Hreyfingin ber ábyrgð á ríkisstjórninni

Hreyfingin er ekki í stjórnarandstöðu heldur stjórnarvarðstöðu. Þingmenn hennar slá úr og í hvort þeir styðji eða ekki ríkisstjórnina og þar með heldur Hreyfingin lífi í ríkisstjórninni.

Hreyfingin er fylgislaus og þorir ekki í kosningar; það skýrir stjórnarvarðstöðu þingmanna Hreyfingarinnar.

Stjórnarvarðstaða stjórnarandstöðuflokks er framlag Hreyfingarinnar til íslenskra stjórnmála.


mbl.is Samkomulag um stuðning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er bara ein leið til að láta reyna á það: vantrauststillaga.

Er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðu að gera það?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2012 kl. 16:00

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þór Saari skýrði afstöðu Hreyfingarinnar síðdegis á Bylgjunni fyrir nokkrum dögum svona:

  • Afstaða Hreyfingarinnar er að greiða atkvæði með vantrausttillögu - ef slík tillaga er málefnaleg..."
  • ..en komi slík tillaga frá Sjálfsæðisflokknum - hvað þá frá Framsóknarflokknum - væri augljóslega um pólitísk trikk að ræða - og með slíkum trikkum myndum við að sjálfsögðu ekki greiða atkvæði...

Þetta er svipað svar og hjá forsætisráðherra fyrir um 20 árum...

"út af fyrir sig er ég sammála því. Hitt er svo allt annað mál - að undir vissum kringumstæðum er ekki víst að ég væri sammála því....   

Kristinn Pétursson, 8.1.2012 kl. 16:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hreyfingin verkaði á mig allt seinasta ár,sem meðvitundarlaus,ekki skrýtið þegar upplýsist,að þau voru á kafi í samræðum,já allan tímann í kafi. Þau fara nú að koma upp til að anda,kanski þau komi út til okkar mótmælenda á Austurvelli, eins og í öndverðu,kanski ,,erðabreytt,,.

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2012 kl. 16:37

4 Smámynd: Sólbjörg

Það sem öllu máli skiftir, er hvort Hreyfingin velji að sitja hjá eða ekki þegar/ef vantraust verður borið upp á ríkisstjórnina. Að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust jafngildir stuðningi þegar atkvæði eru talin.

Því bíða allir spenntir hvað Hreyfingin mun gera. Það er nokkuð gefið að stjórnin gengur ekki að samningakröfum þeirra. Hitt er líka á hreinu að stjórnarandstaðan veit að ef Hreyfingin situr hjá verður ekki borin upp vantrausts tillaga- en þá vitum við hin öll að Hreyfingin hefur gengið til samninga um að styðja stjórnina á þennan hátt.

Sólbjörg, 9.1.2012 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband