ESB er fyrir heimskingja og Samfylkingu

Þýski prófessorinn Erich Weede skrifar ritgerð í virtasta dagblað Þýskalands, Frankfurter Allgemeine Zeitung, með yfirskriftinni Sameinuð Evrópa heimskingja?  (Ein Vereinigtes Europa der Narren?) Helsti hagspekingur evrunnar, belginn Paul De Grauwe, kennir rekstri peningamála evrulands við heimsku.

Evran er gjaldmiðill án þjóðríkis, segir Paul De Grauwe, og mun ekki eiga sér viðreisnar von án Stór-Evrópu þar sem evrulöndin framselja réttinn til skattlagnirnar og gefa upp á bátinn þar með sjálfstæð ríkisfjármál.

Erich Weede vill ekki sjá skuldir Grikkja og telur að Evrópusambandið muni stuðla að verðbólgu til að borga niður skuldir óreiðuríkja. Weede vill Evrópusambandið í núverandi mynd feigt.

Hvort heldur að sjónarmið Weede verði ofaná, Evrópusambandið liðist í sundur, eða De Grauwe, að Stór-Evrópa verði búin til úr evrulandi, er kristaltært að hvorugt er Evrópusambandið sem Íslendingar sóttu um sumarið 2009.

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem vill aðild að Evrópusambandinu. Tími er kominn til að aflétta gíslatöku Samfylkingarinnar á utanríkismálum Íslands.

 


mbl.is Vilja dýpri umræðu um aðildarferlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartanlega sammála. Góð greining á málum – og því sem rætt er erlendis, en Össurargengið lætur sem það viti ekki af !

Jón Valur Jensson, 3.2.2012 kl. 16:54

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bravissimo. Frábær greining. Besti pistill á þessu bloggi hingað til.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.2.2012 kl. 19:25

3 identicon

Hvernig væri að fá viðtal við kallin í spegilinn eða silfrið?

Af hverju er ekki bara viðurkennt að engin fréttamaður er hlutlaus þó hann geti verið faglegur.  Líka á RÚV allra landsmanna.

Tvær ritstjórnir.  Það er það sem þarf.  Eina með kratastjórn og hina heiðbláa.

Og svo að skiptast á dögum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 19:39

4 identicon

Sæll.

Sf menn sífra enn um galla krónunnar og kosti evrunnar. Var ég ekki að sjá frétt nýlega um metfjölda ferðamanna hingað? Kannast ekki fleiri við að hafa séð þá frétt?

Sú hefði ekki verið raunin ef við værum með evruna og má það sjá í gríska ferðamannaiðnaðinum, þar er ládeyða. Ef Grikkirnir hefðu haft rænu á því að losa sig við evruna um áramótin og tekið upp drögmuna sína væri endurreisnin þar hafin og þeir mættu eiga von á sínu besta túristasumri frá upphafi. Þá fengju margir Grikkir vinnu sem nú ganga um atvinnulausir. Það má hins vegar ekki því það hentar Þjóðverjum illa.

Það sem ESB- og evrusinnar eiga sameiginlegt er alger vanþekking á efnahagsmálum. Evran mun valda algerri kyrrstöðu hér eins og í mörgum öðrum löndum ESB. Af hverju fara ekki Gylfi ASÍ, Jóhanna, Össur sem veit betur en Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði og Björgvin G til Grikklands, Portúgal og Spánar og útskýra fyrir þessum þjóðum hve frábær evran er?

Helgi (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband