528% vextir í Grikklandi - við þurfum ekki hugleysingja

Vaxtakrafa þeirra sem keyptu grísk skuldabréf til eins árs í dag var 528 prósent, samkvæmt Telegraph. Stjórnmálaafl sem ætlar að gera sig gildandi á Íslandi og vill ,,klára viðræður" við Evrópusambandi þarf að útskýra hvað það er við aðild sem þykir freistandi.

Varla eru það vextirnir sem þykja eftirsóknarverðir. Reynsla smáþjóða í Evrópusambandinu er að vaxtastigið miðast við þarfir Þjóðverja fyrst og fremst.

,,Klára viðræðurnar" er froðusnakk fólks sem þorir ekki að taka afstöðu. Í stjórnmálum er kappnóg af hugleysingjum.


mbl.is Viðræður við ESB kláraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af jonas.is

07.02.2012
Mestir óþurftarmenn
Mestu óþurftarmenn sögunnar voru þeir, sem vörðust gegn erlendum áhrifum á Ísland. Á nítjándu öld reyndi danski kóngurinn að koma á umbótum á Íslandi. En innlendir embættismenn vörðust með kjafti og klóm. Reyndu til dæmis að verja vistarbandið. Sérhagsmunir ætíð teknir fram yfir almannahagsmuni. Eins og þjóðrembingar taka nú sérhagsmuni kvótagreifa fram yfir almannahagsmuni. Eftir hrunið 2008 hafa sérhagsmunir átt á brattann að sækja. Því hafa þeir í auknum mæli vafið um sig íslenzka fánanum og kyrjað þjóðsönginn. Og eiga sem áður létt með að æsa heimska og þjóðrembda kjósendur gegn Evrópusambandin

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.2.2012 kl. 21:20

2 Smámynd: Elle_

Vá, hvílík speki.  Ætli Árni Þór eða Jón Hannibalsson hafið samið spekina fyrir Össur?  Það kannski passar við 1 eða 2.  

Elle_, 7.2.2012 kl. 22:10

3 identicon

Rétt er að minna á hina sívinsælu undirskriftasöfnun á skynsemi.is. Núna er staðan þessi:11007 hafa skrifað undir áskorunina.

gangleri (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 22:53

4 Smámynd: Elle_

Enda ekki orðuð nógu sterkt.  Eins og draga til baka frekar en leggja til hliðar.   En hvaða ´heimsku kjósendur og þjóðrembdu´ er um rætt í spekinni að ofan?  EU-sinna með EU-þjóðrembu?  

Elle_, 7.2.2012 kl. 23:03

5 identicon

Krataruslið vildu ekki færa út landhelgina á sínum tíma til að styggja ekki stórfenglegu útlensku vinina sína.  Merkilegt að ESB efasemdarmenn eru ekki farnir að benda á hvernig sagan endurtekur sig og nákvæmlega sömu rökleysurnar eru notaðar núna eins og þá.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 00:24

6 identicon

Ha ha ha .... Baugsbaðvörðurinn á nýja nikkinu hefur miklar áhyggjur af gengi undirskriftalista.  Það vill svo skemmtilega til að útvarpsstöðin athyglisverða Útvarp Saga var einmitt að gera könnun meðal hlustenda sinna um afstöðu þeirra með inngöngu í ESB.  Þess ber að geta að Útvarp Saga er einn fjölmiðla með vikulegan klukkutíma þátt "ESB - Já eða Nei" sem er til þess að uppfræða almenning um báðar hliðar málsins.  Þátturinn er endurfluttur í nokkur skipti, og hefur verið á dagskrá í einhver ár svo að hlustendur stöðvarinnar ættu að vera betur að sér um kosti og galla einangrunarvistar í sambandinu. 

Spurt var.:

Vilt þú að Ísland gangi í evrópusambandið?

Já sögðu heil  -  13.8%  

Hlutlausir voru  -  1.17%

NEI við inngöngu í ESB sögðu84.97%  

Þátttakendur voru 947.

Þetta eru ótrúlegir yfirburðir NEI hópsins og ekki síst í ljósi þess að 947 þáttakendur eru nánast allir með á hreinu hvort þeir vilja og þá um 85% segja STÓRT NEI við ESB.  Auðvitað eiga einfeldningarnir ESB pakkagæjar Já liðsins eftir að ærast yfir niðurstöðunni.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 03:57

7 Smámynd: Sólbjörg

Hvað kom yfir Lilju? Hún segir í stefnuskrá sinni; " Ætlum að klára aðildarferlið og kjósa svo um það". Hún á að vita en betur það að þannig ganga málin ekki fyrir sig, endanlega útkoma ræðst af að ljúka að fullu aðildarferlinu.

Það er eins og að fara í kynskiptaaðgerð og ætla svo að gera upp hug sinn eftir á hvort maður vilji vera hitt kynið. Það er vissulega gert að kjósa eftir á hvort þjóðir vilji vera í ESB. En ef ekki næst já meirihluti, þá er haldið áfram á kjósa reglulega þar til það næst. Vegna þess að aðildarferli er jafn óafturkræft og kynskipta aðgerð.

Sólbjörg, 8.2.2012 kl. 22:50

8 Smámynd: Elle_

Já, hvílíkt sjokk.  Það á að jarða þessa ólöglegu umsókn núna strax.

Elle_, 10.2.2012 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband