Eitt ESB, tvö ESB eða ekkert ESB

Þrátt fyrir eitt nafn, Evrópusambandið, skiptist sambandið þegar í tvo hluta; evrulöndin 17 mynda kjarnasamstarf en þau tíu sem eru afgangs reyna að takmarka skaðann sem skuldakreppa evrunnar veldur.

Vaxandi þungi er í umræðunni um að aðskilja varanlega á milli kjarnasamstarfsins og þeirra ríkja sem ýmist ekki geta eða ekki vilja orðið hluti af myntsamstarfinu. Evrópuvaktin segir frá frá hluta þeirrar umræðu.

Þjóðverjar eru lykilaðilar í umræðunni um framtíð Evrópusambandsins. Þýskir fjölmiðlar vekja athygli á tilraunum smærri þjóða, einkum þeirra sem standa utan evru-samstarfsins, að veikja samkomulag Frakka og Þjóðverja um nýtt fyrirkomulag ríkisfjármála evru-ríkja.

Erfiðleikar Evrópusambandsins eru viðvarandi og ekki mun sjá til lands um langa hríð. Íslendingar eiga að leyfa sambandinu að ná áttum áður en frekari skref eru tekin í átt að inngöngu okkar í Evrópusambandið.


mbl.is Evrópa á enn langt í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband