Miðvikudagur, 11. janúar 2012
Flokksmönnum kemur Samfylkingin ekki við
Stjórnmálaflokkur sem þorir ekki að efna til fundar að ræða sín mál, þar með talið forystu, er ekki á vetur setjandi. Forysta Samfylkingarinnar lætur eins og hún sitji í skjóli guðlegs valds en ekki í umboði flokksmanna.
Jóhanna er með útrunninn dagstimpil sem formaður en fátt er um fína drætti forystuliðinu.
Þess vegna er best að vera ekkert að funda. ,,Vér ein vitum."
![]() |
Leggjast gegn landsfundi í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingervingar Jógrímu (sjá mynd með frétt)?
Almennigur (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 11:16
Takið eftir hvernig fjölmiðlar matreiða þessa frétt og reyna að gera sem minnst úr þessum ágreiningi og uppgjöfinni.
Karl (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 11:33
´Í SKJÓLI GUÐLEGS VALDS´. A-ha, já. Í skjóli Brussel-guðsins sem hér öllu ræður.
Mér er spurn: Hvaðan kom það vald?? Ekki með EES samningnum. Og við erum ekki í nýlenduveldabandalaginu.
Næst verða sett flókin lög um á hvaða tíma nætur við megum sofa. Og hvort við megum hafa þorsk í matinn eða ýsu.
Elle_, 11.1.2012 kl. 17:01
Já það er fátt um fína drætti hjá Jóhönnu
þór (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.