Föstudagur, 13. janúar 2012
Lögmætisvandi ESB
Frá dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar í lok 18. aldar og með bandarísku sjálfstæðisyfirlýsingunni nokkru áður er opinbert vald á Vesturlöndum sótt til almennings, kjósenda. Evrópusambandið sækir ekki vald sitt til kjósenda heldur til hugmyndafræði um sameinaða Evrópu.
Evrópuvaktin nefnir dæmi um skort Evrópusambandsins á lögmæti ákvarðana sinna. Belgía, sem þrátt fyrir allt hýsir ESB, biðst undan umboðslausum afskiptum embættismanna ESB á ríkisfjármálum landsins.
Tilraunin með yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins hlýtur að mistakast vegna þess að hugmyndafræði, sama hversu fögur, réttlætir ekki umboðsleysið.
ESB með drög að samkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ESB er bara hreinlega besta dæmi nútímans um fasisma stríðsáranna.
Hugmyndafræði sem birtist í miðstýrðu valdi.
jonasgeir (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.