Lögmenn veita skotleyfi á sjálfa sig

Lögmenn hafa sumir hverjir á síðustu árum farið langt út fyrir starf réttargæslumanna og starfað sem almannatenglar á vettvangi fjölmiðla. Áberandi menn í lögmannastétt t.d. Gestur Jónsson, Sveinn Andri Sveinsson og Sigurður G. Guðjónsson reka mál skjólstæðinga sína ekki síður í fjölmiðlum en í dómssal.

Þegar lögmenn taka þátt í almennri þjóðfélagsumræðu fyrir hönd skjólstæðinga sinna er augljóst að þeir verða að sitja við sama borð og aðrir. Lögmenn geta ekki ætlast til að vegna hlutverks þeirra í réttarkerfinu fái þeir sérmeðferð á vettvangi opinberrar umræðu.

Lögmannafélagið gerir lítið til að stemma stigu við almannatenglavæðingu stéttarinnar. En það er löngu tímabært að þeir taki til í eigin ranni.


mbl.is Jónas Þór: Lögmenn og réttarríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Orð í tíma töluð. Brynjar formaður Níelsson er líka iðinn við kolann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2012 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband