Mánudagur, 6. febrúar 2012
Enginn ber ábyrgð í einkarekstri
Bankarnir voru miðstöð útrásar og einkavæðingar; þeir hrundu og enginn þeirra sem þar sat í ábyrgðarstöðu axlar ábyrgð á hruninu. Ergo: einkarekstur í stórrekstri er ábyrgðarlaus. Hugmyndafræðin um að einkaaðilar fari betur með fé en hið opinbera er svo gott sem dauð.
Framsóknarmenn gera vel í því að hefja skilgreiningu á enduralmannavæðingu verðmæta sem græðgisvæðing útrásar færði til einkaaðila. Orkuauðlindir landsins eiga þar heima um fyrirsjáanlega framtíð.
Einkaframtaki á Íslandi má treysta á pústverkstæðum og tuskubúðum. Þegar kemur að stórrekstri þar sem almannahagur er í húfi verður á slá á krumlur einkagræðgismannanna.
2/3 hlutar verði í eigu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er verið að tala um skort á ábyrgð og svo eru bankarnir með belti og axlabönd frá ríkinu ?
Hvernig væri að þeir væru á eigin ábyrgð ekki ábyrgð skattborgaranna ?
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.