Sunnudagur, 8. janúar 2012
Íhaldsmaður kveikir á perunni
Í haust bað Warren Buffett ofurfjárfestir um að greiða hærri skatta; ýmsir stórríkir í Evrópu tóku undir með Buffett. Núna kemur formaður Íhaldsflokksins í Bretlandi og segir að ofurlaun skuli ei meir.
Forysta Sjálfstæðisflokksins sem lifir enn í vafningslausum græðigisheimi vælir með SA-samtökum afneitara að skattar séu alltof háir á Íslandi og að ofurlaun sanni gildi einkaframtaksins.
Skattaumræða Sjálfstæðisflokksins undanfarin misseri sýnir að flokkurinn sé tilbúinn að senda glæpasveit auðmanna til að ráðast á almannahag um leið og tækifæri gefst til.
Vill koma böndum á ofurlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Warren Buffet hefur alla tíð staðið til boða að borga meira en undanþágur hans gefa honum. Það er opin síða hjá skattheimtu BNA þar sem menn geta sent inn það sem þeim finnst þeir ættu að greiða.
Buffet hefur ekki notfært sér þann rétt.
Ragnhildur Kolka, 8.1.2012 kl. 19:41
Það er ekki eðlilegt að greiða ofurskatta þó tekjur séu hærri. Alls ekki.
Það ættu allir að græða á því að fólk fái hærri tekjur og hafi áhuga á að vinna meira.
Annars er bara því miður minna til skiptanna sem tekjur í Rikissjóðin góða.
Hvað þarf mörg þjóðfélög á höfuðið til að skilja það?
Warren Buffet er crony capitalist dauðans ef svo má segja.
Nú síðast fékk hann að kaupa hlutabréf í Bank of America á miklum afslætti. Að vísu er hann komin í tap sem betur fer, en honum hefur verið gert kleyft að sleppa frá tapi í smáa letrinu sem hann fær og aðeins hann vegna tengsla sinna við gjörspillta ameríska krata.
Hann segir það sem hann segir vegna þessa, en sannleikurinn er auðvitað eins og Ragnhildur bendir á.
Þannig er nú það.
jonasgeir (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 20:52
Slappaðu aðeins af, Páll. Fólk þarf ekki að vera í glæpasveit eða á vegum Sjálfstæðisflokksins pg SA, þótt það vilji lækka skatta og fækka þeim. Buffett er ekki að tala almennt um skatta, heldur tekjuskatt sinn (17,4%) miðað við tekjuskatt undirmanna sinna (ca 36%). Ef læknar og skipstjórar vilja geta fengið "ofurlaun" með sömu skattaskerðingu og landsmenn almennt, geta þeir haft talsvert til síns máls. Þeir auðmenn, sem helzt hafa verið sakaðir um fjárglæfra, hafa víst ýmsir reynt að sleppa ennþá billegar en Buffett frá skattheimtu, meðal annars með því að telja ekki fram tekjur eða kalla þær ekki laun. Svoleiðis kúnstir eru önnur umræða.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 23:10
Sæll.
Þó SA sé afar ólánsöm með núverandi forystusveit hafa skattar eigi að síður áhrif á atvinnustig. Hvað heldur þú að myndi gerast hér ef stórum hópi opinberra starfsmanna yrði sagt upp og skattar lækkaðir um helming? Efnahagur landsins myndi drepa sig úr dróma.
Mundu vel þennan boðskap þinn um að skattalækkanir séu slæmar, seinna þarft þú að éta hann ofan í þig. Kynntu þér vel það sem er kallað the forgotten depression of 1920.
Fyrir þá sem hafa tíma:
http://www.youtube.com/watch?v=czcUmnsprQI
Helgi (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.