Fimmtudagur, 19. janúar 2012
Vinstri stjórn versti óvinur verkalýðs
Verkalýðshreyfingin hamast á fyrstu vinstristjórn lýðveldisins fyrir svikin loforð í stærri og smærri málaflokkum. Neikvæður tónn verklaýðshreyfingarinnar i í garð ríksstjórnarinnar er því undarlegri að efnahagsmálin eru á góðri siglingu, hagvöxtur og lágt atvinnuleysi.
Allir vita að samningum verður ekki sagt upp en samt lætur verkalýðshreyfingin eins og hún íhugi það í alvöru.
Vinstristjórnin er komin á það tilverustig að hún sogar til sín neikvæðni. Uppsöfnuð mistök ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. eru orðin svo mörg og fylgið svo rýrt, bæði á alþingi og meðal þjóðarinnar, að stjórnin nýtur ekki betri árferðis í efnagsmálum - líkt og aðrar ríkisstjórnin myndu gera.
Óánægja með svikin loforð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sýndarmennska verkalýðshreyfingarinnar minnir einna mest á sýndarmennsku ríkisstjórnarinnar.
Ísland er sýndar-samfélag.
Karl (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 08:10
Þó að ríkisstjórnin sé óvinsæl þá og hafi svikið heimilin í landinu og tekið afstöðu með fjármagnseigendum finnst mér Verkalýðshreyfingin og svik hennar við verkafólk enn alvarlegri.
Annað sem mér finnst vera íslenskum blaðamönnum til skammar í umræðunni að ég hef aldrei séð nein rök, hvað það er sem ríkisstjórnin hefur svikið, og hvað það er sem er verið að semja um í kjarasamningum, annað en kaup og kjör.
Er kanski verið að semja um hvernig lífeyrissjóðirnir eiga að komast í gegnum hrunið án þess að afskrifa eins og þarf að gera miðað við eins og þeir höguðu sér fyrir hrun ?
Og ef þeir afskrifa ekki eru þeir þá ekki aðalmálsvarar þess að ekki megi afskrifa af almúganum heldur eigi að halda hér öllum í skuldaklafa.
Nei ASÍ og verkalýsðhreyfingin er orðið handónýtt afl í baráttunni fyrir almenning, þetta eru sérhagsmunaraðilar sem hugsa bara um rassinn á sjálfum sér í samkrukki með gjörspilltum atvinnuveitendum undir forustu þjófa og svikara.
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 09:49
@SH:
Það var t.d. samið um að hið opinbera beitti sér fyrir framkvæmdum en stoppaði þær ekki af eins og ég get ekki betur séð en hafi gerst á Bakka. Við að reisa álverið hefðu skapast hundruðir ef ekki þúsundir starfa og svo sjálfsagt hundruðir starfa varanlega eftir að álverið hefur tekið til starfa.
Það sem vinstri menn munu aldrei skilja er að hið opinbera er alltof stórt og stór opinber geiri hefur neikvæð áhrif á lífskjör fólks.
Helgi (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.