Evran og lýðræði eru andstæður

Grikkland er fast í neti evrunnar og Evrópusambandsins. Grikkir eru ekki lengur fullvalda þjóð og lýðræðislegar kosningar eru merkingarleysa. Evrópusambandið ræður öllum fjármálum Grikkja og síðasta útspilið, að setja yfirráðherra frá ESB með neitunarvald á samþykkir grísku ríkisstjórnarinnar, staðfestir orðinn hlut: Grikkland er hjálenda Evrópusambandsins.

Texti tillögu Þjóðverja (takk Guðmundur Ásgeirsson) er afhjúpandi. Þar segir að Grikkjum verði bannað að fara í gjaldþrot, til að þeir síðarmeir hafi ekki í frammi þá hótun til að losna undan skuldum. Algert forgangsatriði er að borga skuldir. Grikkir skulu breyta stjórnarskránni sinni til að formfesta kröfur Evrópusambandsins um íhlutunarrétt í grísk innanríkismál.

Yfirgangur Evrópusambandsins gagnvart Grikkjum er hreint og klárt ofbeldi þar sem lýðræðið er fótum troðið.


mbl.is ESB taki yfir fjármál Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oabyrgir stjornmalamenn sem hneppa folk sitt og skattgreidendur i skuldatrælkun er omerkileg manngerd og varasøm.

Tar eru tvi midur nuverandi stjornmalaøfl a Islandi tau verstu møgulegu hvad tad vardar.

Og hvad gera tau tegar kemur i ljos ad draumurinn um møguleikan a oabyrgum rikisfjarmalum med utlenda peninga sem heita Evra hverfur og synir sig jafnvel vera verri trældom en nokkud annad?

Audvitad ekki fært til ad taka skynsamlega advørdun to svarid blasi vid øllum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 10:00

2 identicon

Grískir stjórnmálamenn hafa reynst ófærir um að stýra fjármálum hins opinbera í Grikklandi. Grískir kjósendur bera ábyrgð á þeim, rétt eins og íslenskir kollegar þeirra, báru ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem leiddu landið í hrun. Það er lýðræði, en lýðræði fylgir líka ábyrgð.

ESB hefur reynst viljugt til að hjálpa Grikkjum upp úr gröfinni sem þeir grófu sér. Þýskaland og aðrir eru hins vegar ekki tilbúnir til að kasta fleiri evrum í hítina án þess að Grikkir geri eitthvað sjálfir. Það hafa þeir enn ekki reynst færir um. Hvor leiðin sem farin er kemur niður á grunnstoðunum og einkum fátækari hluta almennings.

Því er spurningin: Er betra fyrir Grikki að engin aðstoð berist frá öðrum Evrópulöndum, eða að aðstoð berist með ströngum skilyrðum og jafnvel íhlutun í grísk málefni? Mér sýnist að enginn sleppi vel hvor kosturinn er valinn, en ríka pakkið sleppi best ef aðstoðinni verði hafnað.

Auðvitað hafa Grikkir val, því það er ekki hægt að þröngva fjárhagsaðstoð með þessum skilyrðum upp á þá, fremur en hægt var að þröngva aðstoða AGS, Norðurlandaþjóðanna og Póllands upp á Íslendinga fyrir þremur árum - þá voru margir, t.d. Lilja Mósesdóttir og Þór Saari sem mæltu með gjaldþrotameðferð í gegnum Parísarklúbbinn.

Þýskir stjórnmálamenn þurfa hins vegar að standa skil á því gagnvart sínum kjósendum hvernig þeir eyða skattfé þeirra. Þannig virkar lýðræðið líka í Þýskalandi.

Niðurstaðan þín er því kolröng. Lýðræðið virkar enn, því enginn þvingar neinu upp á neinn. Það var val Grikkja að velja ógöngurnar, þeir hafa enn val að samþykkja handleiðslu út eða ekki.

En, þetta er kannski óþarfa komment, Palli minn, því ég veit að þú sérð ekki hlutina öðru vísi en sem svarta og hvíta.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 10:39

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, þú hreyfir ekki við meginniðurstöðunni sem er að evran og lýðræði eru andstæður.

Með evrunni er slitið á siðferðilegt og rökrétt samhengi ábyrgðar ríkisfjármála; sem er að þjóðir sem rata í vandræði eigi útgönguleið - lækka gengið og vinni upp tapaða samkeppnishæfni.

Financial Times segir frá því að ESB krefjist þess að 150 þúsund opinberum starfsmönnum verði sagt upp í Grikklandi. Þú mátt kalla það ,,handleiðslu" en það er orwellska.

Páll Vilhjálmsson, 28.1.2012 kl. 10:49

4 identicon

Ég get almennt séð tekið undir að peningar, auðmagn og auðvald sé andstætt lýðræði. Dollarinn er andstæður lýðræðinu og það er íslenska krónan líka. Fjármagnseigendur eru hvar í heiminum sem er við sama heygarðshornið og þeim er yfirleitt skítsama um grunnstoðir þjóðfélagsins.

Lýðræðisþjóðfélög eiga hins vegar bágt með að komast af án peninga. Fjárhagsstjórnun og meðferð opinbers fjár var á Íslandi og í Grikklandi með lýðræðislegu fyrirkomulagi. Stjórnmálamennirnir sigldu báðum þjóðfélögum í strand. Beisíklí, það voru ekki meiri peningar til. Það er lýðræðislegt val að halda áfram peningalaus og í sjálfboðavinnu við að reka grunnstoðir samfélagsins, eða reyna að herja út peninga hjá velviljuðum nágrönnum með loforði um að standa sig betur næst.

Íslendingum tókst það, vegna þess að þeir báru gæfu til að velja til forystu vinstri stjórnina, sem hefur reynst fær um að leiða þjóiðina út úr gjaldþrotahættunni án þess að rústa grunnstoðum þjóðfélagsins. Því miður sýnist mér Grikkjum ekki ætla að takast það.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 11:39

5 Smámynd: Elle_

Hvað lokar svona augum Brusselfara að þeir sjái ekki ofbeldi Brussel gegn Grikkjum?  Hvað lætur þetta sama fólk halda að Brussel yrði værgara við okkur værum við svo vitlaus að trúa fjárstuddum lygaáróðri þeirra núna og  fara undir þetta skelfilega vald.  

Og Ómar Harðarson: Grískir kjósendur eða aðrir kjósendur eru engan veginn ábyrgir fyrir misgjörðum eða lögbrotum stjórnmálamanna.  Stjórnmálamenn eru sjálfir ábyrgir og einir ábyrgir fyrir sínum gerðum.  Það er fjarstæða að kjósendur séu ábyrgir fyrir fullorðnum mönnum sem blekktu og lugu EÐA gera ekki það sem þeir voru kosnir fyrir.

Elle_, 28.1.2012 kl. 12:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásmundur og Ómar ætli þeir séu bræður

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 13:18

7 identicon

Elle Ericson, vitaskuld eru grískir kjósendur ábyrgir fyrir að hafa kosið óhæfa stjórnmálamenn, enda höfðu þeir val, rétt eins og íslenskir kjósendur þurftu ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og treysta því, þrátt fyrir að vera bent á annað, að stjórn efnahagsmála væri í öruggum höndum hjá honum.

Í lýðræðisþjóðfélagi þýðir ekkert fyrir fullorðið fólk, sem hefur fullt vald á gjörðum sínum, að skjóta sér undan því að hafa tekið rangar ákvarðanir, þ.m.t. að hafa kosið rangt. Þeirra er valið og afleiðingarnar því þeirra. Menn höfðu hérlendis val um að velja leið Framsóknar og FLokksins um einkavinavæðingu, 90% húsnæðislán, Kárahnjúkavirkjun og meiri háttar stórframkvæmdir samtímis í nær öllum landsfjórðungum. Við vorum fullvissuð um að "lendingin" yrði ekki hörð vegna styrkrar efnahagsstjórnunar FLokksins.

Það er aðeins í þeim tilvikum að hreinræktaðir glæpamenn komast til valda með blekkingum að ábyrgð kjósenda er ekki fyrir hendi. En þá á að draga þá glæpsamlegu ráðherra fyrir Landsdóm og dæma til refsingar, eða hvað það er fyrirkomulagið sem þeir nota í Grikklandi, ekki satt?

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 13:23

8 Smámynd: Elle_

Nú ert þú bara með e-n vinstrisinnaðan hatursáróður gegn 2 flokkum, Framsókn og Sjálfstæðisflokknum.  Kannski mætti hatur þitt beinast pínulítið líka að hinni glæsilegu ICESAVE-STJÓRN með glæsilega samninginn??  NEI, það er alrangt að kjósendur séu ábyrgir fyrir misgjörðum eða lögbrotum eða svikum fullorðinna stjórnmálamanna.  Fullorðnir menn eru einir ábyrgir fyrir sér sjálfum.  Kjósendur geta ekki stýrt gerðum stjórnmálamanna.  Og geta heldur ekki verið sjáendur og vitað að þeir eru bara að blekkja og muni brjóta af sér eftir að þeir komast til valda.  Skrýtið að heyra fullorðinn mann halda slíku fram.   Sem dæmi HARÐNEITA ég að vera á nokkurn hátt ábyrg fyrir blekkingum og gjörðum og beinum lygum Steingríms þó ég hafi kosið hann á allt öðrum forsendum.  

Elle_, 28.1.2012 kl. 13:53

9 Smámynd: Elle_

Kannski, Ásthildur, eða einn og hinn sami.

Elle_, 28.1.2012 kl. 13:57

10 Smámynd: Elle_

Sama hatrið gegn sömu flokkum og sama vörnin fyrir hina brotlegu og óglæsilegu ICESAVE-STJÓRN.

Elle_, 28.1.2012 kl. 13:58

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 14:19

12 Smámynd: Elle_

Ef maður les vel það sem hann skrifar sést vel að hann er líka með sama evruáróðurinn þó óbeinn sé að ofan, sömu andstöðuna við dollarann og ísl. kr, sömu vörnina fyrir Brusselveldið ofan á hatur hans á sömu 2 stjórnmálaflokkum og vörn hans við ´vinstristjórnina´ hina stórskaðlegu og ´Ásmundur´ er með út um alla VINSTRIVAKT.  SAMI STÍLLINN, SAMI BLEKKINGARÁRÓÐURINN OG SKOÐANIR.  SAMI MAÐUR???

Elle_, 28.1.2012 kl. 14:37

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef lúmskan grun um það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 15:17

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Trúið þið því sjálf sem þið eruð að segja? Nei. Eg held það geti ekki verið. það er ekki hægt að vera svona mikill reddnekk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.1.2012 kl. 16:27

15 Smámynd: Elle_

Vá: Eurostat. Eurostat. Omar HARDARSON. Omar.HARDARSON@cec.eu.int.  Það skyldi þó aldrei vera?  Það væri þá GRAFALVARLEGT MÁL miðað við blekkingaráróður hans/þeirra FYRIR BRUSSELVELDIÐ.  

Ætli Ásmundur með beinu og grjóthörðu íhlutunina í fullveldismál landsins út um alla VINSTRIVAKT og grjóthörðu vörnina fyrir Brussel og Samfylkinguna kannist vel við EUROSTAT?  Your key to European statistics?  Ætli þau ´statistics´ séu nákæm??

Eurostat Home

ec.europa.eu › European Commission › Eurostat

Elle_, 28.1.2012 kl. 17:02

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLott hjá þér Elle, það skyldi þó aldrei vera. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 18:11

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekkert að þakka Páll, þetta hefur gagnast sé ég. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2012 kl. 19:37

18 identicon

"Íslendingum tókst það, vegna þess að þeir báru gæfu til að velja til forystu vinstri stjórnina, sem hefur reynst fær um að leiða þjóiðina út úr gjaldþrotahættunni án þess að rústa grunnstoðum þjóðfélagsins. Því miður sýnist mér Grikkjum ekki ætla að takast það."

 Ertu undir áhrifum maður?  hefur þú ekki heyrt af Icesave I, II og III?  Það var hin, af þér,  mjög svo dásamaða vinstri-stjórn sem vildi leiða okkur í þá hlekki.   Þjóðin sá "nýju fötin" sjálf og sagði nei takk. 

guru (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 20:32

19 Smámynd: Elle_

Og svo skrifar Ásmundur/Ómar eins/svipað FYRIR kúguninni ICESAVE í þokkabót.  Og hinn svonefndi Ásmundur böðlaðist í Vinstrivaktinni fyrir ICESAVE en Ómar víðar.  Það má skoða í blekkingaráróðri Ásmundar/Ómars um það mál.  Þarna er eitt nýlegt dæmi af Ómari en Jón Steinar svarar honum undir pistlinum Icesave og aðild að EES   

Er þetta Ómar Harðarsson deildarstjóri hjá Hagstofunni, eina ferðina enn? Ef þetta er sá ötuli baráttumaður gegn lýðræði, þá er gaman að benda á rök hans fyrir að samþykkja Icesavesamningana á sínum tíma. Hann taldi að þótt Íslenska ríkið yrði gjaldþrota, þá þyddi það ekki endilega að það væri úti um íslensku þjóðina.Manni varð öllum rórra.

Ómar, þú segir þóttalega að Hans sé að einfalda málið um of, en berð svo engin rök fyrir því útfrá efninu. Ertu enn að berjast fyrir því að við tökum á okkur skuldbindingar glæframanna í einkageiranum?

Það er alveg ljóst að lögleysa EES er rótin að fallinu hér og ef þeir ætla að staðfesta það og láta alþýðu manna taka ábyrgð á því klúðri, svonn enn verði hægt að endurtaka hið sama með enn meira ábyrgðarleysi, þá er ljóst að skaðinn af samstarfinu er margfalt meiri en ávinningurinn. Það á því að segja upp þessu samstarfi nú þegar og hafnalögsöguþessa dóms.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.12.2011 kl. 22:11

Persónulega vildi ég sjá rannsókn á samhenginu milli forhertra skrifa Ásmundar/Ómars í þágu verðandi stórríkisins gegn fullveldi Íslands annars vegar og Eurostat› European Commission og Hagstofu Íslands (Statistics Iceland) hinsvegar og það sem Ómar hefur skrifað fyrir Eurostat OG Hagstofu Íslands.  Og ekki síst tenginguna við Jóhönnuflokkinn. 

Opinberar upplýsingar: 

omar.hardarson@hagstofa.is
Telephone +(354) 528 1000 © Hagstofa Íslands Statistics Iceland

Omar HARDARSON
Eurostat / L-2920 Luxembourg.

HARDARSON, Omar
EUROSTAT National Expert

E-mail: omar.hardarson@ec.europa.eu

Tel: +352 4301 35166

Elle_, 30.1.2012 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband