Markaðurinn hafnar Pálma og Jón Ásgeiri

Viðskiptafélagarnir úr Glitni og FL-Group, þeir Pálmi Haraldsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, halda dauðahaldi í síðustu leifarnar af viðskiptaveldum sínum. Í höndum Pálma skreppur Iceland Express jafnt og þétt saman. Fjölmiðlastórveldi Jóns Ásgeirs, 365-miðlar, er í mótbyr; Fréttablaðið hefur fækkað blaðamönnum um fjórðung frá áramótum.

Neytendur hafna í auknum mæli viðskiptum við fyrirtæki Pálma og Jóns Ásgeirs vegna starfshátta þeirra á tímum útrásar.

Orðspor manna eins og Pálma og Jóns Ásgeirs er órjúfanlega tengt hruninu. Á þeim tíma sem liðinn er frá 2008 hefur hvorugur þeirra sýnt minnstu tilburði að kannast við sinn hlut í þeirri viðskiptasvikamyllu sem kennd er við útrásina.

Vörn Jóns Ásgeirs er nú sem fyrr að hann sé lagður í einelti. En það eru ekki stjórnvöld eða skilanefndir sem bregða fæti fyrir bestu viðskiptasonum Íslands, eins og skáldið gluggasleikir orti, heldur er það markaðurinn sem hafnar þeim.

 

 


mbl.is Helmingi færri ferðir hjá IE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhorf og hlustun á RUV hefur stórlega minkað, samt er haldið áfram að neyða allan almenning til að greiða nauðungaráskrift í þessa hít, sem fékk falleinkun um fréttaflutning í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, hvar eru samkeppnisyfirvöld, hvar er stjórnarskráin, hvað á þessi viðbjóður að halda lengi áfram.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband