Mánudagur, 16. janúar 2012
Bandaríkin gera árás á evruna
Sterk öfl í Bandaríkjunum vilja evruna feiga til að innleysa hagnað, segir þýskur þingmaður á Evrópuþinginu. Elmer Brok fær viðtal við sig með uppslætti á virtu dagblaði, Die Welt, með kenningu um að bandarísk stjórnvöld séu í samsæri með Standard og Poor að knésetja Evrópusambandið.
Lækkun lánshæfismats 12 Evrópuríkja er liður í fjármálastríði bandarískra auðfyrirtækja gegn velferðarríkjasambandi ESB, segir Brok, og kennir fjölmiðlum Ruperts Murdoch um að heilaþvo bandarískan almenning og festa í sessi neikvæða mynd af Evrópusambandinu.
Brok er bjartsýnn á að Evrópusambandið lifi af atlöguna frá heimsveldi auðvaldsins, Bandaríkjunum.
Evran ekki á útleið segir Barnier | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Auðvitað kenna þessir greifar öllum öðrum um nema sjálfum sér. Aumkunarvert lið.
Helgi (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 10:29
Fengu þeir ekki lánalínu til Vínlands sem síðasta hálmstrá björgunarleiðangurs fyrir skömmu?
GB (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 11:01
Þetta er bara enn einn þátturinn í blekkingarleikriti heimsauðjöfranna. Þeir auðjöfrar eru með fjarstýringuna á allri blekkingu í öllum Vestræna heiminum og víðar. Meðan almenningur í heiminum lætur nota sig til siðlausra verka, þá gengur þetta áfram í átt að helsjúkum endalokum eðlilegs lífs.
Fólk sem lætur blekkja sig til að sinna siðlausum og óréttlátum störfum ætti að velta fyrir sér tortímingar-tilgangi, eða réttara sagt tilgangsleysi siðblinduverkanna.
Það er engu að tapa með að snúa baki við aftöku-auðmannaklíkunum alþjóðlegu, því það tapast allt hvort eð er, ef þeir fá að halda hindrunarlaust áfram sínum óhæfuverkum. Það er ekkert sem bendir til annars en að þeir tortími jörðinni með manni og mús, ef þeir fá að halda áfram eftir siðblindu-blindgötunni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.1.2012 kl. 11:27
Æ, æ, ´velferðarríkið´ Stór-Þýskaland að falla.
Elle_, 16.1.2012 kl. 12:21
Hvort sem evran líður fyrir árás frá Bandaríkjunum, skuldasöfnun í Evrópu og / eða ýmislegt fleira, er ESB því miður jafn illa komið, sem er enn ein ástæðan til að forðast aðild og beina viðskiptum í fleiri áttir.
Sigurður (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 13:04
"Barnier ítrekaði á fundi í Hong Kong í dag að ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor's um að lækka lánshæfiseinkunn níu evruríkja á föstudag hefði komið sér á óvart".
Hvar hefur hann verið þessi Barnier sem er í framkvæmdastjórn ESB ? Það er á hreinu að það er fleira sem á eftir að koma honum á óvart. Hrædd um að hann verði voða, voða hissa, með stór augu og gapandi munn þegar evrusamstarfið hrynur og skilur þá heldur ekki neitt.
Þetta ESB fólk fær það eitthvað til að taka inn svo það dettur úr sambandi við umheiminn?
Sólbjörg, 16.1.2012 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.