vikurnar verður krafist kosninga í vor, að þeim fresti liðnum verður krafist kosninga í haust og takist Jóhönnustjórninna að hanga saman verður aldrei kosið seinna en annað vor. Þangað til verður stöðug kosningabarátta.

 


mbl.is Hafa gert hugtakið merkingarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskaplegur léttir verður það fyrir þjóðina að losna við óhæfa og illgjarna fólk.

Nú hefst niðurtalningin og þjóðin fyllist eftirvæntingu.

Þessu fer að ljúka.

Rósa (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 10:46

2 identicon

Fjöldi alþingismanna af vinstri vængnum horfir fram á atvinnuleysi eftir næstu kosningar. Það bendir til þess að stjórnin lafi út kjörtímabilið. Þetta er reyndar það eina sem þeir geta komið sér saman um, önnur mál eru smámál í þeim samanburði.

Þeir vita að afhroð blasir við. En hér er önnur góð mótsögn, eftir því sem þeir hanga lengur í von um betri tíð í könnunum, þá verður getuleysið sýnilegra með þeim eðlilegu afleiðingum að tiltrú minnkar enn meðal kjósenda og þar með minna fylgi og enn meira afhroð.

Í hönd fara mánuðir með handahófskenndum yfirlýsingum Jóhönnu um "væntanlegar" aðgerðir í þeim málum sem brenna á þjóðinni, árásir á pólitíska andstæðinga, innan vinstriflokka og utan, verða enn stækari og svakalegri.

Hallgrímur Helga og aðrir "álitsgjafar" Baugs verða seettir í yfirvinnu til að sannfæra þjóðina um að allt sé betra en Sjálfstæðisflokkurinn, og betra sé að svelta innan ESB með Jóhönnu við stjórn, en að koma þeim örmu glæpamönnum að.

Vonin er náttúrulega sú, að einhver eða einhverjir stjórnarþingmenn ákveði að freista endurkjörs með því að afneita velferðarstjórninni og skapa sér sérstöðu.

Em eitt er víst, fyrsta hreina vinstristjórnin er sannkölluð hrunstjórn. Aldrei fyrr hafa stjórnarflokkar staðið frammi fyrir jafn gríðarlegu fylgishruni. Og bendingar eru um að Samfylkingu takist ekki að stýra hruninu inn í nýja Samfylkingu Gumma Steingríms.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 10:55

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Getur þú ekki bloggað um frétt sem fjallar um Lilju og Vinstri Græna án þess að snúa því á Samfylkinguna og ESB.

Ertu með XS á heilanum?

Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2012 kl. 11:06

4 identicon

Rétt að benda gúmmihamrinum á að skjóta sinn eigin flokk, en ekki sendiboðann.

Flokkur Lilju er tilkominn einmitt vegna framgöngu Jóhönnu og ESB Samfylkingar.

Einkennileg örlög Jóhönnu, að vera guðmóðir flokksins sem sennilega gerir út af við hana endanlega.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 11:16

5 identicon

Ha ha ha .... Og núna vilja Baugsfylkingarattaníossarnir banna umfjöllunum um eymdarklúbb einangrunarsinna og ESB - hörmungina ... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 12:12

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Almættið algóða, hlutlausa og óflokksbundna hjálpi þessari sundruðu blekkingar-flokka-rifildis-þjóð.

Rökræðu og umburðarlyndis-þjóð, sem stendur saman um að finna lausnir óskast!!!

Þjóðin þarf ekki sundrungar-dráps-mannýg og hugsunarlaus verdarsamtök svikaflokka, né svika-trúarbragða-ofríkis-stjórnmála-elítumútuþega.  

Hvar er þá þjóð að finna, sem tekur tillit til allra raunhæfra, rökræddra og réttlætanlegra sjónarmiða?

Samstaða óskast á Íslandi og í heiminum öllum, kæra fólk!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.2.2012 kl. 12:34

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur

Ég er í Sjálfstæðisflokknum. Það kemur m.a fram á bloggsíðunni minni. Þannig að það er ekkert leyndarmál.

En það er greinilegt að Páll er með ESB og XS á heilanum. Það er frétt um Lilju og VG og Páll bloggar um XS og ESB.

Ég mæli með að hann leyti sér hjálpar

LOL

Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2012 kl. 12:37

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sleggjan hefurðu eitthvað efnilega við þennan bloggopistil að segja.  Er það ekki rétt að aðaltilgangur Samfylkingarinnar er að koma okkur inn í ESB til að "bjarga" málunum, og svo gengur bara allt betur hér hjá okkur vegna- eða þrátt fyrir krónuna og frelsið.

Mótmælir þú því að Lilja sé trúverðugri kostur en Samfylkingin og Guðmundur Steingrímsson í dag.  Miðað við skoðanakannanir?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 12:56

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undirrituð er líka með XS og XVG á heilanum. Ekki vegna þess að mér líki það, heldur vegna þess að það er óhjákvæmilegt.

Varla líður sá dagur að þessir stjórnarflokkar framkvæmi ekki eitthvað sem er vafasamt eða tvírætt fyrir samfélagið.

Þetta er eins reglulegt bank í höfuðið með hamri eða sleggju - vissulega er slíkt ekki gott fyrir heilann.

Kolbrún Hilmars, 11.2.2012 kl. 13:22

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með þér Kolbrún.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 13:30

11 identicon

Held að ef einhver ætti að leita sér aðstoðar er sá sem er í kolrugluðum Sjálfstæðisflokknum og hvað þá ef hann er í þokkabót er ESB - einangrunarsinni dauðans.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 13:39

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hljóta allir Íslendingar að vera með Samfylkingu og VG á heilanum, svo illa hafa þessir flokkar staðið sig og svo illa hafa þeir spilað úr því verkefni sem þeir tóku að sér. Þeir hölluðu sér alfarið að fjármálafyrirtækjum gegn almenning og hafa staðið öflugann vörð um þau.

Þá stóðu þessir flokkar saman að því að kljúfa þjóðina í tvær andstæðar fylkingar, einmitt á þeim tíma er samstaða hennar var svo dýrmæt. Þetta var gert að kröfu Samfylkingar og VG fylgdi með eins og þægur hundur. ESB umsóknin var það versta sem fyrir þjóðina gat komið!

Hvort þessi óhæfustjórn tórir til vors 2013 á eftir að sjá. Þar mun togast á meðal stjórnarþingmanna að halda í þingsætin til þess tíma og vita að þar með er starfi þeirra á Alþingi lokið og þess að yfirgefa stjórnarsamstarfið og reyna að komast til liðs við Samstöðu. Tæknilega þarf ekki nema að einn stjórnarþingmaður færi sig til liðs við Lilju, en raunverulega þarf þó fjóra, þar sem staða Hreyfingar er svo döpur að þingmenn hennar mun styðja stjórnina svo sætum verði haldið örlítið lengur.

Hvað sem því líður er ljóst að kosningabaráttan er komin á fljúgandi ferð. Hvort hún muni standa nokkra mánuði eða rúmt ár kemur í ljós. Vonandi verður þó kosið sem fyrst, það er eina von þjóðarinnar til að komast úr þeim höftum og því fangelsi sem núverandi stjórn hefur hneppt okkur í!!

Gunnar Heiðarsson, 11.2.2012 kl. 14:24

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ætli hin vel einangraða fjórflokkshúfa dugi til þess að verja heilabúið fyrir stjórnarflokkaáreitinu?

Áttu við það, Guðmundur 2. ?

Kolbrún Hilmars, 11.2.2012 kl. 14:24

14 identicon

Held satt að segja að ekkert getur varið okkur fyrir þessum stjórnarhörmungum og sér í lagi ESB - þjóðarkrabbameininu sem Gunnar réttilega bendir á að er það versta sem gat komið fyrir þjóðina á þessum erfiðu tímum.  Enda eru Samfylkingarmenn búnir að hreiðra um sig í öllum þingflokkum með þessum árangri. 

ESB - glapræðið er mesta pólitíska hriðjuverk allra tíma

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í dag lýsir þessum ESB - hörmungum frábærlega og er skyldulesning og ekki síst fyrir ESB - inngöngusinnum eða réttar sagt ESB - einangrunarsinnum.:

.

Reykjavíkurbréf

Stækkunarstjórinn fagnar Steingrími og falli Jóns

Laugardagur, 11. febrúar 2012

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skrifar eftirtektarverðan pistil um nýjustu vendingar í hinu undarlega ESB-ferli núverandi ríkisstjórnar: „Hið einkennilega við hina „upplýstu umræðu“ aðildarsinna er að þeir vilja ekki gera neitt með upplýsingar sem blasa við þeim, stangist þær á við blekkinguna og spunann. Hér á Evrópuvaktinni sagði miðvikudaginn 8. febrúar frá ályktun utanríkismálanefndar ESB um aðildarviðræðurnar við Íslendinga. Skal fullyrt að aldrei áður hafi erlendir menn seilst eins langt inn í íslenskt stjórnmálalíf og gert er í þessari ályktun.

ESB-þingmennirnir láta í ljós velþóknun á því að Jón Bjarnason hafi verið látinn víkja úr ríkisstjórn Íslands. Þeir binda vonir við að brottför hans úr stjórninni verði til þess að Íslendingar leggi sig meira fram um að virða kröfur ESB um aðlögun. Þá hvetja þeir til þess að látið verði af ágreiningi um ESB-aðild á pólitískum vettvangi og þess í stað verði mótuð heildstæð stefna um aðlögun að ESB.

Ályktunin sýnir að þingmenn ESB telja sig hafa rétt til að hlutast til um íslensk stjórnmál og leitast við að beina þeim til þeirrar áttar sem fellur að hagsmunum Evrópusambandsins. Þessi íhlutunarréttur er talinn sjálfsagður á ESB-þinginu áður en aðildarviðræðunum við Íslendinga lýkur eða þjóðin tekur afstöðu til aðildar. ESB-þingmennirnir fagna því jafnframt að hér á landi starfi nú Evrópustofa til að upplýsa þjóðina um ágæti ESB að sjálfsögðu með ESB-aðild að markmiði. Fögnuður ESB-þingmannanna yfir brottrekstri Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórninni stangast á við fullyrðingar arftaka hans á ráðherrastóli, Steingríms J. Sigfússonar, um að afstaða Jóns til ESB hafi ekki ráðið neinu um brottreksturinn. Þessar yfirlýsingar Steingríms J. duga ekki einu sinni til heimabrúks hvað þá heldur í Brussel þar sem menn draga ályktanir af upplýsingum frá sendiboðum Össurar Skarphéðinssonar eða í skýrslum frá Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi. Hafi einhverjir viljað sækja um aðild að ESB til að átta sig á því hvort hið sama kynni að gerast hér og á Ítalíu eða í Grikklandi þar sem forsætisráðherrum var gert að víkja fyrir mönnum hollum Brussel-valdinu, þurfa þeir ekki að fara lengra.

Fögnuðurinn á ESB-þinginu yfir brottrekstri Jóns Bjarnasonar sýnir að þrýst er á að halda þeim utan ríkisstjórnar á Íslandi sem vilja ekki hlíta aðlögunarskilyrðum ESB á umsóknarferlinu. Hvað halda menn að gerist ef svo illa færi að Íslendingar yrðu aðilar að ESB?

Eitt fyrsta embættisverk Steingríms J. Sigfússonar var að bukka sig fyrir Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, í Brussel-ferð sem ráðherranum er óljúft að ræða á Alþingi en leiddi til stuðnings við hann á ESB-þinginu.“

Hottað á aðlögun sem á sér ekki stað


Því má bæta við að ESB-þingmennirnir töldu nauðsynlegt að hotta á íslensk stjórnvöld og Alþingi Íslendinga og hvetja þá til að hraða „aðlögun“ landsins reglum ESB. Þetta var meira en lítið vandræðalegt vegna þess að ríkisstjórnin og raunar samninganefndarmenn Össurar Skarphéðinssonar, sem vænst var að hægt væri að umgangast af meiri alvöru en ráðherrann sjálfan, hafa þverneitað því að nokkur aðlögun fari fram. Fróðlegt væri að vita hvort þeir gerðu það líka á svokölluðum „samningafundum“ sem felast þó eingöngu í því að fara yfir verkefnaskrá frá sendimönnum og merkja við hvað sé búið að aðlaga. Hvað sem mönnum þykir um ákvörðun Alþingis um að óska aðildar að ESB og hvernig sú ákvörðun var fengin fram hljóta allir að vera sammála um málið er eitt hið stærsta sem rekið hefur á íslenskar fjörur. Lágmarksskilyrði hlýtur að vera að þeir, sem að slíku máli koma og jafnvel gegna ábyrgðarhlutverki, geri það ærlega, og án undirhyggju, svika og spuna, sem hefur einkennt málsmeðferðina til þessa. Ofsatrúarhópurinn í kringum ESB-umsóknina hlýtur að vita í hjarta sínu að þeir munu ekki komast upp með að þvinga Ísland inn í sambandið, (fljótlega sambandsríkið, ef vilji björgunarmanna evrunnar verður ofan á) á fullkomlega fölskum forsendum. Það var rokið af stað með þetta stóra mál þegar þjóðin lá eins og barinn boxari í böndunum, vönkuð með svima og pólitískir tækifærissinnar töldu að láta mætti hana halda að stjörnurnar sem hún sá eftir höggin væru í evrópska fánanum. Meðan svo aumlega var komið fyrir þjóðinni var jafnvel hægt að gera kannanir sem sýndu að rúmur helmingur hennar væri við þær aðstæður veikur fyrir gylliboðum um ESB-aðild. En það bráði smám saman af þjóðinni. Og hún komst á fætur aftur. Og væri langt komin með að hrista af sér farg bankahruns og afleiðingar snúninga svikahrappa, sem fóru ránshendi um eignir banka og lífeyrissjóða þjóðarinnar, ef hún sæti ekki uppi með núverandi ríkisstjórn. Nú hefur hún alla burði til að fylgjast með fréttum af evrulöndunum og ógöngum þeirra. Á Spáni er nú 23% – tuttugu og þriggja prósenta atvinnuleysi – (nærri 50% hjá ungu fólki) án þess að þar hafi bankar enn farið á höfuðið. Forseti ASÍ telur að þau efnahagsskilyrði sem Spánn hefur búið við henti Íslendingum betur en sjálfstæð mynt og segir það framan í umbjóðendur sína um leið og hann segist stoltur af störfum sínum og sinna manna í lífeyrissjóðunum. Og ekki þarf að nefna Grikkland. Brussel setti forsætisráðherrann þar af og sendi þeim einn af sínum til að stjórna landinu. Sama gerðu þeir á Ítalíu. Og eins og sést af pistlinum fremst í bréfinu þá telja þeir rétt að sömu aðferðum sé beitt á Íslandi, þótt landið sé enn þá utan við ESB og embættismenn íslenskir ættu ekki að þurfa að vera með kjaftamél frá kommisserum – uppi í sér eða óttast pískinn þeirra.

„Minn maður kominn,“ segir stækkunarstjórinn

Hefði einhverjum kosningabærum manni dottið í hug í aðdraganda kosninga vorið 2009, að valdsmönnum í Brussel myndi þykja það slíkt fagnaðarefni að formaður VG væri kominn með viðkvæmustu aðlögunarmálin í sínar hendur, að þeir teldu nauðsynlegt að færa fögnuð sinn til bókar og birta hann opinberlega.

Kannski binda Brussel-menn vonir við að komið verði upp króatískt ástand þegar heppilegt þykir að láta Íslendinga kjósa um inngöngu í ESB og afsal fullveldis. Í Króatíu hefur allt gengið á afturfótunum, ekki síst vegna afglapa og stórfelldrar spillingar stjórnvalda þar. Þegar þjóðin kaus um það hvort hún vildi verða sjálfstætt ríki fyrir rúmum áratug tóku 83,5% kjósenda þátt í atkvæðagreiðslunni og 94% þeirra sögðu já. Nýlega var hún látin kjósa um aðild landsins að ESB. Ríkisvaldið studdi já-hreyfinguna með fjárframlögum, en ekki nei-hreyfinguna. Ríkispósturinn dreifði bæklingum já-hreyfingarinnar en neitaði að dreifa bæklingum nei-hreyfingarinnar. Innlendir fjölmiðlar, sem nú eru að mestu í eigu Þjóðverja, börðust ákaft fyrir samþykkt inngöngu. Króatíska utanríkisráðuneytið greiddi fyrir auglýsingar já-hreyfingarinnar. Ráðherra lífeyrismála hótaði eftirlaunamönnum skömmu fyrir kosningarnar að lífeyrisþegar gætu ekki verið öruggir með að fá lífeyrinn sinn segði þjóðin nei í atkvæðagreiðslunni. Upplýsingaskrifstofur ESB stuðluðu með alkunnum aðferðum að „upplýstri ákvörðunartöku“ með ógrynni fjár til áróðurs. En þrátt fyrir allt þetta létu aðeins rétt rúm 40 prósent þjóðarinnar sjá sig á kjörstað. 66% þeirra sögðu já en 33 prósent þeirra nei. Því greiddu aðeins 28% atkvæðisbærra Króata því atkvæði að ganga í ESB og afsala hluta þess fullveldis sem 94 prósent Króata fögnuðu að fá, í atkvæðagreiðslu þar sem 83,5% þeirra tóku þátt.

ESB-hreyfingin á Íslandi lýsti útkomunni um fullveldisafsalið sem miklum sigri.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 15:03

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við lestur á kommenti hjá Gunnar, Kolbrúnu og Ásthildi þá eru þau að viðurkenna þessa staðreynd og sanna hana.

Páll Vihljálm er með XS á heilanum og þarfnast hjálpar.

(þau viðurkenna að vera með xs á heilanum líka en það er annað mál)

Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2012 kl. 18:53

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú átt bágt Sleggja og hvellur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 19:22

17 Smámynd: Elle_

Flokkur Lilju Mósesdóttur mun missa mikið fylgi fyrir að ætla ekki að draga ólýðræðslegu og ólöglegu fáráðsumsóknina til baka strax.  Og jarða hana.

Elle_, 11.2.2012 kl. 19:27

18 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Það sem Elle E seigir er hárrétt,fólk mundi ganga til liðs við Lilju í stórhópum  ef hún segði sig frá ESB ruglinu strax.

Þórarinn Baldursson, 11.2.2012 kl. 19:43

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

davið o var að sla islandsmet i lyðskrumi með þessari grein. En það skiptir ekki.. Skrillinn er dolfallinn sbr guðmundur 2

Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2012 kl. 21:24

20 identicon

Andstaðan við að greiða ólögvarið ESB inngöngugjaldið Icesave var líka sagt hið mesta "lýðskrum" af inngönguóðum.  Það væri forvitnilegt að sjá einhver vitræn rök í stað vandræðalegs rauss gegn Reykjavíkurbréfinu sem á að sama skapi að vera "lýðskrum" af tvöföldum lúserum ESB og Icesave.  Ef "lýðskrum" tryggir 98.2% NEI - I ESB eins og Icesave, - þá er það hið besta mál.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 22:45

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

við erum að tala um rvk bref do. Ekki icesave.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2012 kl. 22:48

22 identicon

Heill og sæll Páll; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Sleggju / Hvellir !

Þið emjið; eins og stungnir Grísir, enda,.............. er 1000 ára ríki ykkar, suður á Brussel völlum, á hverfanda hveli, sem betur fer.

Hins vegar; skal ég fordæma, að sönnu, tilvitnanir Guðmundar vinar míns 2. Gunnarrssonar, í Reykjavíkurbréf Mbl., hafi ódrátturinn og þjóðníðingurinn; Davíð Oddsson komið, að tilurð þess.

Davíð Oddsson er að sönnu; Vidkun Quisling, hins íslenzka samtíma, Helvízkur þrjóturinn !!!

Munum öll; aðkomu Davíðs, að hönnun og framkvæmd uppflosnunar, hins íslenzka samfélags, á 10. áratug, síðustu aldar.

Það; skal aldrei, fyrirgefið verða, gott fólk.  

Með beztu kveðjum; sem fyrri, úr Árnesþingi, öngvu; að síður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 00:14

23 identicon

Einhverjum þokkalega læsum hefði tekist að stauta sig út úr textanum mínum að ég er að benda á að Icesave andstaðan var líka kölluð "LÝÐSKRUM" eins og dagsönn skrif DO um ESB - paradísina núna sem og öll skrif efasemdarfólksins.  Sagan endurtekur sig og eins og hann bendir réttilega á þá er samviskulaus óheiðarleiki Íslands uppgjafaliðsins með slíkum eindæmum og augljós öllum að það er orðið álíka lúalegt að rökræða við inngönguóða og að ganga í skrokk á fjölfötluðum. 

Þetta eru vissulega skemmtilegir tímar þegar ESB - uppgjafarliðinu tekst hjálparlaust að klúðra öllum sínum málum og sýna frám á óþverraskapinn og lygarnar sem hafa fylgt þeim allt frá upphafi of efstu hæðum ESB - mafíunnar niður í ómerkilegustu bloggveirur eins og Baugssleggjuhvellsins. 

Sömu ESB hagsmunagæsluaðilar börðust fyrir að þjóðin greiddi ólögvarinn Icesave reikninginn þar sem hann var jú aðgangseyrinn inn í Evrópuparadís ESB - mafíunnar eins og gjörspilltir ESB - kommissararnir létu ítrekað hafa eftir sér.  En auðvitað er LÝÐSKRUMSVÆLIÐ öruggt merki málefnalegs gjaldþrots ESB - einangrunarsinna.  Eins og LÝÐSKRUMSVÆLIÐ hjá þeim í 98.2% - NEI Icesave útreiðinni sælla minninga.

ESB og Icesave er sín hvor hliðin á sama peningnum.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 00:15

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

NEI flutningur í Icesave umræðunni var ekki allt lýðskrum.

Alveg eins með ESB umræðuna. NEI sinnar eru ekki alltaf með lýðskrum í þeirri umræðu. Þó að grein DO í Mogganum er klárlega ekkert nema lýðskrum á hæsta stigi. 

Sleggjan og Hvellurinn, 12.2.2012 kl. 00:37

25 identicon

Guði sé lof fyrir "LÝÐSKRUMIÐ"..... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 00:49

26 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ásthildur

 Kolbrún segir

"Undirrituð er líka með XS og XVG á heilanum. Ekki vegna þess að mér líki það, heldur vegna þess að það er óhjákvæmilegt."

 Og þú segir

 "Tek undir með þér Kolbrún"

Svo segir þú að ÉG á bágt. Málflutningurinn þinn er svo veikur og lélegur að hann er á við óþroskað barn. Eða ertu kannski orðin kölkuð?

Sleggjan og Hvellurinn, 12.2.2012 kl. 00:57

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það ert þú minn ágæti sem ert með leppa fyrir augum og sérð ekki hlutina í samhengi.  Ég get því miður ekki gert að því, það þarf ákveðna ályktunarhæfni og opin huga til að skilja hluti.  Þú hefur það greinilega ekki.  Ég er hvorki óþroskað barn né farin að kalka ekki ennþá allavega.  þó sennilega verði ekki langt í það vegna aldurs.  En ég reyni að halda huganum í þjálfun með krossgátum og köplum og því að lesa í það sem rætt er um.  Það liggur ekki alltaf beint fyrir hvað fólk á við eins og þú virðist halda, enda með leppa fyrir báðum augun sennilega tappa í  eyrum líka og límt fyrir munninn eins og aparnir þrír. Sorglegt fyrir mann sem sennilega er á besta aldri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2012 kl. 02:04

28 identicon

Mínir ágætu. Í fyrsta lagi, eftir að hafa lesið þetta allt fyrir ofan, sem margt er gott og gilt, þá finnst mér að þessi Gunnar Helgi Helgason sé ofstopafullur rétttrúnaðasinni úr Samspillingunni sem á einna mestan þátt í hruninu og förum ekki nánar út í það. Það er efni í stóra bók. Þessi ofsafengnu hatursskrif um Davíð Oddsson, einn af okkar mestu stjórmálasnillingum sögunnar sem lagði grunn að mestu hagsæld þjóðarinnar fyrir og eftir aldamót eru með eindæmum lágkúruleg og án allra raka. Þetta dæmir sig allt sjálft, enda eru þetta dauðakippir vinstri manna sem vita að þeir munu aldrei komast að völdum saman næsta mannsaldur.

Aðalbjörn Þór Kjartansson (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 03:11

29 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Aðalbjörn Þór Kjartansson !

Mér sýnist nú; sem þér veitti ekki af, að fá aðstoð, við lesblindu þinni, kunnir þú ekki, að hafa manna nöfn rétt eftir, ágæti drengur.

Síðan; væri ekkert úr vegi, að þú fengir einhvern vel læsan, til þess að uppfræða þig, um mína síðu, hér á vef - áður en þú hyggst reyna að bendla mig við ''vinstri'' og ''Samspillingu''.

Ertu kannski; einn þeirra, sem átta sig ekki á, að Samspilling, gæti verið - og ætti að vera, samheiti, yfir flokka skriflin 4; öll, Aðalbjörn minn ?

''hatursskrif um Davíð Oddsson'' er einmitt viðkvæði ykkar Læmingjanna, sem fylgið honum að málum - og; hafið fylgt, í óhugnan legri persónudýrkun ykkar, á þessu mann gerpi, sem hefir með athöfnum sínum, lungann af sinni aula æfi, grafið undan íslenzkum hagsmunum, en verið jafnframt veitull vel, af Alþýðunnar auðlindum, fyrir sig og sína.

Reyndu nú; Aðalbjörn minn, að fá einhvern vel læsan, þér til liðs, til þess að skoða betur, fyrir hvað svarthamar.blog.is stendur, áður en þú ferð að geypa frekar, um meint ágæti íslenzkra stjórnmálamanna, eftirleiðis.

Samsvörun mín; á þeim Davíð og Quisling, er raunar allt of hógvær, sé mið tekið, af liðinni samtímasögu - sem líðandi, Aðalbjörn Þór.

Með; ekkert síðri kveðjum - fremur, en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband