Dollar í flugi, olíu, og áli - engin evra

ESB-sinnar láta stundum eins og evran sé um það bil að leggja undir sig heiminn. Taki Ísland ekki upp myntina sem um það bil er að leggja hálfa Evrópu í rúst verðum við útundan. Rökin sem fylgja eru vanalega þau að ,,viðskiptalönd" okkar noti evru.

Sannleikurinn er sá að stærstu kostnaðarþættir atvinnulífsins, s.s. olía, er mæld í dollurum. Stór hluti útflutnings, álið, er í dollurum. Flugleiðir (Icelandair) velja dollar til að gera upp sinn efnahagsreikning.

Evran er útkjálkamynt sem ekkert þjóðríki stendur á bakvið og er því verr sett en íslenska krónan.


mbl.is Skoða skráningu í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Innflutningur í Evrum er 28% og um 65 -70% í dollurum.

Útflutningur er 34% í Evrum, 50% í Dollurum og 10% í pundum.

Ef við ættum að hlusta á rök sambandssinna þá ætum við að taka upp dollar og það sem meira er við gætum gert það á morgun án þess að ganga í sambandsríkið Bandaríkin.

Krónan er okkar sterkasta vopn um þessar mundir og jafnvel til framtíðar. Við verðum að  gerum okkur grein fyrir því að ekki verður hægt að senda krónuna fljótandi í hendur á alþjóða bröskurum (alþjóðavæðing!), skattur á stærri gjaldeyrisviðskipti sem ekki hafa tengsl við atvinnuvegi þjóðarinnar gæti aukið stöðugleika. Núverandi peningamálastefna er vita gagnslaus og ætti að endurskoða hið snarasta.

Eggert Sigurbergsson, 7.2.2012 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband