ESB-reglur hækka verð á ljósaperum um 174%

Evrópusambandið skiptir sér af stóru sem smáu. ESB-reglur um jarðgöng miða við milljónaþjóðir og tekur mið af öryggi og kostnaði sem er ekki í samræmi við þarfir smáríkja. Evrópusambandið ákvað að ,,spara" orku fyrir alla álfuna og bannaði glóperur árið 2009.

Breska blaðið Mail on Sunday kannaði hvernig sparnaðarátak ESB kom út fyrir neytendur.

Jú, ljósaperur hafa hækkað um 174 prósent.

Frábært.


mbl.is Kröfur ESB kosta Spöl 250 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öryggisreglugerðir ESB um jarðgöng taka mið af umferð. 10.000 bílar á dag eru alveg jafn stór tala á Íslandi og á meginlandinu.

ESB-hatrið er orðið ansi blint þegar aukið öryggi vegfarenda í Hvalfjarðargöngunum er afskrifað sem einhver della frá Brussel sem ljóta ESB neyðir upp á greyið Spöl.

Bjarki (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 13:00

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Enn hvað er hræðilegt að Hvalfjarðargöng er ekki dauðagildra lengur einsog NEI sinnar vilja greinilega.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 13:13

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Skamm svei ESB!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 9.1.2012 kl. 13:19

4 identicon

Lastu greinina sjálfur???

Það eina sem greinir nefnir er eitt dæmi þar sem verðið fór upp um 174%

en benti einnig á dæmi þar sem það var ódýrara að kaupa peruna heldur en klassíska gló peru. bara venjuleg neyslukönnun.

Þetta er að segja það að ef 10-11 hækkar kjötfars upp um 174 prósent, þá hafi allt kjötfars á íslandi hækkað um 174%

Þetta er vandamálið með internetið, fólk kynnir sér ekki málin heldur hoppar bara á þá grein sem því hentar. Internetið er ekki áræðanleg, né ritrýnd heimild og ber aðeins að taka mark á því sem þar er skrifað í takmörkuðum mæli.

Ég ætla svo sannalega að vona að höfundur noti ekki þessar aðferðir þegar kemur að starfsháttum þegar hann starfar innan fréttageirans.

Stefán Orri (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 14:52

5 identicon

Sú þjóð sem sennilega hefur mesta reynslu af jarðgöngum eru Færeyingar ...  Þar hafa reglugerðir ESB ekki að þvælast mikið fyrir segja heimamenn.  Kannast ekki við að það hafi haft neitt slæmt fyrir eyjaskeggja að vinna þau eftir öðrum viðurkenndum alheimsstöðlum en geræðistilburðum Þjóðverja og Frakka í anda helstu hugmyndafræðinga stofnenda samtakanna sem réðust með ofbeldi á aðrar Evrópuþjóðir fyrrihluta liðinnar aldar.  Einhverjir sjálfskipuð andleg "ofurmenni"  ESB sem hafa ekki nema einhver 6% mannkyns á bak við sig og þar af er meira er helmingur íbúa ósáttur við veruna og á móti henni.  Sem segir að bak við ofurmennin er 3% veraldar sem telur sig vera öðrum fremri í að taka ákvarðanir. 

Nýverið var sett bann af ESB við að börn innan 10 ára mættu blása í afmælisblöðrur.  Svartstakkasveit mun víst gæta þess í barnaafmælum að bannið verði virt.  Brekkur ESB - sinna eins og td. Sleggjur munu víst hafa tryggt sér starf við slíkt og munu taka sig vel út í búningnum sem sóttur var beint úr smiðju þýska hersins í fyrri heimsyrjöld. 

Lifi blöðrublástursbann barna.. 

.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 14:54

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það sem þarf að koma fram þegar talað er um sparperur er að í þeim er kvikasilfur og er ein sparpera fær um að menga 5 tonn af vatni.

Við vorum með umhverfisvæna orku og umhverfisvænar ljósaperur, núna erum við bara með umhverfisvæna orku en baneitraðar ljósaperur sem menga 1000x meira en glópera.

Eggert Sigurbergsson, 9.1.2012 kl. 16:14

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Lastu greinina sjálfur???"

Skiptir eigi máli hvað stendur þarna. Skiptir máli hvað andsinnar ímynda sér að standi þrna. það er þannig sem þetta er.

Furthermore er það velþekkt staðreynd, að ekki getur komið satt orð frá andsinnum varðandi EU. Vel þekkt og fræðilega sönnuð staðreynd.

Þessi svokölluðu skrif andsinna hafa ekkert gildi - nema þá hugsanlega eitthvert skemtanagildi. Stundum hægt að brosa að vitleysisbullinu í þeim.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2012 kl. 16:55

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tölurnar sem Páll vitnar í benda a.m.k. ekki til þess að þessar óumhverfisvænu sparperur hafi LÆKKAÐ í verði til neytenda. Samt má vel vera að sparnað megi mæla á orkunotkun.

EN - er förgunarkostnaður tekinn með í dæmið? Kvikasilfur er nefnilega jafnvandmeðfarið og kjarnorkuúrgangur.

Kolbrún Hilmars, 9.1.2012 kl. 17:31

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er ennþá hægt að flytja inn glóperur til Evrópu. 

Það þarf bara að nefna þær öðru nafni til að blekkja Exel-glóperu-liðið í Brussel.  Núna þarf bara að  kalla glóperur HITAGJAFA, vegna þess að það er ekki bannað að flytja inn hitagjafa

Með því að kaupa þessa gerð (gömlu glóperuna) færðu þar að auki bónus, nefnilega LJÓSIÐ , sem fylgir frítt!!! 

Kerfiskarlarnir eiga ekki svar við þessu.

Benedikt V. Warén, 9.1.2012 kl. 17:59

10 identicon

Góður ....  Hitagjafi með gratís ljósi .... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 19:04

11 identicon

Þetta vill "Norræna velferðarstjóninn" koma okkur í ESB svo að landbyggðafólk komi ekki til höfðuðborgarinnnar vegna extra gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum.

Raunsær (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 20:01

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Raunsær

Ertu að grínast eða?

Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2012 kl. 22:51

13 identicon

Hvað hefur breyst í hvalfjarðargöngum sleggjuhvellur? Ég bý í Hvalfirði og nota göngin oft í viku eina sýnilega breytingin er að það hefur verið bætt við nokkrum ljósaperum. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 08:57

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rett er það. Lýsingin hefur stórbætt og þeir eru á fullu í að gera betrumbætur á Hvalfjarðargöngum svo þessi göng verður sem öruggust.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2012 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband