Evrukreppan dýpkar

Spiegel slær föstu að lánshæfiseinkunn Frakklands verði lækkuð; slitnað hefur upp úr viðræðum Grikkja við lánadrottan um afskriftir og óreiðugjaldþrot Grikklands verður aftur líklegt. Samdráttur er á öllu evru-hagkerfinu.

Evruland verður í eymd og volæði næstu misserin. Það er bjarsýni að halda að það taki fimm ár að bjarga evrunni.

Aðildarsamningur Íslands við Evrópusambandið á að vera tilbúinn í síðasta lagi á næsta ári. Trúir því virkilega einhver að slíkur samningur verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu?


mbl.is Hlutabréf og evra lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ráðgefandi kosning eins og Króatar fá þ.22.

GB (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 17:28

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það eru ekki margir að skilja gang Ríkisstjórnarinnar í þessu Páll og hvað hún er að sjá svona gott innan veggja ESB.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.1.2012 kl. 18:07

3 identicon

Sæll.

Evran var slæm hugmynd og er slæm hugmynd fyrir þetta svæði. Evran var tekin upp af pólitískum ástæðum en ekki efnahagslegum, nema fyrir Þjóðverja.

Þar liggur kjarninn, evran er Þjóðverjum lífsnauðsynleg. Veit ekki alveg með Frakka en sennilega er hún þeim líka hjálpleg. Það sama má ekki segja um mörg önnur hagkerfi evru-svæðisins. Þýskaland er útflutningsdrifið hagkerfi (eftirspurn innanlands er afar lítil) og ef þeir hefðu markið sitt og aðrar þjóðir sína gjaldmiðla sigu þeir í verði þegar þær væru búnar að flytja inn of mikið frá Þjóðverjum og þar með yrðu vörur þaðan of dýrar. Þannig myndu þessar þjóðir ekki sökkva í skuldir. Nú gerist þetta ekki eins og t.d. Grikkir súpa seiðið af.

Spurningin um dauða evrunnar er því fyrst og fremst spurning um það hve langt Þjóðverjar eru tilbúnir að ganga til að bjarga henni og hversu slappir stjórnmálamenn og hagfræðingar eru í öðrum löndum. Ég sá nýlega að einhverjir galtómir grískir stjórnmálamenn væru að spá nánast heimsendi ef draghman yrði tekin upp aftur þar í landi. Hljómar þetta ekki svipað og Icesave hræðsluáróðurinn? Ef Grikkir hefðu losað sig við þessa liðónýtu evru sem hentar þeim ekki fyrir nokkrum mánuðum væri endurreisnin hafin þar. Draghman hefði náð markaðsverði og fólk streymdi í frí til Grikklands, sennilega ættu Grikkirnir því von á besta túristasumri sínu frá upphafi. Nú er ekkert að gera í túristabransanum þar vegna þess að þeir eru með evru.

Helgi (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 21:06

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fólk og þjóðir eru látin þrasa um gjaldmiðla og eitthvað álíka tilgangslaust, þegar málið snýst í raun um allt annað og miklu alvarlegra. Blekking er áfram sett í fyrsta sæti hjá matsfyrirtækjum heims.

Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær ó-jarðtengt óraunveruleika-fjársvikakerfi heimsins hrynur. Það verður að núlla fjármálakerfi heimsins, og byrja uppá nýtt, með raunverulega siðferðið að leiðarljósi, en ekki eiginhagsmuna-græðgina, ef einhverju á að vera hægt að bjarga.

Það er ekki önnur leið fær til frambúðar.

Ef leiðtogar heimsins hafa ekki siðferðisþroska til að skilja þetta, þá verður innan skamms tíma, ekkert jarðlíf eftir til að rífast um fyrir neinn.

Siðblindir sjá ekkert nema sína takmörkuðu einu hlið, því þeim vantar hæfnina til að sjá heildarmyndina. Þannig lýsir sjúkdómurinn siðblinda sér. Þetta vita mjög margir, en þora ekki að segja það.

Ef heimsbyggðin fer ekki að snúa öfgakenndum eiginhagsmuna-valdagræðgis-sjúkleikanum yfir í mannúð og siðferði, þá er ekki um neitt meir að ræða eða bítast á þessari plánetu. Á öllum helstu vígstöðvum er í dag stefnt áfram að siðblindri græðgi-misnotkun á lífsgjafanum, sem er jörðin. Fuglarnir eru farnir að hrynja niður, og fiskarnir að drepast, en enginn þorir að segja hvers vegna, þótt einhverjir viti ástæðuna.

Vísinda og skólakerfi heimsins hefur verið rænt, af örfáum fársjúkum höfuðpaurum í hringborðsklúbbum eins og t.d. Bildenbug-klúbbnum. Stór hluti af fólki sem er í þeim klúbbi hefur ekki hugmynd um út á hvað þetta svikakerfi gengur í raun. Þannig skapa þessir fáu sjúku menn sundrung almennings, og nota svo örfáa í kúgunar-verkin. Það er þeirra vopn, ásamt ríkisfjölmiðlum þjóðanna. Svo eru þeir svo gegnsýrðir og helsjúkir að halda að sýkla-sýkt vopn geti bjargað einhverju fyrir þá.

Það er kannski kominn tími til að segja við þá sem stjórna heimsbatteríinu: Sjáumst í annarri vídd og betri!

Þeir sem stjórna heiminum í gegnum frímúrara-reglur ríkjanna, vita vel að til er önnur vídd, en þeir ætla að svindla endalaust á almenningi í gegnum skóla heimsins, með því að kaupa og búa sér til mútaða skólaþræla! 

Anders Breivik var valdaráns-vopn Frímúrarareglunnar í Noregi.

Ekki verður jörðin til neinna stórræða, né aflögufær fyrir neinn, með sömu siðvillu-stjórnuninni áfram. Það ætti flestu hugsandi heilsteyptu fólki að vera orðið ljóst innst í hjarta sínu.

Ríkisfjölmiðlar heimsins eru ekki á neinum sérsamning á jörðinni, þótt sumt starfsfólk þeirra virðist trúa því, vegna þess að það gekk á 19 öldinni.

Ég er svo lánssöm að kvíða ekki næstu vídd, en ég vorkenni þeim sem kvíða henni. Sálin er ekki líkamleg. Jarðlífs-kerfið er orðið dauðsjúkt og svikatrúarbragða-eitrað, og kvíðvænlegt að haldið skuli áfram á sömu tortímingarbrautinni.

Stór hluti fólks í heiminum er drepinn og sveltur, og það réttlætt með svika-trúarbrögðum og hringborðs-klúbbs-valda-rændum dráps-dómskerfum þjóðanna, sem styðjast við "löglegt" réttarkerfi "siðmenntaðra þjóða"(sem flest allir vita að er ekki réttlátt né réttlætanlegt). Allt til að geðveikir siðvillingar (sýkópatar) fámennrar heimsglæpamanna-klíkustjórnendanna geti haldir áfram sinni fólks/jarðar-tortímingu.

Matskerfi eins og Standard & Poor's, Moody's og fleiri álíka glæpastofnanir eru svo aðal-stjórnkerfi þessara örfáu heimsvaldhafa og siðblindu-sjúklinga.

Það skiptir ekki máli hvort fólk trúir þessu eða ekki, sem ég er að segja. Þeir sem vilja hugsunarlaust keyra heiminn endanlega í þrot og vilja ekki hlusta, geta bara klárað verkið með lokuð augun og tappa í eyrunum. Vonandi stutt í bjargbrúnina, allra vegna.

Það er ekki hægt að keppa við heimsfjölmiðlana, ef hluti almennings heimsins telur sig vera skyldugan til að bjarga einungis sinni eigin lífsafkomu, með því að hjálpa fámennri heimsstjórnar-ræningjaklíku til við aftökurnar og tortíminguna.

Þetta snýst ekki eingöngu um Ísland, heldur alla jarðar-plánetuna og lífið á henni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2012 kl. 01:33

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Afsakið, 20 öldinni átti það að vera en ekki 19.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2012 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband