Landið rís, samt fjarar undan ríkisstjórninni

Ísland er í fínum málum efnahagslega í samanburði við nágrannaþjóðir vegna þess að við búum við eigin mynt og höfum fullveldi til að gera nauðsynlegar ráðstafanir í ríkisfjármálum. Evru-ríkin eru bundin í báða skó og eru á leið í langvarandi kreppu.

Ríkisstjórn Íslands fær ekki pólitíska umbun fyrir batnandi hag þjóðarbúsins.

Ástæðan er þessi: Jóhönnustjórnin stefnir Íslandi inn á neyðarsvæði evru-landanna með umsókn um aðild að Evrópusambandsins.


mbl.is Búast við batnandi tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta gerist þó þú sért búinn að sjá fjandann í hverju horni allan líftíma ríkisstjórnarinnar. Krónan bjargaði þessu öllu að þínu mati, ja hérna.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 13:48

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað getur krónan ein og sér gert af sér? Svo margir hafa gert hana að blóraböggli að ég gerði smátilraun. Setti einn krónupening á lampastatífið á skrifborðinu mínu fyrir nokkrum mánuðum. Get svarið að hún hefur ekki hreyft sig eina agnarögn - af sjálfsdáðum.

Kolbrún Hilmars, 12.1.2012 kl. 15:44

3 identicon

Hvernig fór krónan að þessu ein og sér og sjálf.

Ef hún hefur komið okkur uppúr hruninu þá hlýtur hún líka að hafa komið okkur þangað án afskipta nokkurs manns.

Alltaf koma fram nýjar hugmyndir í hegðun og hagfræði.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 18:41

4 identicon

Við getum hegðað okkar peningastefnu eins og við viljum. Ef peningamagn og vextir væru háðir Evrópska seðlabankanum þá værum við líklegast í sömu vandræðum og Grikkir (m.v. allt sem gerst hefur undan farin ár).

Það er ástæðan.

Hvað varðar ríkisstjórnina, þá held ég að við vitum það felst að hún hefur bætt við sig jafnóðum og hún sker niður. Enfremur vitum við það að það er ekki hægt að skattleggja sig úr kreppu.

Andri (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 19:35

5 identicon

Sæll.

Hvernig færð þú út að landið sé í fínum málum efnahagslega? Ertu nokkuð aðstoðarmaður ráðherra eða þingmanns?

Við erum fjórða skuldugasta ríki heims og hér er atvinnuleysi vaxandi og viðvarandi. Skuldir okkar fara einnig vaxandi. Þú hefur áður sagt þetta en þetta eru því miður staðlausir stafir hjá þér. Á meðan núverandi stjórn situr verður engin breyting nema til hins verra á stöðu mála hér. ESB ævintýrið er bara hluti af vandanum. Fólksflótti fylgir sósíalisma, það sáum við í A-Evrópu og við sjáum það líka á Írlandi eins og þú bentir á nýlega. Af hverju ætti íslenskur sósíalismi að vera öðru vísi?

@ Jón Óskar: Krónan hefur ekkert með fallið að gera. Stýrivextir voru skrúfaðir upp í rjáfur á árunum fyrir hrun með tilheyrandi ósjálfbærum viðskiptahalla og fyrr eða síðar kom auðvitað sársaukafull leiðrétting. Hverjir voru það sem hækkuðu vextina? Var það krónan sjálf eða var það mannanna verk? Það er svolítið barnalegt að kenna árinni um þegar ekkert gengur að róa.

Mér fannst svolítið skondið að heyra nýbakaðan fjármálaráðherra tala um að við hefðum ekki efni á að lækka skatta. Hér er öllu snúið á hvolf og sýna þessi ummæli hennar að hún veit ekkert um efnahagsmál. Við höfum ekki efni á að hafa skatta svona háa. Menn reyndu að skattleggja sig út úr kreppunni í S-Ameríku á sínum tíma og auðvitað mistókst það. Samt talar þú um skattalækkun eins og hún sé rót hins illa. Merkilegur málflutningur!

Stór opinber geiri = lök lífskjör   

Helgi (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband