Aulavinstrið og misheppnuð endurreisn

Vorið 2009 stóð fyrsta vinstristjórn lýðveldissögunnar frammi fyrir siðferðilegu og fjármálalegu gjaldþroti einkaframtaksins á Íslandi. Einstakt sögulegt tækifæri var til að setja atvinnulífið á nýjan traustan lýðræðislegan grunn þar sem saman færi markaðslausnir og samfélagsleg ábyrgð.

Aulaháttur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ásamt spillingarvæddri Samfylkingu kaus að endurreisa atvinnulífið með því að færa hrunfólkinu gjaldþrota fyrirtæki á silfurfati. Magnús Halldórsson útlistar verklag aulavinstrisins við endurreisnina.

Í stað þess að afhenda Jóni Ásgeiri, Ólafi Ólafas og fleiri hrunmönnum eigur með afskrifuðum lánum átti vitnalega að finna nýja eigendur úr röðum starfsmanna lífvænlegra fyrirtæka og láta fyrirtæki annars í þrot, til að skapa nýjum fyrirtækum svigrúm.

Breska ríkisstjórnin boðar til átaks til að lýðræðisvæða atvinnulífið þar í landi. Það er saga til næsta bæjar að ríkisstjórn íhaldsmanna og frjálslyndra í Bretlandi er til muna róttækari í málefnum atvinnulífsins en ríkisstjórn vinstriflokkanna á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ekki skil ég hvernig þú getur dregið þá ályktun að hrunið hafi verið siðferðilegt og fjármálalegt gjaldþrot einkaframtaksins. Er ríkisrekstur þá betri? Getur maður s.s. dregið ályktanir um heilan geira þjóðfélagsins út frá nokkrum einstaklingum? Hvað með þau fyrirtæki sem er enn vel rekin og ganga prýðilega? Eru álfyrirtækin ekki dæmi um einkaframtak? Hvað með ferðaþjónustuna sem nú gengur sem betur fer vel?

Aðgerðir þær sem þú rekur eru gott dæmi um skaðleg inngrip hins opinbera, það á ekki að skipta sér að öllu. Svipað hefur því miður gerst annars staðar í heiminum og þess vegna búum við enn við kreppu - markaðurinn hefur ekki fengið að hreinsa til. Hvað er lífi t.d. haldið í mörgum bönkum í Evrópu sem eru í raun gjaldþrota? Hver er tilgangurinn með því að halda lífi í fyrirtækjum sem enginn rekstrargrundvöllur er fyrir?

Svo er ágætt að halda því til haga að Sf hefur ekki skilað útrásarstyrkjunum. Hvers vegna er sá flokkur ekki spurður hvenær skila á þeim?

Helgi (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 17:06

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er svo vitlaus en hvaða eignir fékk Jón Ásgeir á silfurfati? Og frá hverjum? Og hvernig hefði ríkisstjórnin átt að stoppa það? Áttir ríkði þessi fyrirtæki? Og hvaða fyrirmyndir höfum við til Breta að sækja sem dældu peningum inn í bankana til að halda m.a. fyrirtækjum gangandi sem annars hefðu farið á hausinn? Og hvað hefur þetta með Samfylkinguna að gera? Hefur hún afhennt einhver fyrirtæki? Hélt að það væri Vg sem hefði farið með fjármálaráðuneytið og með eign ríkisins í bönkunum! 

Það gæti verið heppilegt að brjóta stærstu fyrirtæki landsins niður til að auka samkeppni hér. En það er gættu að ekki ríkisstjórnin sem gerir það heldur verður að setja um það lög og það er Alþingi sem það gerir! Finnst stundum eins og menn haldi að ríkisstjórn geti bara tekið lögin í sínar hendur og gert bara allt sem að fólk vill að hún geri (hversu gáfulegt sem það eru nú oft) En óvart þá er það Alþingi sem setur lög, og lögin eru bundin því að þau standist stjórnarskrá og þar t.d. er eignarákvæði sem gerir það að verkum að ríkistjórn getur ekki ráðstafað eigum annarra án þess að bætur komi fyrir.  Og ég trú ekki að bankar stefni ekki að því að koma hér upp öflugum markaði þannig að þeir geti hámarkað eigur og hagnað. Annað væri svo vitlaust. En þeir eru ekki í eigu ríkisins nema að hluta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.1.2012 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband