ESB-umsóknin er uppgjöf vinstristjórnarinnar

Versta sem ríkisstjórn gerir er að viðurkenna vanmátt sinn. Kjarni stjórnmálanna er tiltrú og ríkisstjórn sem ekki er sjálfri sér trú er glötuð. Jóhanna Sig. forsætisráðherra getur ekki staðið fyrir einfaldri lagabreytingu á Íslandi, afnema verðtrygginguna, og vísar á Evrópusambandið. Síðast þegar að var gáð í stjórnarskrá lýðveldisins hafði ESB ekki löggjafavald á Íslandi.

Með því að biðja Evrópusambandið um hjálp við lagasetningu á Íslandi undirstrikar forsætisráðherra og formaður Samfylkingar að umsókn snýst ekki um framlag Íslands til Evrópusambandsins heldur að fá stuðning ESB við stjórnarstefnu vinstriflokkanna.

Þau Jóhanna og Steingrímur J. virðast átta sig á því að ESB-umsóknin er dautt mál. Í grein í Baugstíðindum segja þau

Samkvæmt ákvörðun meirihluta Alþingis er nú verið að kanna til fullnustu kosti og galla aðildar.

Einmitt, ríkisstjórnin er ekki að sækja um, heldur er alþingi í könnunarviðræðum. 

 


mbl.is Beinasta leiðin að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Ríkisstjórnin er svo þvæld og rugluð í eign blekkingum og ósannindum um ESB að þau vita ekkert lengur í eigin haus.

Allur málflutningur þeirra er þeim aðeins til hneisu og minnkunar. Sannleikurinn er að ná á þeim kverkataki.

Sólbjörg, 3.2.2012 kl. 13:28

2 identicon

málið er frekar einfalt. með inngöngu í esb losnar þjóðin við verðtrygginguna á einni nóttu. í stað þess að karpa um málið næstu áratugina. ég er ekki esb-sinni en ég vil sjá hvað er í pakkanum. ef pakkinn segir að við getum haldið sjálfstæði okkar í fiskveiðum eins og verið hefur er þetta engin spurning. fyrir almenning, það er alla sem eru með verðtryggð lán, gæti verið um hundraða milljarða króna ávinning að ræða á næstu árum og áratugum.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 14:11

3 Smámynd: Elle_

Hann er galtómur, Friðrik.  Hann er lög Brusselveldisins - 90 - 150 þúsund blaðsíður af þeim.  Og fullveldið er ekki til sölu þó Jóhanna og co. haldi það.

Elle_, 3.2.2012 kl. 15:55

4 Smámynd: Elle_

Og það liggur alveg fyrir að Brussel hefði yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni. 

Elle_, 3.2.2012 kl. 16:40

5 Smámynd: Sandy

Hefur ekki alltaf legið fyrir hver hefur völdin komi til ESB aðildar,annars hef ég ekki séð betur en það sé í raun bara Þýskaland og Frakkland sem ráða mestu innan ESB,og önnur aðildarríki komi svo í aumingjalegum rana á eftir og játi öllu sem þessar tvær þjóðir segja. Horfum til Grikklands og samskiptum ESB við þá, segir það ekki allt sem segja þarf.

Sandy, 17.2.2012 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband