Miðvikudagur, 8. febrúar 2012
Hverjir auglýsa hjá Jóni Ásgeiri?
Baugsstjórinn fyrrverandi, Jón Ásgeir Jóhannesson, er höfuðsmiður útrásarinnar og skuggastjórnandi eins af þrem stóru hrunbönkunum. Vinurinn er mættur með óflekkaðar hendur að stýra fjölmiðlaveldinu 365 (Fréttablaðið, Stöð 2, Bylgjan) sem hann fékk að halda í skjóli Landsbanka ríkisbanka.
Flaggskipi 365, Fréttablaðinu, er haldið úti með auglýsingum enda engir kaupendur að blaðinu. Í krafti sannfæringar Jóns Ásgeirs um að þjóðin hafi þörf á sjónarmiðum hans er dreift ókeypis á heimili í þéttbýli.
Þeir sem telja höfuðnauðsyn að þjóðin fái að kynnast heimspeki Jóns Ásgeirs kaupa auglýsingar í Fréttalbaðinu. Hverjir auglýsa hjá Jóni Ásgeiri?
Jón Ásgeir tekur til hjá 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll, þú hefur verið óþreytandi við að fordæma allt sem viðkemur Jóni Ásgeiri og Baug, og ég lái þér ekkert fyrir það, en ég minnist þess ekki í fljótu bragði að þú hafir vikið styggðaryrði að þeim Björgólfsfeðgum. ...How come ?
hilmar jónsson, 8.2.2012 kl. 20:26
Hilmar..það má nú stugga aðeins við Jóni Ásgeiri,ekki hefur hann unnið þjóðinni gagn svo takandi sé eftir..
Vilhjálmur Stefánsson, 8.2.2012 kl. 20:41
Jón Ásgeir kominn á "lyftarann" aftur í fjölskyldufyrirtækinu?
Varla tilviljun að á sama tíma er verið að endurvekja gamla fjölskyldudramað "Dallas" í USA - með nafna hans J.R.
Kolbrún Hilmars, 8.2.2012 kl. 20:56
Af hverju talið þið svona óskýrt íslensku fjölmiðlamenn?
"óflekkaðar hendur" -- "ekki hefur hann unnið þjóðinni gagn svo takandi sé eftir."
Þið segið eitt en meinið annað. Þetta lufsulega málfar hjálpar Jóni Ásgeiri og kónum af hans kaliberi að halda áfram að nauðga Íslendingum. Meðvirkni ykkar í talsmáta truflar engan. Er þetta uppeldinu á dagblöðunum að kenna? Þar sem aldrei mátti taka af skarið og segja sannleikann hreint út?
Rósa (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 20:57
En gleymum samt ekki því að þeir Baugsfeðgar komu fyrstir með lágvöruverslun inn í íslenska verslun svo að eitthvert vit væri í. Það vill stundum gleymast það sem mönnum ber að þakka fyrir. En þó var auðvitað meira ógagn af falli bankana. En var bankahrunið yfirhöfuð allt Jóni Ásgeiri að kenna?
spritti (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 00:25
Fyrir gef þú Rósa.það er rosabaugur sem umleggur Jón Ásgeir..
Vilhjálmur Stefánsson, 9.2.2012 kl. 00:27
"Komu með lágvöruverslunina" Já þvílíkir öðlingar að gera það fyrir okkur. það hefði engin annar gert sem sagt? Og það var bara gert í nafni þjóðhollustu þá? Hættu svona bulli Spritti.
Nei það er ekkert allt þessum manni að kenna. Enn það breitir því ekki að þetta er glæpamaður sem ætti að vera komin í fangelsi.
óli (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 00:33
Hver bloggar fyrir Davíð Oddson?
Andri (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 01:11
Þetta er ekkert bull Óli á þessum tíma sem þeir komu með lágvöruverslun til samkeppnis við aðrar er eitthvað sem hefði átt að vera búið að gerast löngu fyrir þann tíma, enda okur kaupfélaganna búið að tröllríða heimilunum í áratugi, ég sagði gleymum því ekki. Hitt er svo annað mál að hann gerði hluti ásamt öðrum sem voru glæpsamlegir og fyrir það ætti hann að hegna. Menn einblína svo mikið á það að þetta sé fáum kallpungum að kenna þetta banka hrun. Menn vita það núna þegar bankarnir komast í hendur einkaaðila(vonandi sem fyrst) að reglur og eftirlit verður að vera margfalt meira og þúsundsinnum meira en það og viðurlög við brotum á stjórnsýslu banka verður að vera min skýrari.
spritti (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.