Þriðjudagur, 7. febrúar 2012
Húrra, evran þolir gjaldþrot Grikklands - EKKI
Grikkir eru á leið út úr evrusamstarfinu sem 17 ríki Evrópusambandsins eiga með sér. Grikkir sem eru smáþjóð á evrópska vísu, 10 milljónir, geta ekki til langframa haldið Frakklandi og Þýskalandi í gíslingu. Brotthvarf Grikkja mun ekki kollvarpa myntsamstarfinu í einu vetfangi.
Á hinn bóginn verður eftirgjöf Brussel á fullveldisrétti Grikkja til að fara í gjaldþrot dýru verði keyptur. Í fyrsta lagi er sjálf undirstaða evrusamstarfsins, samstaða aðildarríkjanna, brotin. Í öðru lagi munu önnur Suður-Evrópuríki innan evrunnar velta fyrir sér að losna við skuldir með gjaldþroti. Í þriðja lagi munu lánveitendur til skuldugra evru-ríkja halda að sér höndum vegna þess að tryggingar fyrir skuldum verða ótryggari þegar eitt ríki fer í gjaldþrot.
Grískt gjaldþrot sýnir að bakhjarl evrunnar er pólitísk froða um evrópska samstöðu sem er einskins virði þegar á herðir.
Brotthvarf Grikklands breytir ekki öllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Innihaldslaus pólitísk froða og þvaður.
Það er vörumerki samfylkingar.
(Fyrir utan að það var vegna EES samnings Jóns Baldvins sem bankar voru einkavæddir). ...En það sýnir að samfylkingin er aldrei svo stór að viðurkenna eigin gerðir eftir á.
jonasgeir (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 12:01
Stæðum við betur í dag ef farið hefði verið að ráðum Hayeks um frjálsa samkeppni gjaldmiðla og minna vægi opinberra seðlabanka?
http://mises.org/resources/3983
Þorsteinn Sverrisson, 7.2.2012 kl. 20:14
Vistfræðingar vita að einsleitt vistkerfi er í eðli sínu óstöðugt.
Því stærra sem það er því stærra verður hið óhjákvæmilega hrun.
Að sjálfsögðu væri fjölmyntakerfi stöðugra, það myndi leita að náttúrulegu jafnvægi rétt eins og náttúran.
Þetta eru raunvísindi, sama hvað hagfræðingar húmbúkka.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2012 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.