ASÍ og útrásin; ónýt króna eða ónýt forysta

Alþýðusamband Íslands tók þátt í útrásinni, m.a. í gegnum lífeyrssjóðina sem fjármögnuðu skýjaborgir auðmannanna. Frá miðri síðustu öld ber ASÍ jafnframt sinn hluta ábyrgðarinnar á því hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni á íslenskum vinnumarkaði - en þar hefur iðulega verið samið um hærri laun en innistæða er fyrir. Afleiðingin hefur verið verðbólga og rýrnun krónunnar.

Í stað þess að ASÍ athugi á gagnrýninn hátt sinn hlut í þróun efnhagsmála síðustu ára og áratuga standa launþegasamtökín í stöðugri herferð gegn krónunni. Atlagan að krónunni fellur eins og flís við rass við þá hagsmuni forystu ASÍ að troða Íslandi inn í Evrópusambandið.

Í ákafa sínum að leita að rökum fyrir afnámi krónunnar tekst forystu ASÍ að sópa undir teppið alvarlegustu afleiðingunum fyrir launþega. Atvinnuleysi myndi snarhækka og verða varanlegt ef krónunnar nyti ekki lengur. Á morgunverðarfundi ASÍ á morgun um krónuna er hvergi gert ráð fyrir talsmanni þess sjónarmiðs að atvinna eigi að vera fyrir alla. 

Alþýðusambandið verður hundrað ára innan skamms. Afmælisgjöf núverandi forystu til launþega þessa lands er að krefjast um tíu prósent varanlegs atvinnuleysis. Huggulegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Tími til komin að launþegar geri sér það ljóst að flestir verkalýðsforingjar eru verktakar hjá Samfylkingunni, dagskipun þeirra er að tala niður Ísland svo að Þjóðernisjafnaðarmannadraumurinn megi verða að veruleika.

Eggert Sigurbergsson, 9.1.2012 kl. 09:21

2 identicon

Sæll.

Þörf ábending!!

Hér þurfa fleiri að fara að benda á afleiðingar þessara samninga Vilhjálms og Gylfa frá því í sumar. Þeir félagar ætla að verða þjóðinni dýrir : a) Samningarnir frá því í sumar b) Voru þeir ekki báðir fylgjandi Icesave? Átti Icesave ekki að vera upphafið að endurreisn okkar? Við erum nú fjórða skuldugasta þjóð heims og meiri skuldir hjálpa okkur auðvitað!!

Hvenær hættir fólk algerlega að hlusta á þessa menn? Eiga þeir að fá að gera endalaust af bommertum áður en fólk áttar sig á þeim?

Helgi (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband