Sjálfstæðisflokkurinn og skattaumræðan

Íhaldsflokkurinn í Bretalandi berst gegn ofurlaunum, samkvæmt fréttum í gær, og í dag berast tíðindi um að skattur á auðmenn verður ekki aflagður, eins og til stóð. Íhaldsflokkurinn í Bretlandi hefur löngum verið sjálfstæðismönnum nokkur fyrirmynd og væri kannski ráð að íhuga hvers vegna hægrimenn þar gera ekki lengur út á hugmyndafræði lágra skatta.

Skattaumræða á Íslandi er gjarnan á því stigi að það séu mannréttindi að borga ekki skatta. Sama fólkið og vill ekki borga skatta krefst opinberrar þjónustu til jafns við það sem gerist og gengur á Norðurlöndum - þar sem skattar eru háir.

Það ætti hvorki að vera keppikefli að hafa lága skatta né háa. Umræðan um skatta ætti að vera rædd í samhengi við umfang ríkisrekstrar og opinberrar þjónustu annars vegar og hins vegar hvernig skattbyrðinni er dreift.

Undanfarin ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið fyrir skattaumræðu þar sem gildum eins og einstaklingsfrelsi og sjálfsbjargarviðleitni er hrært saman við lága skatta. Skattaumræða á þessum hugmyndagrunni er vitanlega út úr öllu korti eftir hrun. Vegna hrunsins þurfti að hækka skatta og útrásin fyrir hrun sýndi ábyrgðarlaust framferði einstaklinga og fyrirtækja sem nutu lágra skatta.

Til að Sjálfstæðisflokkurinn fá trúverðugleika verður hrá lágskattastefna að víkja fyrir innihaldsmeiri pólitík. 

(Viðbót: rétt í því sem þessi pistill fór í loftið birti mbl.is frétt um skattaáherslu Íhaldsflokksins.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umræðan um auðlegðarskatt ætti að vera rædd í samhengi við afskriftir og skattaívilnanir. Svo virðist sem stjórn og stjórnarandstaða slái skjaldborg um suma en ekki aðra.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 10:32

2 identicon

Hvers vegna fær Háskóli Íslands aukafjárveitingu? Eru þetta verðlaun stjórnar og stjórnarandstöðu fyrir öll gæðavottorðin í aðdraganda hrunsins?

http://www.visir.is/fjarveiting-til-hi-i-edlilegum-farvegi/article/2011111008990

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 11:03

3 identicon

Tetta er bara spurning um hvad se skynsamlegast til ad rikid fai sem mestar tekjur.

Hair skattar eru alls ekki svarid.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 11:47

4 identicon

algerlega sammála þér um þetta páll. þeir sem mest bera úr býtum eiga að borga hæstu skattana. enda fara skatttekjur ríkisins að mestu í að reka samfélagið. samfélagið sem gerir þeim launa/tekjuhæstu kleift að hafa þessi laun/tekjur. og fyrir þá sem segja að þetta fólk leiti þá annað segi ég að farið hefur fé betra.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 13:32

5 identicon

Mér finnst helst að það þurfi að einfalda skattkerfið, afnema allar undanþágur og aukaþrep. Allir eiga að greiða sama hlutfall tekna sinna í skatt.

Auðlegðarskatturinn svokallaði er ekkert annað en rán, þar sem lagður er skattur á fastar eignir sem ekki endilega skapa neinar tekjur. Í raun útfært þannig að ríkið hirðir hluta eignar skv einhverskonar verðmætamati og neyðir eigandann til þess að kaupa hlutann til baka. Skattur á að leggjast á tekjur og neyslu.

Baldur Gíslason (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 16:55

6 identicon

Sæll.

Hvað er svona slæmt við að lækka skatta? Af hverju finnst svona mörgum í góðu lagi að stjórnmálamenn séu að leika sér með peninga almennings? Skattfé er fé án eigenda og meðferðin eftir því. Ég er þvingaður til að borga fyrir starfsemi stjórnmálaflokka sem ég vil ekki koma nálægt. Ég er þvingaður til að borga laun 77 aðstoðarmanna sem sitja í óauglýstum stöðum og þingmanna sem eru 5x fleiri en þingmenn sem Norðurlandaþjóðirnar láta sér nægja. Ég er þvingaður til að borga fyrir kyngreiningu fjárlaga. Sukkið og sóunin í meðferð opinbers fjár er hræðileg. Háir skattar koma í veg fyrir að fyrirtæki skapi atvinnu, þeir koma líka í veg fyrir að almenningur kaupi vörur og þjónustu af fyrirtækjum. Háar opinberar álögur koma því beinlínis í veg fyrir að störf verði til og halda launum niðri. Hvert einasta starf hjá hinu opinbera er á kostnað starfs í einkageiranum. Hvernig eru störf hjá hinu opinbera fjármögnuð?

Íhaldsmenn í Bretlandi eru að gera mistök með því að vera með svona vinsældamúv eins og þú nefnir. Ofurlaun koma þeim einum við sem eiga viðkomandi fyrirtæki. Ef einhverjir eigendur eru svo vitlausir að borga fáránlega há laun eiga þeir að fá að vera vitlausir á eigin kostnað. Hvernig var launum bankamannanna hér aftur háttað? Var eitthvað samhengi á milli launa og árangurs? Sæmilega skynsamir hluthafar koma auðvitað í veg fyrir slíkt, ef ég ætti pening myndi ég ekki parkera honum í fyrirtæki sem borgaði alltof há laun. Þetta kemur hinu opinbera ekkert við frekar en margt annað.

Af hverju eru skattahugmyndir Sjallanna alveg út úr korti eftir hrun? Kynntu þér málin Páll, háir skattar eru slæmir og ef skattar eru lækkaðir getur kakan stækkað. Hefur þú ekki heyrt um kreppuna frá 1920 í USA og hvernig hún var snúin niður á um 18 mánuðum? Kynntu þér þetta og þá muntu átta þig á skaðsemi hárra skatta og umsvifamikils ríkisvalds. Við sjáum líka dæmi hérlendis um neikvæð áhrif hárrar skattheimtu. Hvað þarf til að sumir fatti að háar opinberar álögur eru skaðlegar efnahagslífi þjóða.

Það er samt alveg rétt hjá þér að hér, eins og sjálfsagt annars staðar, er umræðan um skatta ekki alveg á réttu róli. Fyrst þarf að ákveða hvaða verkefnum við viljum að ríkið sinni, þegar við vitum það er hægt að ákveða hve mikið á skattleggja en huga ber vel að afleiðingum þeirrar skattheimtu. Steingrímur fattar þetta ekki frekar en aðrir sem á Alþingi sitja.

Helgi (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband