Þriðjudagur, 7. febrúar 2012
ESB-tilskipun í hættu, segir Árni Þór
Samkvæmt fréttum frá Noregi er ríkisstjórn Jóhönnu Sig. í minnihluta í utanríkismálanefnd alþingis. Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG og formaður nefndarinnar segir ekki meirihluta fyrir því að umdeild tilskipun Evrópusambandsins um geymslu tölvugagna verði samþykkt.
Til að tilskipun ESB verði tekin upp í EES-samninginn þarf samhljóða afstöðu þeirra sem eiga aðild að EES. Árni Þór segir í viðtali við norskan fjölmiðil að ekki sé meirihluti fyrir tilskipuninni í utanríkismálanefnd. Árni Þór hefur beðið vin sinn og baráttufélaga í að koma Íslandi í Evrópusambandið, Össur Skarphéðinsson, að biðja um gott veður í Brussel vegna erfiðrar stöðu ríkisstjórnarmeirihlutans.
Merkilegt að Íslendingar þurfi að lesa norska fjölmiðla til að komast að því að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er komin í minnihluta í utanríkismálanefnd.
Athugasemdir
Árni Þór segir í útlödum að óskað sé eftir að umfjöllun um málið verði frestað.
Það er svo sem ekki skrýtið. Þetta fólk hefur ekki þroska til að ræða ágreiningsmál eins og komið hefur í ljós. Frekar að plata, ljúga og smjúga, og þó helst að grafa kollin niður í snjóin, ...eða sandin.
jonasgeir (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 13:31
Það sem ég skil ekki hvað gengur að þessu fólki að vilja troða þjóðinni inn í ESB gegn vilja meirihluta hennar. Hvað hangir þarna á spýtunni sem er svona svakalegt að allt er gert til að svíkja landið og þjóðina?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2012 kl. 13:37
Sjálfsagt er það að Össur, Árni & Có hafa fengið loforð um að fá að stýra ný víkingasveit svartstakka ESB hér á landi sem hefur það verkefni að framfylgja ný aðlöguðum ESB reglugerðinni um að börn 10 ára og yngri er óheimilt að blás upp blöðrur.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 15:05
Hvenær fær þjóðin frið fyrir þessum manni?
Getur hann ekki farið í braskið með Ögmundi?
Báðir kunna vel til verka á þeim vettvangi.
Karl (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 20:35
Nú er það svart hjá þeim trúbræðrum,Árna Þór og Össuri.Ríkisstjórnin er í minnihluta í utanríkismáladeild, Þeir þurfa að bregðast skjótt við.Enn er haldið (á) fram hjá þjóðinni. .Árni vill Össur fremstan svartstakka í musteri ESB.,þar sem hetjan krýpur auðmjúkur og biðst ásjár,vegna erfiðrar stöðu þeirra í téðri utanríkismálanefnd. Guðir þeirra munu segja nei,það er eins víst og boðorð okkar trúar banna Össuri og Árna Þór að drýgja hór.
Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2012 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.