Miðvikudagur, 18. janúar 2012
Samfylkingin gerir VG að hornkerlingu
Landsdómsmálið verður Vinstri grænum þungt í skauti. Steigrímur J. og nánasta föruneyti byggja pólitíska tilveru sína á hatrammri hefndarfýsn gegn Flokknum, eins og Árni Þór liðþjáfli orðar það um leið og hann kallar Ögmund sótraft. Til skamms tíma var hatursorðræða Vinstri grænna prinsippklædd en núna stendur hún nakin frammi fyrir alþjóð.
Samfylkingunni tókst á sínum tíma að véla þannig að ráðherrar flokksins úr hrunstjórninni voru ekki ákærðir. Í umræðunni um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde ætlar Samfylkingunni að takast að láta Vinstri græna sitja uppi með Svarta-Pétur.
Hægri hönd Steingríms J., Björn Valur Gíslason, segir ábyrgðina á ömurlegri stöðu Vinstri grænna í umræðunni liggja hjá Samfylkingunni, samanber niðurlagið í þessum pistli.
Landsdómsumræðan mun leiða eftirfarandi í ljós: tækifærispólitík Samfylkingarinnar er ekki upp á marga fiska en þó snöggtum skárri en hatursstjórnmál Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Gunguskapur stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem íslensk þjóð þarf mest á að halda núna er að losna við þessa norrænu mannfyrirlitningar- og helferðarastjórn VG og samfylkingar. Forystu sauðirnir í þessum flokkum stunda það eitt að ljúga öllu fögru að þjóðinni og svíkja loforðin síðan jafnharðan. Það er nánast sama hvað við tæki, það gæti aldrei orðið verra en þessi stjórn. Og þegar einstaklingar innan þessara tveggja svikaflokka láta það henda sig að fara eftir eigin sannfæringu og stjórnarsáttmálanum er þeim vikið af velli með bolabrögðum og bakstungum.
corvus corax, 18.1.2012 kl. 09:29
Er það ekki akkúrat það sem samfylkingin er sjöllust í að láta samstarfsflokka alltaf sitja uppi með svarta pétur? Ótrúlegt að það skuli alltaf vera einhverjir til í að spila við þá.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 09:36
Þessi tækifærispistill smellpassar við rassgatið á tækifærispólitík Samfylkingar.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 09:58
Það hefur aldrei talist traustvekjandi að svíkja lit og svindla í spilum. Sumum er það svo í blóð borið að svindla og fylgja óheiðarlegri klíku, að það er vonlaust að treysta þeim. Þeir sem kusu einungis Geir úr hópnum, og hlífðu sínum flokksmönnum, voru að svindla, og þeir sem svindla eiga ekki að fá að vera með.
Það verða að vera virkar eðlilegar leikreglur, en ekki tækifæris-siðleysis leikreglur.
Jóhanna Sigurðardóttir er alltaf að tala um að endurvekja traust erlendra þjóða, en svo eru þingmenn Samfylkingarflokksins hennar ekki trausts verðir, heldur tækifærissinnaðir klíku-spilarar. Sú lýsing á við um einstaklinga í öðrum flokkum líka. Ætlar Jóhanna að flytja traustið inn í ESB-pokum? Svona er siðblinda í íslenskri pólitík í hnotskurn.
Það verður að fá embættis-stjórn ópólitískra einstaklinga til að stjórna landinu og taka á spillingu flokksklíku-embættismannakerfisins. Það mun enginn flokkur nokkurn tíma geta hreinsað til í þessari rotnu og rótgrónu flokkaspillingu á Íslandi.
Það eru glæpamenn, sem stjórna Íslandi, og þeir gleypa alla flokka. Það þarf hvítflibba-glæpamanna-hreinsun fyrst og fremst, ef eitthvað á að breytast hér.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.1.2012 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.