ESB-peningar til að klára mál Samfylkingar

Samfylkingin vill ,,klára" ESB-málið, að sögn Jóhönnu Sig. formanns og forsætisráðherra. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill klára þetta mál. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð eru á móti aðild að Evrópusambandinu.

Samfylkingin leitar til Evrópusambandsins um fjármuni til að reka áróður fyrir aðild Íslands að sambandinu. Á mánudag verður utanríkisráðherra spurður á alþingi hvernig því víkur við að sérstök skrifstofa með rúmar 200 milljónir kr. fjárheimildir sé sett á laggirnar fyrir einkamál Samfylkingarinnar.

Pólitískir sértrúarsöfnuðir af ýmsu tagi hljóta að gera sambærilega kröfu um erlenda fjárhagsaðstoð til að koma áhugamálum sínum áfram í íslensku samfélagi.


mbl.is Vill klára málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá Páli. Hvað skyldi þessi 40 aura fjárfesting pr íbúa í ESB borgast til baka á mörgum misserum, eftir að sambandið hefur sölsað undir sig fiskimið og aðrar auðlindir Íslendinga?

Sigurður (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 14:11

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er ótrúlegt, ég vona að hún verði látin svara slíkri spurningu á mánudaginn.  Klára hvað?? Þetta er brandari. Þau ætla að drífa sig að klára þessi mál á rúmu ári sem þau hafa ekki unnið nema með klúðri núna í tvö og hálft ár. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 14:31

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Miðað við aðstæður fólksins í landinu í dag og EINOKUN í atvinnu málum eigum við ekkert erindi utan ESB. Ég hef dvalið í einu verst setta ESB ríkinu Spáni. Hér á fólk enn húsin sín borga 3,5 % vexti af lánum sínum. Ísl lambalæri af nýslátruðu á € 4,50 og lyf á 1/3 verði og benzín á 1/2 verði. Hvers vegna ætti almenningur ekki að vilja ESB og evruna ég bara spyr?

Ólafur Örn Jónsson, 28.1.2012 kl. 14:50

4 Smámynd: Elle_

Ótrúlegt að hin svokallaða ´Evrópustofa´ með rangnefnið og öfugnefnið skuli hafi verið leyft að opna.  Hvar var stjórnarandstaðan?  Við getum kallað það mútufé eins og það er og ætti að vera bannað að opna slíkt íhlutunarsetur erlends valds í landinu fyrir einkahag nokkurra og og gegn almannahag landsins.

Elle_, 28.1.2012 kl. 15:27

5 Smámynd: Elle_

Fyrsta setningin mín að ofan kom öll öfug út.  Ótrúlegt að hinni svokölluðu ´Evrópustofu´ með rangnefnið og öfugnefnið skuli hafa verið leyft að opna.

Elle_, 28.1.2012 kl. 15:36

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já tek undir með þér Elle, hvar er stjórnarandstaðan?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 15:45

7 Smámynd: Elle_

Og Ólafur, við seljum ekki fullveldið.  Og eigum ekkert erindi inn í fullveldisafsal undir verðandi Stór-Þýskaland þó maður geti kannski fundið dæmi um að vissir hlutir séu ódýrari þar.  Svo miðast það líka fullkomlega við gengið.  Við hvaða gengi miðar þú og svona fyrir utan það að landið er ekki til sölu?

Elle_, 28.1.2012 kl. 15:52

8 identicon

Ekki nenni ég að fletta upp verði á íslensku lambakjöti á Spáni, sem mér er reyndar til efs að standi neytendum þar til boða. Nenni heldur ekki að fletta í gegnum vaxtatöflur eða leita að lyfjaverði. Hinsvegar er ákaflega fljótlegt og auðvelt að fletta upp bensínverði á Spáni. Reyndar allri Evrópu ef því er að skipta.

Ólafur Örn Ólafsson, bensínið kostar um 225 krónur líterinn á Spáni, m/v gengið eins og það er í dag. Sem gerir um 7% mun.

http://www.fuel-prices-europe.info/

Ég reikna með að annað í þínu framlagi sé jafn skrumskælt.

Ég get þó huggað þig með því, að þó Ísland fari aldrei í ESB, þrátt fyrir mútur ESB og ótrúlegar langanir opinberra blýantsnagara Samsfylkingar, þá er ekkert mál að lækka vöruverð á Íslandi. Það gerist þó augljóslega ekki undir ráðstjórn Steingríms og Jóhönnu. Þess utan er ákaflega ólíklegt að þessir verktakar vogunarsjóða, geri eitthvað til að lækka vexti á lánum, eða skapi hér heilbrigðan fasteignamarkað.

Nei Ólafur minn, við þurfum ekki ESB til að laga hlutina.

En við þurfum sannarlega nýtt fólk í forystu, ef það á að gerast. Málaliðar erlendra hagsmuna eru ekki líklegir til afreka fyrir okkar hönd.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 16:13

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rétt Hilmar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 17:00

10 identicon

Bensínlítrinn í Hollandi hækkaði nýlega í 1,75 eur, miðað við að evran sé 162,276 (samkvæmt xe.com) gerir það 283,98 per lítra, er það ódýrt?  Ég veit ekki með Spán en ég vissi ekki til þess að það væri svo mikill munur á eldsneytisverði í ESB.

guru (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 20:22

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samningar við ESB. V/IPA áróðurslánsins ,er skilyrt ef ég las það rétt. Íslendingar greiða hluta þess til ESB.aftur(seinna,líklega Icesave líka) Þessi stjórn er svívirðileg,nú safnar hún að sér manneskjum,sem hún gerir peningalega háða,með framlögum úr þessum ólöglega sjóði. Það hefur ekki farið fram hjá okkur hve margir eru óþreytandi að fylla kommentin í gríð og erg,þótt röksemdum sé troðið oní þá færum baráttuna á völlinn ,,okkar,,.

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2012 kl. 02:34

12 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Hilmar þjóðin borga 2 x meira af lánum sínum á Íslandi útaf "verðbótum" á lán sem eru eingöngu til að stela af almenningi. Hérna og í USA lækka lán við hverja greiðslu!!! Ímynda sér lán sem lækka þegar maður borgar

Almenningur á Íslandi stendur nær fiskveiðiauðlindinni innan bandalagsins en hún gerir núna þegar fiskveiðum er stjórnað með EINOKUN. Ert þú fylgjandi EINOKUN Hilmar? EINOKUN  á fiskveiðum og í landbúnaði? Við börðumst gegn afnámi EINOKUNAR Mjólkur Samsölunnar til að fá EINOKUN á framleiðsluna sjálfa og í staðinn fékk útgerðin EINOKUN á miðunum og þú bara borga og borgar Hilmar og brosir út að eyrum.

Og fyrst þú ert svona vel tengdur endilega gerðu verð samanburð á lyfjum.

Þjóðin á rétt á að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu hvort við viljum standa innan eða utan bandalagsins. Hefur ekkert með fullveldið að gera og við getum yfirgefið sambandið hvenær sem er. Bíðum niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Ólafur Örn Jónsson, 4.2.2012 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband