Föstudagur, 3. febrúar 2012
Minnihlutastjórn Jóhönnu Sig. og Kópavogsmódelið
Þriðjungur þjóðarinnar styður ríkisstjórnina, hvort heldur þegar spurt er beint eða stuðningur við stjórnarflokkana er lagður saman. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er minnihlutastjórn gerði vel í því að starfa sem slík.
Minnihlutastjórn leitar að breiðri samstöðu en fitjar ekki upp á sundurlyndi. Væri forysta ríkisstjórnarinnar með ráði og rænu myndi hún afturkalla tvö subbumál sem hún ber ábyrgð á: ESB-umsóknina og málshöfðunina gegn Geir H. Haarde.
Engar líkur er á því að vinstristjórnin fái endurnýjað umboð kjósenda. Hvor um sig ríkisstjórnarflokkurinn þarf að huga að tilverunni eftir næstu kosningar.
Tvær leiðir standa til boða. Í fyrsta lagi að hvor um sig flokkurinn finni sér pólitíska stöðu til að vinna út frá og í öðru lagi að bíða sameiginlegt skipbrot - það er Kópavogsmódelið.
Þriðjungur styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.