Fjölmyntakerfi

Ísland gæti tekið upp fjölmyntakerfi þar sem viðurkenndur lögeyrir hér á landi væri fleiri en ein mynt, t.d. króna, dollar, evra og norsk króna. Þar með fengi íslenska krónan samkeppni á heimavelli og fæli í sér að ríkisstjórn og Seðlabanka yrðu að halda vöxtum og gengi krónunnar í jafnvægi.

Í fjölmyntakerfi mætti gera kjarasamninga í viðurkenndum lögeyri og verðmerkingar skyldu vera í minnst tveim myntum.

Fjölmyntakerfi byði heim erlendum bönkum að starfa hér á landi og þar með yrði einhver vísir að heilbrigðri samkeppni á fjármálamarkaði.


mbl.is Samanburður við Ísland nú af hinu góða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er góð hugmynd, við þurfum ekki einu sinni að kasta krónunni, né fá þessar myntir í veskin okkar, bara tengja gengi gömlu ISK við þessa myntkörfu.  Þá má líka gera verðtrygginguna ólöglega, því allt er sjálfkrafa verðtryggt, laun, verðlag og skuldir.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 22:48

2 identicon

Gott mál, Páll.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 23:14

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fjöl! hvað? Já mynt og kvæni,stjórnin er með fjölráðuneyti, ha er fjör, þú ert nú ekki við eina fjölina felldur Páll,ég er nú ekki neinn engill heldur. Slá öllu upp í kæruleysi og fjölefli. Sorry, miðnæturdjók.

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2012 kl. 02:34

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

LOL!!

Sleggjan og Hvellurinn, 2.2.2012 kl. 09:16

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það verður seint sagt að sjallafrjálshyggjuguttarnir reiði vitið í þverpokum eins og sést á þessum ríkisstyrkta pistli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.2.2012 kl. 11:50

6 identicon

Hvað með allan sparnaðinn af því að leggja niður ISK (Seðlabankinn, myntslátt o.s.frv.) Þetta er góð hugmynd en við þurfum ekki ISK. Hugsanlega mætti slá gull ISK (GIK) ódýrt (engan seðlabanka og yfirbyggingu).

Geirmundur Orri Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 11:58

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er afar merkileg umræða að eiga sér stað.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2012 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband