Róm, afsakið Aþena, brennur, Ísland þangað

Atvinnuleysi er að meðaltali þriðjungi meira á evru-svæðinu en á Íslandi. Skuldakreppan leikur jaðarríki Evrópusvæðisins grátt - í Grikklandi er matarmiðum úthlutað til grunnskólanemenda.

Á neyðarfundi leiðtoga Evrópusambandsins í gær var til umræðu tillaga Þjóðverja að setja ,,sparkommisar" yfir grísku ríkisstjórnina. Stórblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung birtir myndaröð af viðbrögðum við tillögu Þjóðverja. Fyrirsögnin er hvers konar brunavörn er það?

Evrópusambandið brennur og Samfylkingin liggur á þröskuldinum og vill inngöngu fyrir Ísland. Hvað höfum  við gert til að verðskulda ríkisstjórn Samfylkingar?


mbl.is Atvinnuleysið 10,4% á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist nú að meðaltalsatvinnuleysi sé talsvert meira en 33% hærra á EVRU svæðinu heldur en það er á Íslandi í dag.

Ég veit reyndar ekki nákvæmlega hvað atvinnuleysistölur á Íslandi eru háar í dag en held að þær séu í kringum 6,9% eða jafnvel lægri, því öfugt við EVRU svæðið þá hefur atvinnuleysi farið lækkandi hér, meðan það hefur jafnt og þétt aukist á EVRU svæðinu.

Sem þýðir samkvæmt þeim tölum og þeim prósentureikningi sem ég lærði að atvinnuleysi sé rúmlega 50% meira á EVRU svæðinu en það er á Íslandi í dag. Þú leiðréttir mig ef þetta er ekki rétt hjá mér.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 13:01

2 identicon

atvinnuleysi á íslandi var 7,3% í desember (síðustu tölur). atvinnuleysið á evrusvæðinu er því um 42% hærra en á íslandi.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 13:44

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað höf...? Hyllingar er fyrirbæri sem dró veglausa í ranga átt.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2012 kl. 13:47

4 identicon

Takk fyrir Friðrik Indriðason.

Þetta er alveg hárrétt hjá þér atvinnuleysi í EVRU löndunum er að meðaltali 42% meira en það er á Íslandi.

Ég skoðaði þetta líka á vef Vinnumálastofnunar að atvinnuleysið skv. nýjustu tölum þar frá í desember var þá skráð skráð 7,3%.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 13:53

5 Smámynd: Sólbjörg

"..hvað höfum við gert til að verðskulda ríkisstjórn Samfylkingar?" Skeytingarleysi, efasemdir, hugleysi og eiginhagsmunahyggja. Til að sjá betur í samhengi eru andstæðurnar, viska, ábyrgðarkennd, hugrekki og sönn umhyggja.

Sólbjörg, 31.1.2012 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband