Hálfvitalegur samanburður Svanfríðar

Samkvæmt pressunni.is fær Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson stuðning Svanfríðar Jónasdóttur bæjarstjóra Dalvíku til að stýra Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar vegna þess að barnavernd veitti Þorvaldi Lúðvíki heimild til að taka börn í fóstur.

Varla er hægt að ganga lengra í heimskulegum samanburði. Gagnrýni á ráðningu Þorvaldar Lúðvíks í stöðu framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar er ekki vegna þess að hann sé ekki hæfur að ala upp börn heldur vegna þess að hann er til rannsóknar vegna hlutdeildar í vafasömum fjármálagjörningum á útrásartímum.

Svanfríður gerir málstað Þorvaldar Lúðvíks ekki greiða með þessum samanburði og ætti að biðjast afsökunar á þvættingnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver annar en samfylkingarmaður getur sýnt aðrar eins gáfur og hvað þá komið þeim á framfæri til þjóðarinnar ....  ??? 

Á pari við ESB rökleysurnar ... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 20:52

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Af því bara" hefði verið skárra. Það hefði verið betra að hugsa ekki neitt, en að reyna og opinbera þannig vangetuna.

Ragnhildur Kolka, 13.1.2012 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband