Laugardagur, 14. janúar 2012
Þorsteinn fellur á dollaraprófinu
Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, telur Íslendinga ekki standa undir eigin gjaldmiðli. Rökrétt framhald af skoðun Þorsteins ætti að vera að berjast fyrir upptöku á alþjóðlegum gjaldmiðli sem losaði okkur bæði við krónuna og Seðlabanka Íslands, sem er jú ábyrgðaraðili að ónýtri krónu sakmkvæmt Þorsteini og skoðanabræðrum.
Bandaríkjadalur uppfyllir bæði skilyrðin; alþjóðlegur gjaldmiðill og Seðlabankinn verður óþarfur. En hvorki Þorsteinn né aðrir gjaldeyrismálaspekingar af sama sauðahúsi leggja til dollar heldur vilja þeir allir evru.
Evran er stærsta einstaka hagstjórnarfloppið á Vesturlöndum frá tímum Rómverja sem þynntu út dínarinn og tryggðu þar með fall þúsund ára heimsveldis.
Íslendingar sem vilja fleygja krónunni og taka upp evru falla í sömu gryfju og þeir Íslendingar sem vildu hervernd Sovétríkjanna eftir seinna stríð. Hvorirtveggja horfa í austur, sjá eitthvað stórt og klossað og halda að það sé framtíðin.
Lánshæfislækkun viðbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér Páll Evran er hagstjórnarflopp
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 14.1.2012 kl. 17:24
Þó að stjórnendur Seðlabankans hafi ugglaust getað gert betur í ýmsum efnum hefur ekki verið sýnt fram á að þeir hafi gert þau afgerandi mistök að augljóst megi vera að þeir hefðu getað komið í veg fyrir innistæðulaust ris krónunnar og hrunið sem var eðlileg afleiðing af því. Kjarni málsins er sá að málsvarar krónunnar þurfa að rökstyðja að stjórnendur peningamálanna hefðu átt að ráða við þá markaðskrafta sem léku gjaldmiðilinn jafn grátt og raun ber vitni á opnum alþjóðlegum markaði og með hvaða ráðum.
Með öðrum orðum: Þeir sem staðhæfa að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og segja um leið að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni þurfa að skýra þversögnina.
hrafnafloki (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 17:33
SA segir upptöku evru besta kost Íslendinga. Raunhæft að skoða aðra gjaldmiðla ef aðild verður hafnað.
http://eyjan.is/2011/11/11/sa-segir-thrja-kosti-i/
hrafnafloki (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 17:36
Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingarinnar segir að 38 fyrirtæki af 300 stærstu fyrirtækjum landsins geri upp í erlendri mynt, þar af séu sjávarútvegsfyrirtæki, sem fari samstals með 42 prósent aflaheimilda þjóðarinnar. Stóru verðmætu fyrirtækin eigi þennan kost, þau losni við sveiflur og óöryggi og fái lán á skaplegum vöxtum. Útgerðarmenn standi hinsvegar gegn því að sjómenn og fiskvinnslufólk njóti sömu réttinda í rekstri sinna heimila. ,,Fyrirtækin eru farin, eftir situr almenningur,“ sagði þingmaðurinn í umræðum um störf þingsins í morgun.
,,Evran er komin inn bakdyramegin, sem annar gjaldmiðill þjóðarinnar,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. ,,Við stöndum frammi fyrir vandamáli sem er íslensk króna með núverandi peningastefnu. Kostur krónunnar eru þau hagstjórnartæki sem Seðlabankinn og stjórnvöld geta nýtt sér. Þau hafi hinsvegar í för með sér gengissveiflur og fákeppni. Annar gjaldmiðill væri ekki á leiðinni inn. Hún spurði hvað íslensk stjórnvöld ætluðu að gera í því.“http://smugan.is/2011/09/utgerdarmenn-gera-upp-i-evrum-en-berjast-gegn-esb/
hrafnafloki (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 17:39
Ragnar Árnason prófessor orðaði á dögunum, að krónan mætti sem bezt standa óhögguð en hefði gott af því aðhaldi, að fólki væri frjálst að hafa jafnframt aðrar myntir, þar á meðal í launaumslaginu sínu og verzlunum. Þá gæti Þorsteinn Pálsson verið frjáls að því að nota evru, trúlega sér til umalsverðs skaða en ekki öðru fólki. Á þessum nótum hef ég lengi hugsað. En stemma þyrfti stigu við hinu óhóflega mikla bankaokri í gjaldeyrisviðskiptum.
Sigurður (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 17:47
Sannarlega ætti að skoða að taka upp Bandaríkjadollar, Kanadadollar eða svissneska frankann. Við gefum ekki upp fullveldið fyrir neinn gjaldmiðil eða fullvelsisafsal undir yfirráð Frakklands/Stór-Þýskalands. Ömurlegt er að hlusta á menn sem mæla með þessu.
Elle_, 14.1.2012 kl. 19:09
Og svo er Magnús Orri ómarktækur með ÖLLU, Hrafnaflóki. Hann heimtaði kúgunina ICESAVE. Hans stóð í alþingi eins og bjálfi og æpti: ICESAVE EÐA ÍSÖLD. MATSFYRIRTÆKIN, MATSFYRIRTÆKIN.
Elle_, 14.1.2012 kl. 19:28
Þorsteinn Pálsson er MP-banka-stjórnarmaður með meiru. Hugsjón hans er óljós. Hvort er það hugsjón fyrir hag almennings, eða hugsjón hans fyrir velgengni MP-banka, sem vegur þyngra? Hvort er líklegra, þegar horft er til sögu bankanna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2012 kl. 22:08
Smátt og smátt munu frjálsir gjaldmiðlar taka við af þessum hefðbundnu og miðstýrðu af seðlabönkum.
http://en.wikipedia.org/wiki/Community_Exchange_System
Þorsteinn Sverrisson, 14.1.2012 kl. 22:46
Sæll Páll,
Hefur þú skoðað stöðuna í efnahagsmálum hér í Bandaríkjunum nýlega? Alríkið er nánast gjaldþrota ef ekki tekst að stemma stigu við gífurlegum halla og skuldasöfnun, sem nemur núna rétt um 14 þúsund milljörðum dollara (ég hef ekki reiknivél til að reikna það yfir í krónur;) Sambandsríkin standa flest öll á brauðfótum, skuldug langt upp fyrir haus. Það sama má segja um flest sveitarfélög. Skuldsetning heimila er orðin hreint geigvænleg, atvinnuleysi gífurlegt vandamál, þó það fari vissulega eftir staðsetningu. Samkvæmt nýlegum rannsóknum er fátækt orðið svo mikið vandamál að 20% barna fá ekki mat alla 7 daga vikunnar! Ég held að bandaríski dollarinn sé síst stöðugri heldur en evran.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 14.1.2012 kl. 23:53
Bandaríski dollarinn er miklu sterkari en evran. Hann er langstærsti gjaldmiðillinn (yfir 70% gjaldmiðla heims) og sveiflast þ.a.l. minna. Og það er fjarstæða að bera saman bandaríska dollarann og PÓLITÍSKA evru.
Evran var sérstaklega klikkuð hugmynd. Gjaldmiðill ætti ekki að vera pólitískur.
Particularly the introduction of the euro was a crazy idea. Currency is not supposed to be political.
Vladimir Konstantinovich Bukovsky
Við gefum líka ekki upp fullveldið fyrir dollar en yrðum að gera það fyrir evruna. Það er eina fáanlega leiðin og það er heimsk leið.
Elle_, 15.1.2012 kl. 00:19
Hvernig í fjandanum færðu út að Rómarveldi hafi verið heimsveldi í þúsund ár?
Ragnhildur Kolka, 16.1.2012 kl. 11:26
Róm var stofnuð 753 f. Kr. skv. goðsögninni; lýðveldi frá 508 f. Kr. og frá 31. f. Kr. keisaradæmi til 476 e. Kr. þegar Vesturrómverska ríkið leið undir lok en Austurrómverska ríkið hjarði til loka miðalda.
Hvenær Róm varð heimsveldi er umdeilanlegt en varla seinna en við lok púnversku stríðanna sem lauk á annarri öld f. Kr.
Páll Vilhjálmsson, 16.1.2012 kl. 11:50
Góður Páll !
Jón Valur Jensson, 16.1.2012 kl. 11:53
Ekki vil ég gera lítið úr Rómarveldi, en bágt á ég með að sjá það sem þúsundáraríki. Þarna er verið að rugla saman tveimur "heimsveldum", því þótt Byzantíska heimsveldið hafi verið stofnað sem útibú frá Róm var það lengst af undir sterkum áhrifum frá grískri menningu og lifði löngu eftir að barbarar yfirtóku Róm.
Ragnhildur Kolka, 16.1.2012 kl. 16:51
Ég rifja upp að gjaldeyrisforði Íslands er um kr.1000 milljarðar og allur tekinn að láni. Ætli hann sé ekki að stórum hluta í ónýtri EVRU ? Af þessum skuldum eru árlega greiddir kr.30 milljarðar í vexti.
Nú vill svo til og er sannanlegt, að þessi stóri gjaldeyrisforði er fullkomlega óþarfur. Við getum tekið upp fastgengi krónunnar með mjög litlum kostnaði. Þetta verður gert með “reglu-bundinni peningastefnu” (rule-bound monetary policy) og nær öll hagkerfi sem eru svipuð að stærð og eðli Íslendska hagkerfisins hafa einmitt kosið þessa peningastefnu.
Liður í “reglu-bundinni peningastefnu” er að myntslátta krónunnar er falin MYNTRÁÐI og seðlabankinn er lagður niður, en sum verkefni hans eru falin öðrum stofnunum. Seðlabanki Íslands hefur gefið út skýrslu sem upplýsir staðreyndir málsins, en af einhverjum ástæðum hefur henni ekki verið hampað.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 16.1.2012 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.