Þriðjudagur, 10. janúar 2012
Samfylking á öngvan vin nema Steingrím J.
Samfylkingin er einangruð í íslenskri pólitík með málefni sem skilgreinir flokkinn: umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Enginn starfandi stjórnmálaflokkur vill hraðferð Samfylkingarinnar inn í neyðarástand evrunnar.
Steingrímur J. Sigfússon er formaður Vinstri grænna sem staðfastlega álykta um andstöðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þrátt fyrir það heldur Steingrímur J. samstarfinu áfram við Samfylkingu og meira til - hann losar Samfylkinguna við helsta gagnrýnanda aðildarumsóknarinnar, Jón Bjarnason.
Samfylkingin hlýtur þess vegna að vilja klára kjörtímabilið því að enginn annar vill starfa með flokknum. Nema, auðvitað, Steingrímur J. sem er að leita sér að nýjum flokki til að endurnýja sitt pólitíska líf.
Vilja klára kjörtímabilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru til fólk innan í öllum flokkum sem vilja sjá samninginn.... að auki vill meirihluti þjóðarinnar klára ferlið.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 08:25
Þau hafa séð samninginn. Mario Monti blasir við öllum. Þau vilja öll inn í klúbbinn og troðast í dyrunum. Kjósendur geta étið það sem úti frýs.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 08:47
Þetta er vitleysa hjá þér sleggja eða kannski er þetta hvellurinn. Það er ekki meirihluti fyrir að klára samninginn. Það er meirihluti fyrir því að hætta þessu rugli. Hver setur eign sýna á söluskrá bara til þess að þjóna hégóma sínum til að gá hvað hann geti fengið fyrir eignina. Þetta er mesta forheimska sem til er enda talað um þessa heimsku á heimsvísu.
Valdimar Samúelsson, 10.1.2012 kl. 10:49
Hvaða samning, HVELLUR? Þann sem er NOT NEGOTIABLE? Þjóðin var aldrei spurð hvort sækja ætti um undir erlent vald. Þar sem gömul nýlenduveldi hafa yfirstjórn.
Yfir 76% þjóðarinnar vildi vera spurður og það FYRIR 16. JÚLÍ, 09. Það sem þú endalaust segir um að ´klára ferlið´ og ´sjá samninginn´ er blekkingar eða fáfræði.
Elle_, 10.1.2012 kl. 11:01
Gott hjá þér Elle. Ég skil ekki menn sem vilja bara sjá samninganna. Við getum bara kíkt á þá núna og hætt en það er stefnan sem allir vilja og það má ekki ganga lengra í þessum blekkingarleik.
Valdimar Samúelsson, 10.1.2012 kl. 11:27
Vel flestum Íslendingum er alveg sama um einhverja samninga sem eru til skamms tíma og verða svo hvort eð er sviknir og við munum ekki hafa bolmagn til verjast stærri þjóðum sem vilja þröngva öllum fjandanum upp á okkur.
Það sem við höfum í dag er FULLveldi sem engin önnur þjóð getur verið að hringla með í skjóli nætur.
Það sem er verið að reyna að þröngva upp á okkur er einhverskonar heimastjórn sem við fáum að hafa í friði svo lengi sem við höldum kjafti og gerum eins og okkur er sagt.
Skjöldur (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 12:36
Ekki klikkar ESB - Baugssleggjan í að leggjast á grúfu með beran bossann upp til að láta rassskella sig opinberlega af ESB - efasemdarmönnum.
Vefþjóðviljinn 320. tbl. 15. árg.
MMR hefur að beiðni Andríkis kannað viðhorf manna til aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið.
Spurt var:
Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka?
Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar. Minnihluti, 35,3%, vill halda umsókninni til streitu en 50,5% vilja draga umsóknina til baka.
Könnun MMR fyrir Andríki var gerð 10. til 14. nóvember 2011. Svarendur voru 879. Könnunina í heild sinni má finna hér.
Vert er að vekja athygli á því að hér er spurt með einföldum og skýrum hætti um málið. Fréttablaðið hefur stundum spurt um þetta sama mál en jafnan hrært þjóðaratkvæðagreiðslu saman við annan svarmöguleikann til að gera hann girnilegri.
Nú berast einnig tíðindi af því að Capacent Gallup hafi látið sig hafa sig út í að spyrja með sama hætti og Fréttablaðið. Þar mun spurt á eftirfarandi hátt:
Hér er svarendum gert að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu vilji þeir slíta viðræðum. Er það sanngjarnt? Hvað ætli kæmi út úr könnun þar sem gefnir væru eftirtaldir kostir?
1. Slíta aðildarviðræðum og ganga til þjóðaratkvæðis um framhaldið.
2. Ljúka aðildarviðræðum við ESB.
..........Meirihluti Íslendinga vill ekki sækja um inngöngu í ESB
12. apr 2009
Meirihluti Íslendinga er sem fyrr andvígur því að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir Fréttablaðið og Stöð 2 sem birt var í gær. 54,4% eru nú andvíg því að hafnar verði viðræður við sambandið um inngöngu en 45,6% styðja að það skref verði tekið. Andstaðan við inngöngu hefur lítillega aukist síðan í febrúar og stuðningurinn að sama skapi dregist saman
.............
76,3 % vilja þjóðaratkvæði um aðildarumsókn að ESB
10. jún 2009
Þrír af hverjum fjórum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup. Aðeins tæp 18 prósent leggja litla áherslu á þjóðaratkvæði um aðildarumsókn.
Spurningin var svohljóðandi:
Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?
Alls svöruðu 76,3 prósent að mjög miklu eða frekar miklu máli skipti að spyrja þjóðina álits, þar af sögðu rúm 60 prósent að það skipti mjög miklu máli. Ein 5,8 prósent svöruðu hvorki né en 17, 8 prósent taldi það skipta frekar litlu eða mjög litlu máli að fara í þjóðaratkvæði um hvort Ísland ætti að sækja um aðild.
.....
Afdráttarlaus andstaða gegn ESB-aðild samkvæmt nýrri könnun MMR
Kjósendur Samfylkingarinnar eini sérgreindi hópurinn sem vill aðild
17. mars 2011
Allir sérgreindir hópar sem spurðir eru um afstöðu til ESB-aðildar Íslands í nýrri könnun eru á móti henni nema þeir sem ætla að kjósa Samfylkinguna. Mest er andstaða meðal bænda og sjómanna, þar er enginn hlynntur aðild. Höfuðborgarbúar, landsbyggðarbúar, iðnaðarmenn, háskólamenntaðir og stjórnendur, allir eru andvígir aðild að ESB auk kjósenda Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og vinstri-grænna.
Viðskiptablaðið birtir 17. mars könnun á viðhorfi almennings til aðildar að Evrópusambandinu. 65% þeirra sem tóku afstöðu eru á móti ESB-aðild, 35% fylgjandi. Tæp 15% eru hvorki fylgjandi aðild né andvíg. Naumur meirihluti, vikmörk eru 3,8%.
Um 88% þeirra sem styðja Samfylkinguna vilja aðild að ESB. Er þetta eini sérgreindi hópurinn sem er hlynntur aðild. 80% framsóknarmanna er á móti aðild, 70% sjálfstæðismanna og 60% vinstri-grænna.
........
Kannski ESB - Baugssleggjur og aðrir blogglúðrar svikahrappa stjórnvalda geti skýrt út fyrir okkur hinum út á hvað ESB - lýðræðið og þeirra gengur.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 16:30
Það er bara eðlilegt hníta þjóðaratkvæðisgreiðsluna þarna með. Það er nefnilega nákvæmlega það sem gerist.
Samningurinn klárast og svo er haldin þjóðaratkvæðisgreiðsla.
Það eru margir sem vilja klára ferlið og sjá samninginn þó að þeir eru engir sérstakir ESB sinnar. Geta jafnvel verið á móti ESB. Tek dæmi Ingva Hrafn á ÍNN hann hefur margoft sagst "vilja sjá dílinn"
Þó að þið NEI sinnar eru ósáttir við þennan vilja þjóðarinnar þá er óþarfi að láta það bitna á okkur JÁ-sinnum.
Þið megir bara vera í fýlu útí horni.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.