Fullveldisforseti

Ísland þarf á fullveldisforseta að halda. Ólafur Ragnar Grímsson uppfyllir það skilyrði og ætti að fá stuðning og hvatningu til að sitja áfram sem forseti lýðveldisins.

Skorum á Ólaf Ragnar að gefa kost á sér til forsetakosninganna í sumar.

Hér er hægt að skrifa undir áskorunina.


mbl.is Skora á Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvað er fullveldisforseti...er það með sömu merkingu og konungur ?

Jón Ingi Cæsarsson, 20.1.2012 kl. 15:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búin að skrifa undir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2012 kl. 16:11

3 identicon

Ég hef verið stuðningsmaður Ólafs Ragnar allar götur frá því að hann var kjörinn fyrst og er það enn, þrátt fyrir að hann hafi ekki reynst gallalaus, þá hefur hann reynst langsamlega farsælasti forseti Íslenska Íslenska lýðveldisins.

Samt finnst mér meira en komin tími til þess að hann stigi nú til hliðar og við veljum okkar nýjan og jú fullveldissinnaðan forseta.

Ólafur Ragnar gæti reynst okkur fullveldissinnum enn sterkari bandamaður utan forsetaembættisns.

ESB aftaníossinn Jón Ingi, veit ekkert frekar en áður, hann vill sennilega engan íslenskan forseta hafa, þar sem að það sé bara einhver þjóðremba, að hans mati.

Ábyggilega kýs hann helst að hafa hrófatildrið Von Roumpoy forsetanefnu ESB- stjórnsýslunnar í Brussel sem forseta okkar!

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 17:51

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég var snögg að skrifa undir, en það var nú áður en mér hugsaðist hvað það væri nú miklu flottara að hafa toppfígúru sem héti Von Eitthvað Belgískt. Voða alþjóðlegt, næstum eins fínt og langömmu þótti að eiga "danskan búning" á meðan allar hinar kellingarnar gengu um í þessum hallærislegu peysufötum.

Jón Ingi er með þetta :)

Kolbrún Hilmars, 20.1.2012 kl. 20:50

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég skrifaði undir og áframsendi á 10 aðra.

Valdimar Samúelsson, 20.1.2012 kl. 21:03

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kolbrún hahahaha Cesil Von Thor.... Virkar það ekki rosalega útlenskt og flott

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2012 kl. 21:13

7 identicon

Endilega!

Kjósum fullveldisforsetann sem gekk gegn samþykkt meirihluta alþingis til að tryggja að Baugsmenn og glæpaskríll gætu tekið hér völdin, stolið öllu steini léttara og lagt samfélagið í rúst.

 Fullveldisforsetinn!

Sem tók þátt í blekkingarleiknum sem kostað hefur þúsundir manna eignir og atvinnu á Íslandi.

Fullveldisforsetinn!

Sem sæmdi glæpamenn heiðursorðum og tók sér far með þeim í einkaþotum til útlanda, lofaði þá og mærði í nafni þjóðarinnar.

Fullveldisforsetinn!

Er það fullveldi að einn einstaklingur geti niðurlægt heila þjóð?

Ég held að þig skorti skilning á fullveldishugtakinu og óbrenglaða sýn til ábyrgðar þeirra sem hafa umboð til að tjá sig í nafni þjóða.

En kjósum ofurmennið endilega eina ferðina enn.

Fyrir sögulega nauðsynlega menn eru 20 ár í embætti ekkert.

Fullveldisforsetinn!

Karl (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 22:43

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Forsetinn hefur ÞRISVAR sinnum gengið gegn samþykkt meirihluta Alþingis - eftir að hafa fengið tugþúsunda áskoranir frá kjósendum.

Gullfiskaminnið nær yfir Icesave - tvisvar - en mörgum gleymist hvernig því var háttað um fyrsta og elsta málið; fjölmiðlalögin góðu. Þau hefðu að óbreyttu átt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, EN: þáverandi ríkisstjórn dró lögin til baka!

Kolbrún Hilmars, 20.1.2012 kl. 23:29

9 Smámynd: Elle_

Karl, forsetinn gat ekkert vitað frekar en aðrir að þjófar væru að verki inni í bönkunum.  Vissir þú það??  Já, FULLVELDISFORSETINN.  LÝÐRÆÐISFORSETINN.

Elle_, 20.1.2012 kl. 23:48

10 Smámynd: Elle_

Og leitt að hryggja þig en tölurnar fyrir forsetann fljúga upp: Yfir 500 á tímann. 

Elle_, 21.1.2012 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband