Mánudagur, 9. janúar 2012
Ofmæld fita, peningar og offita
Ýmsir hagsmunaðilar græða á því að offita verði skilgreint sem þjóðfélagsvandamál. Mælingar sem hagsmunaaðilar standa fyrir verður að taka með þeim fyrirvara að fjárhagslegur hagur þeirra er að fá vísindalegan stimpil á meint offituvandamál.
,,Ísland er fimmta feitasta þjóð í heim," er álíka trúverðug staðhæfing og við séum sjöunda grennsta þjóð í heimi.
Samspil fjárhagslegra hagsmuna, fjölmiðla í leit að uppslætti og trúgirni almennings er pottþétt uppskrift að blekkingu.
Aðgerða er þörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svokallaðir vísindamenn þrífast á að dramatisera öll hugsanleg (jafnvel óhugsanleg) vandamál. Ef þeim tekst að sannfæra stjórnmálamenn um að váin sé mikil, þá fá þeir fjármagn til að rannsaka málið.
Þetta er sérstaklega áberandi í sambandi við umhverfismál.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2012 kl. 19:25
Þeir sem þrífast best á þessum fullyrðingum eru þeir sem selja megrunar og orkudrykki !
Það er altaf til fólk í yfirþyngd allstaðar- og virðist ekki endilega vera í miklum vanda - nema tískufatadrama !
Erla Magna Alexandersdóttir, 9.1.2012 kl. 19:50
og í kastljósi var talað um að við værum feitust...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.1.2012 kl. 20:43
Þetta er ekkert annað en lúmsk sjúkdómavæðing, bottom lænið er græðgi í peninga fólks sem er frjálslega vaxið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2012 kl. 21:17
Er það virkilega?
Langt síðan þú fórst í Kringluna eða Smárlid?
Fita íslendinga er hræðileg, sérstaklega yngri kvenna.
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 21:58
Jóhann, kannski of feitt fólk velji Kringluna eða Smáralind, til þess að labba minna? Kannski þú ættir að kíkja á Laugaveginn? Sennilega ertu í einhverjum hættuhóp, að hanga í verslunarmiðstöðvum. Hugsanlega væri rétt að banna þær, þannig að fólk fengi meiri hreyfingu?
En auðvitað er það svo, að menn sjúkdómavæða allan andskotann í gróðavoninni. Svo eru aðrir sem þjást af verri sjúkdómi en offitu, en það eru beturvitarnir, sem þurfa að hafa vit fyrir öðrum. Þeirra takmark er að sjálfsögðu skattlagning á öllum fjandanum sem mögulega getur valdið einhverjum vandræðum, einhverntíma.
Einhver kallaði þessa hugsun sósíalisma andskotans. Mótmæli því ekki.
Hilmar (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 22:54
Getur verið varhugavert að klifa á megrun,sérstaklega við ungar stúlkur,hætta á Anorexíu,sem er þá oðinn hættulegur geðsjúkdómur.
Gott að minnast á tilbúna gamansögu af fólki sem var keyrt í rútu heim til sín,eftir gleðskap. Hávaða rok feykti þeim fyrstu út,svo bílstjórinn sagði að fleiri færu ekki út að svo stöddu. Sá feitasti sagð að enginn hætta væri að hann fyki,hann stæði allt slíkt af sér. Hann var því keyrður heim,hleypt út, en þá fauk rútan.
Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2012 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.