Miðvikudagur, 8. febrúar 2012
Hva, kreppan búin án ESB-hjálpar?
Samvkæmt uppskrift Samfylkingar átti ekki að vera hægt að komast úr kreppunni án aðildar að Evrópusambandinu. Innganga í sæluríki ESB var upphafði og endir að endurreisnaráætlun Samfylkingar við síðustu kosningar.
Núna þegar allt er í kalda koli í ESB, þar sem helftin af álfunni býr við efnahagslega og pólitíska uppdráttarsýki, og allt er í blóma á Íslandi, er kannski kominn tími til að Samfylkingin læri af reynslunni.
- Og dragi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu tilbaka?
Kreppan er nefnilega búin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ert þú Páll Vilhjálmsson að segja að fyrsta hreina vinstri stjórn Íslands kom þjóðarskútunni úr einni mestu efnahagskreppu í sögu Íslands á þrem árum?
Bara til að koma léttum hælkrók á ESB?
Er þetta ekki kallað að fórna meiri hagsmunum en minni?
Sleggjan og Hvellurinn, 8.2.2012 kl. 08:42
*fyrir
Sleggjan og Hvellurinn, 8.2.2012 kl. 08:42
Það er til mikils mælst að LANDRÁÐFYLKINGIN læri af reynslunni...
Jóhann Elíasson, 8.2.2012 kl. 08:48
"Allt er í blóma á Íslandi." Hafa skuldir opinberra aðila, atvinnuvega eða almennings þá lækkað? Eða skattar og verðlag? Er það bara vondur draumur, að verðbólgan sé 6%, álíka mikil og atvinnuleysið? Eða eru Íslendingar farnir að flytja heim frá útlöndum? Er það bara skrök, að fyrirtæki séu enn unnvörpum að loka, nú síðast þrjár verzlanir á Selfossi og sú eina í Vogum, svo að eitthvað sé nefnt? Er kannski búið að aflétta gjaldeyrishöftum af því varasjóður Seðlabankans er traust eign en ekki bara skuldafroða? Eru einhverjar ósýnilegar og ómælanlegar fjárfestingar á fullu hjá atvinnuvegunum? Til dæmis ný stóriðja? Eru bankarnir hættir að okra eða komnir út eigu erlendra vogunarsjóða? Vonandi kemur Páll þá niður af sínu rósrauða skýi nógu tímanlega til að geta endurkosið Jóhönnu og Steingrím. Það er klén viðmiðun, að ennþá verr gangi innan ESB eða í Norður-Kóreu.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 10:51
Ég vona að ég skynji rétt þegar ég les ískalda kaldhæðni í orðunum "allt er í blóma á Íslandi".
En hitt er rétt að Samfylkingarfólk hefur lengi sagt að aðild að ESB sé forsenda efnahagsbata á Íslandi.
Og þó. Það er svo margt sem hefur verið sagt til að lokka Íslendinga að ESB-fánanum.
Dæmi:
"[Það] má færa fyrir því góð rök að upptaka evru og innganga í Evrópusambandið muni eitt og sér verða til þess að íslenska hagsveiflan líkist æ meir þeirri evrópsku." (2007)
Guð forði okkur frá því!
"Mig langar einnig að minna á í þessu samhengi að hugmyndir innan ESB um sameiginlegt myntbandalag urðu að markmiði þess árið 1969, en hinsvegar varð það ekki að veruleika fyrr en 30 árum síðar, með upptöku Evrunnar í 11 löndum. Það sýnir náttúrlega þá þrautsegju sem einkennt hefur þetta ferli hjá ráðamönnum ESB og að þeir hafi verið tilbúnir að bíða eftir hlutum sem þeir höfðu tiltrú á." (2007)
En hvað? Skjátlaðist embættismannavaldinu í Brussel? Var Evrópa ekki "tilbúin" þrátt fyrir allt?
"Framkvæmdastjórn ESB birti nýja hag- og verðbólguspá í vikunni. Í henni kemur fram að aðstæður i efnahagslífinu hafa batnað og horfur aðildirríkja ESB eru almennt góðar." (mars 2011)
Eitthvað hafa niðurstöður framkvæmastjórnar ESB látið á sér standa. Reyndar er að gerast eitthvað gott hjá þeim sem spara og fjárfesta (Svíþjóð, Þýskaland), en þeir sem eru í raun gjaldþrota halda áfram að vera það, og verða greinilega ekki skornir af þeim sem eru ekki gjaldþrota. Allir fyrir einn, einn fyrir alla.
Geir Ágústsson, 8.2.2012 kl. 11:43
Í lok greinar Ólínu segir m.a.: "Sérfræðingar greiningardeildann segja að langtímahorfurnar séu mjög góðar í efnahagslífinu."
Ég er með fyrir framan mig Hagspá 2008 - 2012 dagsetta 23. september 2008 sem gefin var út af þáverandi greinilegardeild Landsbankans. Hagspáin byrjar svona; Öfundsverðar langtímaghorfur! Almenn velsæld, menntað vinnuafl, sterkir innviðir og gnótt ónýttra náttúruauðlina er meðal þess sem gerir langtímahorfur Íslands öfundsverðar. Þetta auðveldar krefjandi verkefni líðandi stundar; aðlögun efnahagslífsins að jafnvægi við skilyrði alþjóðlegrar fjármálakreppu!
Væri ekki snjallt að greiningardeild Ólínu nýtti eitthvað úr þessari sönnu hagspá greiningardeild Landsbankans frá 2008, nú þegar hún staðfestir við okkur og vitnar í greiningardeildir sem staðfesta með henni að kreppan sé búin!
Ómar (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 14:10
Ómar ég sé ekki betur að hér er almenn velsæld, góð menntun, stekir innviðir og gnótt ónýttra náttúruauðlinda.
En vandinn er að VG vill ekki nýta auðlindir þjóðarinnar.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.2.2012 kl. 15:43
Heyrðu á hvaða landi ert þú Sleggja og Hvellur? Menntuninn er vissulega til staðar en hversu góð er hún ef litið er til þeirra sem hafa komið inn í þjóðlífið síðustu árinn og rústað því algerlega! það geymdist að sétja hugsjón inn í menntunina þannig að háskólarnir útunga aðalega frekjum einstaklingum sem heimta há laun um leið og búin eru til störf handa þeim í þjóðfélagingu!
Sigurður Haraldsson, 8.2.2012 kl. 19:36
Jón Ásgeir var ómenntaður. Hann er eðaldrengur skv þínum rökum.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.2.2012 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.