Már er Kína Marðar

Eljaraglettur í stórveldapólitík vinstrimanna fyrr á tíð fóru þannig fram að þegar kommúnistar í Sovétríkjunum þurftu að skamma kommúnista í Kína var skilaboðunum komið á framfæri með hnýfilyrðum í garð Albaníu, skjólstæðings Kína.

Mörður Árnason notar þessa gamalkunnu aðferð þegar hann skammar Steinþór Pálsson Landsbankastjóra fyrir launagræðgi. Steinþór er Albanía en Már Guðmundsson Seðlabankastjóri á að taka sneiðina til sín fyrir að stefna Seðlabankanum fyrir vangoldin laun.

Óþegnleg framkoma Más er undirstrikuð í pistli Marðar með tilvísun í orð Kennedy um að ekki skyldi spyrja hvort hægt sé að græða á föðurlandinu heldur hvort megi þjóna því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Páll:Hversu margir eru 1.300 þúsund krónur á mánuði mennirnir, og hve margir eru þess virði, hver er 3 manna maki í raun, ég fyrir einn þekki engan. hve marga þekkir þú??.

Magnús Jónsson, 12.1.2012 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband