Gríska lögreglan hótar að handtaka ESB-fólk

Die Welt, sem er virðulegt dagblað í Þýskalandi, segir að lögreglan í Grikklandi, þ.e. stéttarfélag lögreglumanna ekki lögregluyfirvöld, hóti að handtaka sendinefndir frá Evrópusambandinu. Þýskir fjölmiðlar teikna upp Grikkland, með réttu eða röngu, sem þriðjaheimsríki þar sem lögleysan ríkir ein.

Löglausu landi verður ekki bjargað. Ergo: Grikklandi verður ýtt út úr evrulandi. Jeremy Warner dálkahöfundur á Telegraph segir bæði Evrópusambandið og Grikkland græða á úrsögn til lengri tíma litið. Grikkland mun jafna sig á fáeinum mánuðum í mesta lagi misserum.

Evrópusambandið mun á hinn bóginn ekki jafna sig. Evrópsk samstaða er brotin með því að Grikkjum er varpað á dyr. Og evrópsk samstaða er límið í ESB.


mbl.is Lækkun á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi dugar það til að þessi óværa forði sér burt frá Grikklandi.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 16:16

2 identicon

Það sýnir magnaðan "styrk" Brussel blýantsnagaranna að væla um að Grikkir höfðu beitt brögðum til að komast inn í ESB - paradísina.  Svona eins og einhver færi í viðskipti við eigendur ESB - flokksins, Jón Ásgeir og Björgólfsfeðgana sem eðlilega tækju hann ósmurt í pústið, og hann vældi um á eftir að það hefði ekki hvarflað að honum að þeir væru svona illa gerðir.  Grikkir eru í spillingarheiðurssæti númer 80 á spillingarmælikvarða heimsins og megin þorri ESB - þjóðanna skora tignarlega hátt á sama lista.  Ekki viss um að útrásaraparnir yrði bestu gjaldkerar sem fengust þó svo Brusselmafían væri handviss um það.  Kommiserar ESB - mafíunnar eru augljóslega langt frá því að teljast nothæfir í sínum störfum.  Grikklandsfarsi ESB sýnir og sannar hið fornkveðna,... "Því verr gefast heimskra manna ráð, sem fleiri koma saman"....

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband