Sunnudagur, 29. janúar 2012
51% vill draga ESB-umsóknina tilbaka
Meirihluti þjóðarinnar vill draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Það kom fram í könnun Capacent Gallup fyrir Heimssýn þegar spurt var ,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?
Könnun Capacent Gallup var gerð sl. sumar. Það má svo velta fyrir sér hvort breyttar aðstæður í Evrópusambandinu hafi aukið fylgi þjóðarinnar við að ,,klára umsóknarferlið" eða hvort samfylkingarhneigð Félagsvísindastofnunar ráði einhverju þar um.
Auðvitað má líka spyrja sig hvort tiltrú fólks á Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra hafi snaraukist frá því í sumar.
Helmingur vill viðræður áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi ESB hugmynd er stórlega vanhugsuð frá upphafi.
Hef aldrei vitað til þess, hvorki hjá mönnum eða dýrum, að þau leiti sér skjóls í brennandi húsi.
Jón Vald. (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 21:31
Góð samlíking hjá þér Jón Vald.
Benedikta E, 29.1.2012 kl. 21:46
Helmingur landsmanna vill að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram, en 38 prósent vilja að þeim verði hætt. Prófessor í félagsfræði gagnrýnir kannanir sem hingað til hafa verið gerðar um aðildarviðræðurnar.
Spurt var: Hver er afstaða þín til aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins? Vilt þú halda aðildarviðræðunum áfram eða hætta þeim? Af þeim sem svöruðu sögðust 50 prósent vilja halda viðræðunum áfram. 37,9 prósent vildu hætta viðræðum og 12,1 prósent tók ekki afstöðu.
Karlar og eldra fólk frekar fylgjandi en konur og ungt fólk
Þeir sem eldri eru vilja frekar halda viðræðum áfram en þeir sem yngri eru. Karlar eru frekar fylgjandi viðræðunum en konur, og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vilja frekar halda þeim áfram en þeir sem búa á landsbyggðinni. Og því meiri menntun og því hærri tekjur sem svarendur höfðu, því frekar vildu þeir halda viðræðum áfram.
Þegar stuðningur við stjórnmálaflokka er skoðaður kemur mikill munur milli hópa í ljós. Rúm 30% kjósenda Sjálfstæðisflokksins vill halda viðræðum áfram, rúm 90% kjósenda Samfylkingar, 25% Framsóknarmanna og rúmlega 55% kjósenda Vinstri grænna.
Gæta verður að fagmennsku
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, gerði könnunina. Hann segir að kannanir um þetta málefni hafi flestar verið misvísindi hingað til, og að þær hafi sýnt gjörólíkar niðurstöður. Þannig sýni kannanir, sem andstæðingar viðræðna láti gera, andstöðu við áframhaldandi viðræður, og öfugt. Rúnar segir að þetta megi sjá í könnunum hjá fyrirtækjum á borð við Capacent og MMR. „Þarna þarf að gæta að fagmennsku. Það er nú stundum þannig að viðskiptavinir koma með spurningar og jafnvel svarmöguleika og þeir vilja láta leggja þetta fyrir og bjóða til þess greiðslur. Þá verða fyrirtækin að gæta að faglegum sjónarmiðum og passa sig á því að það sé ekki verið að spyrja villandi eða leiðandi spurninga og gefa misvísandi niðurstöður því við viljum jú öll standa faglega að málum og tryggja að þessi upplýsingaöflun sé grundvöllur fyrir upplýstri þjóðfélagsumræðu.“
Aðspurður hvort hann telji að þessi fyrirtæki hafi ekki verið nógu fagleg svarar Rúnar: „Ég skal ekki segja en það má segja varðandi þessi mál sem við erum hér að fást við að það hafa verið ágallar á spurningum og framsetningu þeirra hjá þessum fyrirtækjum, því miður. Og það hjálpar ekki umræðunni, og markmiðið hlýtur að vera að umræðan sé málefnaleg og menn byggi á réttum upplýsingum.“
Niðurstöður hafa speglað afstöðu þeirra sem kaupa kannanir
„Þeir sem hafa látið gera kannanir og eru andstæðingar Evrópusambandsaðildar, þeir fá neikvæðari niðurstöður út en þeir sem láta gera þessar kannanir og eru jákvæðir gagnvart Evrópusambandsaðild,“ segir Rúnar. Sem dæmi nefnir hann forsíðufrétt Fréttablaðsins 12. september síðastliðinn þar sem kom fram að 2/3 hluti landsmanna væri fylgjandi áframhaldandi viðræðum. Hins vegar hafi ekki verið tekið tillit til þeirra sem tóku ekki afstöðu. „Síðan kemur líka í ljós að þarna var spurningin leiðandi, ef svo má segja, því þarna er verið að spyrja um áframhaldandi aðildarviðræður en einnig um þjóðaratkvæðagreiðslur. Með því að tengja þjóðaratkvæðagreiðslur við spurninguna er líklegt að þú fáir meira fylgi við aðildarviðræður heldur en ef þú sleppir því að nefna þjóðaratkvæðagreiðslur.“
Niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar HÍ
Til baka
gangleri (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 21:57
http://ruv.is/frett/helmingur-vill-halda-afram-vidraedum
gangleri (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 21:58
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, gerði könnunina. Hann segir að kannanir um þetta málefni hafi flestar verið misvísindi hingað til, og að þær hafi sýnt gjörólíkar niðurstöður. Þannig sýni kannanir, sem andstæðingar viðræðna láti gera, andstöðu við áframhaldandi viðræður, og öfugt. Rúnar segir að þetta megi sjá í könnunum hjá fyrirtækjum á borð við Capacent og MMR. „Þarna þarf að gæta að fagmennsku. Það er nú stundum þannig að viðskiptavinir koma með spurningar og jafnvel svarmöguleika og þeir vilja láta leggja þetta fyrir og bjóða til þess greiðslur. Þá verða fyrirtækin að gæta að faglegum sjónarmiðum og passa sig á því að það sé ekki verið að spyrja villandi eða leiðandi spurninga og gefa misvísandi niðurstöður því við viljum jú öll standa faglega að málum og tryggja að þessi upplýsingaöflun sé grundvöllur fyrir upplýstri þjóðfélagsumræðu.“
gangleri (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 22:00
Hefur þessi prófessor gætt fagmennsku? Spurningin sem hann lagði til grundvallar var röng. Í stað þess að spyrja : Hver er afstaða þín til aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins? Vilt þú halda aðildarviðræðunum áfram eða hætta þeim?
Hefði prófessorinn átt að spyrja; Hver er afstaða þín til aðlögunarviðræðna Íslands við Evrópusambandsinsn? Viltu þú halda aðlögunarviðræðum áfram eða hætta þeim. Þegar rangt er spurt koma rangar niðurstöður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 22:20
Ásthildur. Við erum í aðildarviðræðum við ESB en ekki aðlögunarviðræðum. Hún er orðin ansi þreytt þessi haugalygi ykkar ESB andstæðinga að við séum í einverju aðlögunarferli að ESB.
Sigurður M Grétarsson, 29.1.2012 kl. 22:37
Nei við erum í Aðlögunarviðræðum og flest þar inni er ekki umsemjanlegt, heldur fyrrifram ákveðið. Hættu þessari vitleysu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 22:40
Í raun er þetta stórkostlega góð niðurstaða fyrir þá sem eru á móti inngöngu í ESB. Eins og sýnt var í fréttum RUV í kvöld voru um 65% landsmanna fylgjandi aðildarumsókn í fyrra (með svo kosningu þar á eftir og ekki voru ummæli prófessorsins í HÍ sérstaklega trúverðug þegar að hann sagði að ef viðbótar umsagnir fylgdu aðalspurningunni þá væri niðurstaðan líklega ekki marktæk. Örugglega á það oft við en í þessu tilfelli má gera ráð fyrir að óvitlaus þjóð hafi vitað hvað fylgdi með, eða eru Íslendingar svo vitlausir að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir framhaldinu? ) en nú eru aðeins 50% fylgjandi aðildarumsókn (án nokkurra skilyrða). Ergó: Aðildarsinnum hefur fækkað úr 65% í 50% sem er 20% fækkun á aðeins nokkrum mánuðum: Við sem eru á móti Evópusamruna okkar einstöku þjóðar við skuldsett og fátæk ríki Evrópu (sem við þá þurfum að borga með) höfum því eignast enn fleiri stuðningsmenn við skoðanir okkar. Tiltrú á Össuri hefur því ekkert aukist, frekar minnkað um þessi prósent. Við anti-ESB erum því í góðum málum. Til hamingju fólk sem vill sjálfstætt Ísland!
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 22:46
Hvers vegna velja sumir að nota lygina sér til framdráttar ?
Sá sem er eigandi að þessari vefsíðu er á launum við að bera út lygi og ómerkilegheit um venjulegt fólk !!!
Ef einhver telur það vera sér til framdráttar að vera í slagtogi við þannig persónu, þá á hinn sami bágt !!!
Þetta er sett hér að gefnu tilefni !
JR (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 22:48
Af hverju seturðu þetta hér JR. Viltu ekki taka þetta upp við rithöfundasambandið?
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/nidjar-sveins-forseta-aefir-vegna-konunnar-vid-1000---er-thetta-leyfilegt-spyr-barnabarn-forsetans
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 23:23
MENNTAMAÐURINN Sigurður M. Grétarsson er gleiður eins og fyrri daginn þó svo innistæðan er örugglega ekki fyrir hendi. Hann er ekki fyrr búin að drulla yfir langmestan hluta þjóðarinnar í einmuna heimskulegri bloggfærslu, sem segir að það eru fyrst og fremst þeir sem ekki hafa háskólagáðu sem hafna ESB einangrunarvist. Það eru jú MENNTAMENN sem vilja selja landið Brusselmafíunni ógeðfeldu. Hann var jú minntur á að það voru ekki ÓMENNTAÐI hluti landsmanna sem settu þjóðfélagið á hliðina, heldur MENNTAÐIR háskólamenn of margir starfandi í háskólum sem bera alla ábyrgða á því tjóni sem innlendir MENNTAÐIR apakettir ullu. Það eru fyrst og fremst MENNTAMENN sem drulluðu feitt og langt upp á bak en ekki verkamenn eða þeir sem ekki hafa stundað "HRUNFRÆÐINA" í háskóla eins og MENNTAMAÐURINN Sigurður M. Grétarsson.
Nú ætlar MENNTAMAÐURINN Sigurður M. Grétarsson láta menntaljósið sitt blakta, og þýða orðrétt úr erlendu tungumáli lítin hluta af reglugerðasteypu Evrópusambandsins sem fjallar einmitt um AÐLÖGUNARFERLI umsóknaríkja.:
First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.
...
MENNTAMAÐURINN Sigurður M. GÁFAÐI ætlar að þýða þetta yfir á Íslensku svo að minna menntaður skófluskríllinn sem ekki trúir á Brussel skrímslið geti fengið úr því skorðið eitt skipti fyrir öll hvort að um AÐILDARVIÐRÆÐUR eða ósamþykkt AÐLÖGUN fer fram sem stórkostleg svik við þjóðina.
Undirritaður er í spreng af spenningi yfir að MENNTAMAÐURINN Sigurður M. þýði þetta lítilræði og mun á meðan lesa STÓRKOSLEGA bloggfærslu hans um ESB og MENNTAMENNINA og ÓMENNTAÐAN SKÓFLUSKRÍLINN...
http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/1220153/
.........
PS.: Evrópusambandið býður ekki upp á óskuldbindandi viðræður, aðeins AÐLÖGUN sem felur í sér að umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og regluverk sambandsins, samtals 90 þúsund blaðsíður.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 23:34
Eina marktæka er, ef menn úr báðum hópum hringja í beinni frá ehv. útvarpsstöð og spyrja á alþýðumáli einfalt:,,Vilt þú að við göngum í Evrópusambandið,, Símanúmerin dregin út og báðir aðilar hafa eftirlitsmenn.Tölva Ruv. ekki notuð.lánstölva frá umboði. Þá fæst þetta svart á hvítu,ég veit að flestir segja NEI.
Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2012 kl. 23:36
Takk fyrir þetta Guðmundur ég var einmitt að leita að þessu kvóti frá ESB tilskipunum. Þarna er þetta svart á hvítu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 23:52
Auðvitað á að kalla hlutina réttum nöfnum. Hér á sér nú stað ísköld AÐLÖGUN, en ekki aðildarviðræður.
Ég vitna nú beint, hvorki meira né minna, í orð fjölmiðils allra fjölmiðla, sjálfan ríkis-valds-fjölmiðilinn, RÚV ohf, sem boðar oss vesælum á Þvísalandi fagnaðarerindið um að vér áður EES-prímsignaðir af Davíð kóngi og Jóni Hannibal fursta af Eystrasalti, skulum nú aðlagast að fullu sjálfri dýrð regluverks allra regluverka og vitna ég nú beint í sjálfan ríkis-valds-fjölmiðilinn, sem ég aumur get ekkert annað en meðtekið, enda er ég skattlagður til að móttaka dýrðina, hvort sem ég vil eða ekki, svonefnd ríkis-valds-nauðgun, en fréttastofa RÚV ohf. greindi svo frá milli nýliðinna jóla og nýárs:
"Skrifstofa landstengiliðs fær tæpar 270 til að annast samræmingu, stjórn og eftirlit með framkvæmd IPA-aðstoðarinnar. Þýðingarmiðstöð fær rúmar 240 milljónir til að þýða regluverk Evrópusambandsins á íslensku. Hluti styrksins er ætlaður í tækjakaup við nýja námsbraut fyrir ráðstefnutúlka við Háskóla Íslands. Hagstofan fær um 132 milljónir króna til að bæta gerð þjóðhagsreikninga."
Auðvitað er þetta aðlögun, sem fleiri og fleiri hugmyndafræðilegar stofnanir ríkis-valdsins þiggja laun sín fyrir og eru hægt og bítandi að njörva líf okkar aumra niður, án þess að þjóðin hafi nokkru sinni beðið um það?
Þjóðin hefur aldrei beðið um eða kosið um inngöngu og aðlögun að ESB! Er það dæmi um það gegnsæi og lýðræðislegu vinnubrögð, sem Jóhanna og Steingrímur boðuðu, að valdnauðga almenningi?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 01:12
Margt á sér nú stað háskólavændið og nú blottar sig Félagsvísindastofnun.
Ég hélt að háskólar og stofnir þeirra ættu að stunda og efla ganrýna hugsun, en ekki að liggja flatar fyrir þeim sponsor sem best borgar fyrir klámið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 01:17
Guðmundur
Það er gaman að þú stillir þessu upp þannig að menntamenn settu Ísland á hausiinn.
Eini útrásarvíkingurinn sem var ekki menntaður heitir Jón Ásgeir.
Þú ert með þessu að segja að Jón Ásgeir er eini útrásarvíkingurinn sem er alsaklaus í þessu hruni.
Fínt að koma því á hreint.
Ég hélt að orðið "baugssleggja" væri neikvætt í þínu augum.... en þú hefur þá verið að hrósa mér í öll þessi skipti.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2012 kl. 01:24
TILKYNNING
Hér með tilkynni ég talibana deild samtryggðra systra í VG, að um vændiskaup ESB er um að ræða.
Halló, Hvar eru "stóru systurnar" í búrkunum núna? Ha? ... eru þær allar komnar í heilaga aðlögun núna í skálm Steingríms, eða undir pilsfaldi frau Johanna?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 01:26
Örn Johnson bendir réttilega á að á aðeins einum mánuði hefur fylgið með AÐLÖGUNARFERLINU minkað úr 65.3% niður í 50%.
FYLGIÐ VIÐ AÐLÖGUNARFERLIÐ HEFUR MINKAÐ UM HEIL 15.3% Á EINUM MÁNUÐI...!!!!
Sú staðreynd hlýtur að vera ESB - einangrunarsinnum stórkostlegt áhyggjuefni og ekki einungis hægt að kenna þeim hundruðum milljónunum sem er verið að eyða í að kaupa málefninu fylgi eða þeim stórkostlegu upphæðum sem er verið að kasta í bjölluatið, frekar en nýopnaða áróðursskrifstofu ESB. Óheilindi ESB - einangrunarsinna með sínum sóðalegu vinnubrögðum og lygaveita Baugs hefur örugglegað spilað stóra rullu í þessari stórkstlegu rassskellingu.
Eins og ESB - einangrunarsinnar fögnuðu ógurlega desember skoðanakönnun Fréttablaðsins sem sagði 65.3% fylgið við AÐLÖGUNARFERLIÐ og sóru að sú könnun væri eins ábyggileg og heiðarlega unnin og framast er hægt, þá hljóta menn að vera í stórkostlegu áfalli yfir kátbroslegi útreiðinni sem þjóðin veitir ESB - einangrunarsinnum og upplognum viðræðum sem eru í raun AÐLÖGUNARFERLI.
15.3% tap á einum mánuði er ekkert smáræði og mikið gleðiefni ESB - efasemdarfólki.
Er eitthvað að frétta af þýðingunni frá "MENNTAMANNINUM" óurlega ...... ?????
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 01:26
Ég sé að afneitunin er á háu stigi hjá ykkur nei sinnum.
Ég væri líka nokkuð pirraður ef ég væri einn af rúmlega 30%.
En skemmtið ykkur í afneituninni.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2012 kl. 01:27
Baugsslegjuhvellur. Reyndu nú aðeins að koma hausnum úr borunni á Jóni glæpó, og þá sæiru að hann er umkringdur her MENNTAMANNA sem hann notaði og notar í skítverkin og sáu um alla þá miklu MENNTUN sem foringinn ykkar þurfti og þarf, fyrir ofurlaun.
Þar fékk ekki skófluskríllinn að koma nærri, enda kassakrakkar í Bónus ekki á lista þeirra með réttarstöðu grunaðra hjá Sérstökum saksóknara. Einungis MENNTAMENN fyrir utan Jón Ásgeir þinn.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 01:38
@Elín Sigurðardóttir. Ekki vera of hvöss við Rithöfundasambandið. Félagsmenn þar eru varla búnir að jafna sig eftir gleðigönguna um Taunusstrasse í Frankfurt í haust. Alveg helaumir í öllum borum.
Leigupennar Landsbankans eru alltaf að, hvort sem hann er fallítt eður ei,því Joseph Ackerman í Deutsche Bank í Frankfurt sér til þess að leppurinn Björgólfur Thor geti boðið þeim spenvolgan Bravó bjór og þá jarma greyin.
