Laugardagur, 28. janúar 2012
Jóhanna og Steingrímur J.: heitasta valdaparið
Steingrímur J. tók ómakið af Jóhönnu Sig. og skammaði Ástu R. þingforseta fyrir að greiða atkvæði gegn frávísun á tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde. Jóhanna treystir Steingrími J. manna best til að útskýra fyrir samfylkingarfólki nýjustu tillögur valdaparsins um fiskveiðistjórnun.
Steingrímur J. hlýtur að fá kröftugt lófatak hjá Árna Páli og fylgismönnum hans á flokksstjórnarfundinum í dag. Steingrímur J. seldi ráðherradóm Jóns Bjarnasonar og Jóhanna fórnaði Árna Páli í staðinn.
Heitasta valdapar vinstriflokkanna er ESB-bæklaður formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og einangraður formaður Samfylkingar kominn langt fram yfir síðasta söludag. Jóhanna gerir sér vonir um að Steingrímur J. heilli svo samfylkingarfólk að þeir óski sér leiðsagnar hans í framtíðinni.
Flokksstjórnarfundur hafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heitasta valdaparið er stjórn og stjórnarandstaða. Það nennir enginn að pæla í þessum þingforsetaspuna.
http://www.dv.is/frettir/2012/1/28/vill-vita-hvort-bjarni-hafi-fengid-innherjaupplysingar-fyrir-solu/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 11:23
Góður (-: (-:
Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2012 kl. 12:52
Þurfum ekki að kvíða kosninga á næsta ári, segir Jóhanna,:LOL:
Veruleikafyrring á mjög háu stigi, sgði ekki Steingrímur að engar venjuleguar fjölskyldur, hafi orðið fyrir skaða við HRUNIÐ.
Jón Vald. (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 13:01
Velti fyrir mér skilgreiningu á "venjulegum" fjölskyldum. Jafnframt vegferð þessa valdapars sem svo vel var lýst í áramótaskaupinu.
Birna G. Konráðsdóttir, 28.1.2012 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.