Föstudagur, 13. janúar 2012
Ofsóttur maður þarf flugvél
Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóri er ofsóttur maður. Fyrst voru það Davíð Oddsson og Björn Bjarnason sem eltu strákinn uppi með allskonar blammeringar um viðskiptahætti hans. Aðrir hafa tekið við ofsóknarkeflinu á hendur Jóni Ásgeiri.
Í fjölmiðli Jóns Ásgeirs, visi.is, er haft eftir fyrrum Baugsstjóranum að Steinunn Guðbjartsdóttir sé sérstaklega skæður ofsækjandi um þessar mundir.
Maður sem er jafn ofsóttur og Jón Ásgeir hlýtur að þurfa eiga flugvél til að komast undan ofsækjendum sínum. Þjóðin hlýtur að harma eignarhaldsfélag Jóns Ásgeirs um flugvélakaup sé komið i þrot.
Stofnað utan um flugvélakaup sem aldrei urðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.