Var ekki Gillz alveg örugglega með félögum sínum í Rithöfundasambandinu á Taunusstasse í Frankfurt? Hann þykir vera svo fótógen fyrir já söfnuðinn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 02:01
Er ekki frekar klént að slá upp svona titli á pistlinum, byggður á úreldri könnun frá miðju síðasta ári?
Mér finnst það, enda fjölmargar nýrri kannanir til sem allar segja íslendinga vilja klára aðildarviðræðurnar.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 03:11
Hámenntaði Sleggjuhvellur: Hvar lærðir þú að námunda 37,9 að 30?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 03:12
Þú segir nokkuð Pétur Örn. Staða félagsmanna var óhugguleg 1992. Hún hefur varla batnað síðan.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=259464&pageId=3637143〈=is&q=Rith%F6fundar%20til%20s%F6lu
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 09:10
Ég var ekki að námunda Hans.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2012 kl. 09:17
Aðlögun að innlimun í ESB kostar sitt. Fyrir nokkra miljarða frá Brussel má fá rétta niðurstöðu.
Það virðist algert aukaatriði að rétta niðurstaðan sé í hróplegu ósamræmi við vilja þjóðarinnar.
En það er að sjálfsögðu ekki nóg að fá rétta niðurstöðu. Aðlögunin og innlimunin er náttúrulega það mikið hagsmunamál fyrir alla aðra en íslenska alþýðu, að tjalda þarf öllu til sem dugar. Ágætlega menntaðir menn í áróðursfræðum hafa sennilega reiknað það út, að gjöfult sé að kalla andstæðinga aðlögunar ómenntaða vitleysinga. Það vill enginn vera stimplaður ómenntaður vitleysingur opinberlega, er það nokkuð?
Blindum aðdáendum Brussel er því rétt þetta "vopn" til að nota í baráttunnii, eins og best sést á Gúmmíhamrinum og prumphænsninu. Þetta er náttúrulega móðir allra raka, bara ómenntaðir vitleysingar eru á móti Brussel. Þarf ekkert að ræða málið frekar.
Nei, við þurfum ekkert að ræða það, að allar kannanir, nema kannanir Brusselbótaþegana, sýna andstöðu 2/3 Íslendinga við ESB, og meirihluta við því að slíta aðlögunarviðræðunum.
Það eru einungis ómenntaðir vitleysingar sem ná fram rangri niðurstöðu og einungis vel menntaðir bótaþegar Brussel geta náð fram þeirri réttu.
Hilmar (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 14:50
Hverju skyldi valda að "MENNTAMAÐURINN" Sigurður M. Grétarsson (skráir sig sem viðskiptafræðing) þorir ekki að þýða úr ESB - Biblíunni hvað fellst í því að sækja um aðild að paradísinni með að hefja það sem heitir AÐLÖGUNARFERLI.....????
Þjóðríki sem sækir um aðild að Evrópusambandinu fer inn í AÐLÖGUNARFERLI þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp öll lög og reglugerðir Evrópusambandsins, 90 þúsund talsins. Komisserarnir í Brussel reikna eðlilega með að umsóknarríki hafi gert upp hug sinn og vilji inn í mafíuveldið. Evrópusambandið býður ekki upp á neinar óskuldbindandi viðræður eftir áfallið sem það varð fyrir þegar Norðmenn buðu þeim að hoppa upp í rassg.... á frændanum og það í tvígang eins og Baugsfylkingarþingmaðurinn sagði.
Orðrétt segir Evrópusambandið í ESB - Biblíunni.:
"First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable."
"MENNTAMAÐURINN" Sigurður M. Grétarsson treystir sér ekki fyrir sitt litla líf að að þýða þenna einfalda og auðskýranlega texta úr ensku (sennilega hefur hann ekki minnstu hugmynd um á hvaða tungumáli hann er) sem ætti ekki að þvælast fyrir neinum þokkalega skörpum skólakrakka eða verkamanni að gera. En "TUNGUMÁLAMAÐURINN" Sigurður M. Grétarson sér ástæðu til að drulla yfir þá sem eru ekki "MENNTAMENN" eins og hann í greindarlegustu bloggfærslu sem sést hefur í æði langan tíma fullyrðir.:
http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/1220153/
Það sem er svo kostulegt með TUNGUMÁLASNILLI Baugsfylkingar og ESB - einangrunarsinna að EKKI EINN EINASTI þeirra hefur treyst sér í að reyna að þýða ESB textann þó svo að undirritaður sem og fleiri hafa skorað tugum skipta á "MENNTAMENNINA" að gera slíkt. Þar eru ekki ómerkari "MENNTAMENN" en Baugssleggjuhvellurinn meðtalinn, og aðrir ESB snillingar. Það leiðir hugann að því hverslags ógöngum æðri íslenskar menntastofnanir eru þegar aðilar eins þessir ESB einangrunarsinnar með prófgráðu úr slíkum eru ekki mellufærir i erlendum hafnarknæpum. Það eru augljóslega þykistunni MENNTAMENN sem Sigurður M. Grétarsson "viðskiptafræðingur" á við að aðhillast ESB - einangrunarvist.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 15:04
Guðmundur
Ertu að taka nýjan pól í hæðina?
Nú er menntun orðin slæm?
Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2012 kl. 16:56
Baugssleggjuhvellur. Hvernig tókst þér eiginlega að stauta þig í gegnum textann og komast að þessari snilldar niðurstöðu...???
Menntun er af hinu góða á meðan hún skilar ekki rumpulýð eins og öllum "MENNTAMÖNNUNUM" sem gerðu upp á bak í hruninu og sviku land og þjóð. Þar komu ekki minna "MENNTAÐIR" að málum fyrir utan Baugsfylkingareigandann Jón Ásgeir Jóhannesson sem að vísu hafði her "MENNTAMANNA" í þjónustu sinni og hefur enn. Menntun er vissulega af hinu góða ef menntastofnanir eru starfi sínu vaxnar og útskrifa ekki nemendur sem eru á mörkum þess að teljast þroskaheftir. Þekkt er að erlendis að háskólar útskrifuðu td. íþróttahetjur sem síðan reyndust vera ólæsar og óskrifandi. Vandamál sem virðist upp á teningnum með einhverjar "ÆÐRI" MENNTASTOFNANIR hérlendis, eins og má sjá í tilfelli ónefnds. Pólitík er því miður alls ráðandi innan háskóla sem gæt skýrt ýmislegt. "MENNTAMAÐURINN" Stefán M. Grétarsson og margir "MENNTAMANNA" sem halda að hamingjuna er hægt að höndla í Brussel hjá ESB - mafíunni, sem eru ekki læsir á enska tungu eins og hefur ítrekað verið sýnt fram á af okkur ESB - efasemdarmönnum. Þeir hafa fyrir bragðið ekki getað kynnt sér neitt hvað varðar sambandið nema það sem inngönguóðir hafa þýtt. Upplýsingara um ESB í þeirra eigin biblíu á ensku sem hvert grunnskólabarn á að skilja er ykkur fullkomlega ófært að skilja og þýða, enda ekki ein einasta ESB - mannvitsbrekkan gert til þess tilraun þó svo um það hefur verið beðið ítrekað. Í þínu tilfelli er málið ögn skiljanlegra vegna ungs aldurs, en í tilfelli "MENNTAMANNSINS" Stefáns M. Grétarssonar þá má setja stórt spurningamerki við menntastofnunina sem hann segist hafa stundað háskólanám í, bæði vegna ENSKUKUNNÁTTUNNAR og ekki síður stórkostlega greindarleg skrif þar sem hann drullar yfir "MINNA MENNTAÐA" og þú tekur fagnandi undir. Mín skoðun er sú að "MINNA MENNTAÐIR" eru augljóslega MUN GREINDARI í mörgum tilfellum og skilja ma. ensku.
Ekki hef ég hugmynd um hvort "MENNTAMAÐURINN" Stefán M. Grétarsson hefur stundað nám erlendis og er mikill íþróttakappi...????
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 17:50
Magnús Ármann er líka ómenntaður. Hann kemur frá Baugsgenginu. Var stjórnarmaður í FL Group t.d
Það má segja að Baugsklíkan var ómenntaðasta klíkan í útrásinni. Og eru þeir því flestir gæðaskinn skv þinni kenningu.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2012 kl. 18:01
Baugssleggjuhvellur. Ertu/eruð þið í lagi...???? Er eitthvað sem þú/þið hefur/hafið fram að færa annað en barnaskólahálfvitaskap og útúrsnúning.. og reynir/ið ekki við óþægilegu málin og spurningarnar um ESB heimskuna... ???
Þú/þið telur/teljið þig/ykkur getað fundið 2 lítt menntaða hrunverja (eru þeir aðeins með grunnskólamenntun eins og 2 þingmenn skarta..??? ) af yfir 200 sem er getið í sýrslu Rannsóknarnefndar þingsins sem meintir ábyrgðaraðilar varðandi hrunið og sennilega enn fleiri sem hafa réttarstöðu grunaðra í rannsókn Sérstaks saksóknara, og með því sannað að hrunið er ekki á ábyrgð "MENNTAMANNA" . Þessir 2 "ÓMENNTUÐU" höfðu her "MENNTAMANNA" til að aðstoða sig við myrkraverkin svo að ekki verður "MENNTUNARLEYSI" þeirra tveggja hruninu að kenna að öllu leiti og sýknar "MENNTAMENNINA", - eða hvað...???
Þar sem þú/þið? ert/eruð einstaklega barnalegur/ir? og jafnvel hægt að rökstyðja einfaldur/ir með að benda á bloggið þitt/ykkar, þá eruð þið ekki sönnun þess að þjóðin er að sama skapi barnaleg og eða einföld. Ekki einu sinni bloggarar á Blog.is.
Skemmtið ykkur sem best í ESB - sandkassanum...
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 18:46
Gunnar 2 Gunnarsson. Ástæða þess að ég er ekki búinn að svara fyrr er einfaldlega sú að ég er í vinnu á daginn og get því ekki staðið í þessu fyrr en vinnu er lokið. Síðan tók við góður fundur í Samfylkingunni í Kópavogi. Við stöndum jú í stórræðum þessa stundina.
Þar sem enskukunnáttu þinni virðist áfátt þá er mér ljúft að verða við beiðni þinni um að þýða þennan texta sem þú vitnar í. Ég sleppi því sem er í sviganum enda skiptir það ekki máli.
„Í fyrsta lagi er mikilvægt að undirstrika að hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Aðildarviðærður snúast fyrst og fremst um skilyrði og tímasetningu á innleiðingu ESB reglna upp á 90.000 síður. Þessar reglur eru ekki umsemjanlegt“.
Taktu eftir að þarna er talað um að samningaviðræðurnar snúist um að semja um tímasetningu á innleiðingum ESB reglna en hvergi minnst á að nein þeirra tímasetninga skuli vera fyrir ákvörðun um inngöngu. Það er því ekkert í þessum texta sem segir að einhver aðlögun þurfi að eiga sér stað meðan samningaferlið er í gangi heldur aðeins að búin sé til tímasett áætlun um aðlögun sem síðan sé fylgt eftir verði aðild samþykkt.
Þar sem tíminn sem gert er ráð fyrir að líði milli þess að aðild er samþykkt þangað til að inngöngu verður er aðeins eitt og hálft til tvö ár þá þarf að undirbúa þá aðlögun sem fer fram á þeim tíma svo hægt sé að klára hana tímanlega. Þess vegna er verið að senda menn á námskeið, hanna tölvukerfi sem ekki er talið raunhæft að klára á þessum stutta tíma og annað í þeim dúr. Ekkert af þessu fer hins vegar í notkun fyrr en búið er að samþykkja aðild svo fremi að íslenska þjóðin beri gæfu til þess að gera það. Verði aðild ekki samþykkt far ekkert að þessu í gang.
Þó vissulega standi í þessum texta að reglurnar séu ekki umsemjanlegar þá er það nú svo að öll ríki sem gengið hafa í ESB hafa náð fram einhverjum breytingum á ESB reglum í aðildarviðræðum. Gott dæmi um það er reglan um heimskautalandbúnað sem Svíar og Finnar náðu í gegn. Þetta er ekki óumsemnanlegra en svo.
Það er því alveg á tæru að við stöndum núna í umsóknarferli en ekki aðlögunarferli. Ég endurtek. Það er orðin ansi þreytt þessi haugalygi ESB andstæðinga um að við stöndum núna í einhverju aðlögunarferli en ekki umsóknarferli.
Ég er ekki að drulla yfir einn eða neinn þegar ég segi að þeim mun betri sem menn eru í gagnrýnni hugsun þeim mun ólíklegri eru þeir til að kaupa bullið í ESB andstæðingum. Það er ástæða þess að fylgi við ESB er þeim mun meira þeim mun meiri menntun sem menn hafa því menntun gengur að stórum hluta út á að þjálfa gagnrýna hugsun. Í því fellst engin hroki gagnvart fólki með minni menntun heldur er þetta fyrst og fremst verðskuldað skot á þá ESB andstæðinga sem eru að bera út mýtur og innistæðulausan hræðsluráróður til að reyna að blekkja menn til andstöðu við ESB sem væru ekki andsnúnir inngöngu ef þeir hefðu réttar upplýsingar. Og orð eins og „skófluskríll“ eru þín orð en ekki mín.
Það er alveg rétt hjá þér að það voru fyrst og fremst menntamenn sem ollu hruninu en það hefur mest með það að gera að það voru fyrst og fremst þeir sem fengu þær stöður sem gaf þeim færi á því. Sá sem ber mesta sökina hér á landi er hinn lögfræðimenntaði Davíð Oddson. Það var stjórnarstefna hans í forsætisráðherratíð sinni og síðan algert getuleysi hans í stól seðlabankastjóra sem skapaði þann grundvöll sem glæpamenn gátu notað til að skara eld að eigin köku með hræðilegum afleiðingum.
Eins og prófessorinn sem gerði könnun félagsvísindastofnunar hefur bent á þá eru mismunandi niðurstöður í könnunum um stuðning við áframhaldandi aðildarviðræður til komnar vegna þess að það er verið að spyrja mismunandi spurninga og þar með verið að kanna mismunandi hluti. Spurning Fréttablaðsins sem þú ert að segja að hafi sýnt meiri stuðning við aðildarviðræður snerist um það hvort menn vildu halda áfram aðildarviðræðum að því gefnu að niðurstaða þeirra færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands snýst hins vegar um stuðning við áframhaldandi aðildarviðræður óháð því hvort niðurstaðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki. Það er annar handleggur og má vænta minni stuðnings þegar það er sett þannig upp enda stuðningur sumra háður því að niðurstaðan fari þjóðaratkvæðagreiðslu. Því er könnun Félagsvísindastofnunar í ætt við þær kannanir sem Heimsýn hefur látið gera og þar hefur hingað til komið út mun minni stuðningur en í könnun Félagsvísindsstofnunar.
Pétur Örn Björnsson Háskólar og aðrar menntastofnanir hér á landi stunda gagnrýna hugsun og því gera þær sjálfstæða athugun á kostum og göllum ESB aðildar en gleypa ekki ómelt við þeim mýtum og innistæðulausa hræðsluáróðri
ásamt miklum rangfærslum sem tröllríða málflutningi margra ESB andstæðinga. Dæmi um slíkt eru fullyrðingar um að við séum núna í aðlögunarferli en ekki umsóknarferli ásamt því að halda því fram að við missum auðlindir við það að ganga í ESB eða að við missum sjálfstæði okkar við að ganga í ESB. Allt er þetta svo mikill rakalaus þvættingur að það hálfa væri nóg.
Sigurður M Grétarsson, 30.1.2012 kl. 23:32
ég er bara benda á hvað það er langsótt að kenna menntun um hrunið.
menntun er enginn sökudólgur.
einstaklingarnir sjálfir taka sínar ákvarðanir.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2012 kl. 23:54
Það kom skýrt fram hjá talsmönnum ríkisstjórnarinnar þegar þeir voru vændir um að vera að keyra þjóðina á fullri ferð inn í ESB með því aðlögunar ferli sem er í gangi og Jón Bjarnason barðist hetjulega gegn og var sviptur í staðinn kjóli og kalli, að ESB biði ekki upp á neitt tilgangslausst þvaður, það skyldi stefnt beint inn í bandalagið, því enginn óvitlaus eyddi tíma í umræður sem ekkert leiddu.
Nú er nýjasta áróðursbragðið að stjórnarskráin leyfi okkur ekki að vera undir aðrar þjóðir seld hvað varðar lagasmíð, Össur telur að þar séum við á þunnum ís. Manni dettur í hug hvort það sé ekki ábyrgðarhluti fyrir svo glöggan mann að vinda ekki bráðan bug að því að leiðrétta skömmina og breyta stjórnarskránni, með tilheyrandi kosningum, það væri gaman að komast að því hvort þær breytingar væru nógu áríðandi til að ráðherraembættinu sé fórnandi fyrir svona smáatriði eins og brotna Stjótnarskrá. Það er næsta víst að ef til alþingiskosninga kemur, verður Össur ekki valinn sem ráðherra að þeim loknum. En sennilega verður stjórnarskráin bara fótum troðin áfram til að jobbið verði ekki sett í uppnám.
Kjartan Sigurgeirsson, 31.1.2012 kl. 10:07
Gott innlegg Kjartan. En sennilega ert þú í rosalegri afneitun eins og við hin sem reynum að leggja okkar af mörkum til að opna augu fólks fyrir því sem er að gerast. Þó það sé skjalfest og stutt ótal umsögnum fyrirmenna í Brussel skal samt skautað þar framhjá, því það hentar ekki málstaðnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2012 kl. 11:39
Kjartan. Sú breyting á stjórnarskránni sem þú vitnar til er ekki nauðsynleg nema þjóðin samþykki aðildarsamning við ESB. Það er því engin ástæða til að gera þá breytingu á stjórnarskránni fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og þá því aðeins ef þjóðin ber gæfu til þess að samþykkja aðild að ESB.
Áshildur. Þið ESB andstæðingar hafið ekki veirð að opna augu fólks fyrir neinum staðreyndum heldur hafið þið fyrst og fremst verið að bera út mýtur og hræðsluáróður sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Gott dæmi um þetta er fullyrðingin um að við séum í aðlögunarferli en ekki umsóknarferli. Það er hvergi staðferst í neinum skjölum frá ESB að við séum í aðlögunarferli og fullyrðing um að sá texti sem Gunnar 2 Gunnarsson vitnar í sanni það er útúrsnúningur úr þeim texta eins og ég hef bent á hér að ofan.
Sigurður M Grétarsson, 31.1.2012 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.