Miðvikudagur, 8. febrúar 2012
Vinstristjórnin sameinist um ESB-fátækt
Aðild Íslands að Evrópusambandinu fæli í sér innflutning á fátækt. Samkvæmt hagstofu ESB er fátækt hvað minnst á Íslandi en 12 prósent Íslendinga er býr við fátækt eða fátæktarmörk á meðna hlutfallið í Evrópusambaindinu er 24 prósent.
Evrópusambandið stefnir að því að jafna lífskjör í Evrópusambandinu sem þýðir að lífskjör á Íslandi verða reiknuð niður í Brussel í evrópskt meðaltal. Ísland mun greiða meira til ESB en það fær í styrki.
Vinstristjórn Jóhönnu Sig. þarf að sameinast um innleiðingu ESB-fátæktar á Íslandi og er það verðugt verkefni.
Ríkisstjórnin móti sameiginlega ESB-stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert þá að vísa i Svíþjóð, Danmörku, Finnland, Þýskaland, Austurríki og Frakkaland er það ekki? Þú hafa þá væntanlega fengið mikið af innflutri fátækt?
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.2.2012 kl. 18:49
Þarf að telja hreppina upp,þegar vísað er í Evrópusambandið!? Þú ekki skylja Magnús.
Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2012 kl. 19:40
http://www.dr.dk/Nyheder/Ligetil/Dagens_fokus/Indland/2012/2012/02/07073514.htm
Svona er það nú fínt í kratalandinu og ESB hreppnum Danmörku. 25% aukning á að fólki sé kastað út úr íbúðum sínum á einu ári.
Samfylkingin hlýtur að vilja flytja svona tölur inn í landið eins fljótt og hægt er.
jonasgeir (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 19:47
Þessi málflutningur er sá sami og var við EES samninginn.
Að allt átti um koll að keyra um leið og samningurinn tók gildi 1994.
En þegar öllu var á botninn hvolft þá var þetta tóm þvæla, blekkingar og lygar hjá NEI-sinnum.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.2.2012 kl. 21:09
Ætlum við að stjórna okkur sjálf- eða getum við það ekki og þurfas stjórnendur þessalands að skríða til Brussel og grátbæna um að fá að borga í sameinað Evrópu sukk ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 8.2.2012 kl. 21:16
Það má kanski benda sleggjunni á það þó lítið gagni líklega að EES samningurinn var í raun stór ástæða hrunsins.
Hver var aðalröksemd einkavæðingar banka?
Svar; EES samningur Jón Baldvins.
Hver er ein helsta gagnrýni núverandi viðræðunefndar Evrópu á Íslendinga?
Of mikil ríkisafskipti í bankakerfinu!
Þetta hljómar auðvitað eins og grín.
jonasgeir (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 21:40
jonasgeir
LOL
Sleggjan og Hvellurinn, 8.2.2012 kl. 21:53
,,Ætlum við að stjórna okkur sjálf- eða getum við það ekki"
Svar: Við getum það ekki.
,,og þurfa stjórnendur þessa lands að skríða til Brussel"
Svar: Það verð nú enhver ráð til önnur en að skríða. það verður bara flogið til Brussel.
,,og grátbæna um að fá að borga í sameinað Evrópu sukk ???"
Svar: Nei ekki til þess. Heldur til þess að biðja þá um að stjórna okkur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2012 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.