Þriðjudagur, 31. janúar 2012
Portúgal næsta Grikkland - Bretland á útleið í ESB
Portúgal er á leið í gjaldþrot líkt og Grikkland, skrifar Die Welt. Enn einn neyðarfundur leiðtoga Evrópusambandsins skilar of litlu of seint. Bretland tekur ekki þátt í nýja efnahagssáttmálanum sem verður nokkurs konar viðhengi við stofnsáttmála Evrópusambandsins.
David Cameron forsætisráherra Breta er undir þrýstingi heimafyrir að endurheimta tapað fullveldi til Brusselvaldsins. Vörn Camerons er veik: hann segist ekki hafa tapað meira fullveldi Breta með því að standa utan nýja efnahagssáttmálans. Andstæðingar aðildar Breta að Evrópusambandinu segja málamiðlanir úr sögunni og krefjast þjóðaratkvæðis um úrsögn Breta.
Þjóðverjar fá sína skuldabremsu í nýja efnahagssáttmálanum en lofa engum nýjum peningum í björgunaraðgerðir fyrir illa staddar Suður-Evrópuþjóðir. Neyðarfundurinn í gær leysti ekkert, heldur skaut ákvörðunum á frest.
25 aðildarríki taka þátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.