Þriðjudagur, 3. janúar 2012
Heiðursfélagi VG yfirgefur Steingrím J.
Steingrímur J. Sigfússon skilur eftir sig sviðna flokksjörð í Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Steingrímur J. er orðin helsta von Samfylkingarinnar að blekkja Íslendinga til fylgis við Evrópusambandið.
Ekkert sem Steingrímur J. gerir í fjármálaráðuneytinu og nú nýju atvinnulífsráðuneyti getur bætt upp framsal fullveldis til Evrópusambandsins.
Ólafur Þ. Jónsson, heiðursfélagi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur fengið nóg af svikunum sem hófust 16. júlí 2009.
Óli kommi hættur í VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...og íhaldskurfurinn Páll Vilhjálmsson á auðvitað ekki orð að lýsa hneykslan sinni yfir því að VG hafi þokast svo til móts við hans eigin skoðanir að Óli Kommi uni sér ekki lengur innan VG. Verður virkilega ekkert í þessum heimi meinhorninu Páli Vilhjálms til gleði?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2012 kl. 19:00
Allt er hey í harðindum. “Kommatittur” segir sig úr Vg og Páll ásakar Steingrím fyrir “sviðna jörð”. Er hægt að ná lengra í vitleysunni?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 19:52
Axel og Haukur: Eins og sannir vinstrimenn þá gerið þið ekki minnstu tilraun til að svara málefnalega því sem Páll er að benda á (sívaxandi fólksflótti málsmetandi manna úr VG) en reynið eins og venjulega að snúa útúr og eyða málum með því að fara að tala illa um þá sem gagnrýna ríkisstjórnarflokkana.
Þið getið auðvitað ekki falið ykkur fyrir sannleikanum endalaust: einhverntíman hlýtur að koma að því að þið neyðið til að horfast í augu við hann. Ykkur er þó viss vorkunn; svo slæmur er málstaður ykkar að ég er ekki hissa þó þið reynið ekki einu sinni að verja hann.
Birgir (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 20:00
Útúrsnúningar hjá Hauki og Axel. Auðvitað er það saga til næsta bæjar þegar einn af stofnendum stjórnmálahreyfingar yfirgefur hana, og eitt af andlitum vinstrimanna um áratugaskeið að auki. Það var kannski orðum aukið að gera úr þessu stórfrétt í fréttatíma RUV, en á þeim bænum er víst allt orðið leyfilegt þegar kemur að ríkisstjorninni. Steingrímur lætur sér það í léttu rúmi liggja þó einum af yfirmönnum einnar virtustu stofnunnar landsins hafi verið gert að segja af sér, út af engu, svo einn af fyrrum samstarfsmönnum Steingríms gæti komið kjósenda úr kjördæminu í þessa stöðu. Ekki datt fréttamanni í hug að minna Steingrím á tilurð ríkisstjórnarinnar, sem átti að vera faglegheit í hvívetna, ekkert minnst á það.
joi (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 20:17
Birgir og joi, ykkur finnst auðvitað ekkert skondið að Páll Vilhjálmsson migi á sig af áhyggjum yfir því að Óli Kommi hafi yfirgefið VG og framtíð flokksins? Misstuð þið líka í brækurnar við fréttirnar?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2012 kl. 20:54
Sennilega eru þeir Bakkabræður ekki það sem er kallað skörpustu hnífarnir í skúffunni, því að síðuhöfundurinn Páll er alveg örugglega með mun merkilegri sögu innan VG og þá Alþýðubandalagsins en þeir tveir til samans. Hann var ma. einn þessara auðtrúa sem köstuðu atkvæði sínu í VG á seinustu kosningum og hefur oft komið fram á síðunni og ma. frá honum sjálfum og gott ef hann var ekki ritsjóri Þjóðviljans á sínum tíma.
Sorrý ....
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 20:55
Axel.. Óskaplega er nú lítil innistæða fyrir þessum barnalegu töffarastælum í þér ... sem og fyrr þegar þú lætur prenntvillupúkann klæmast á textanum frá kostulega takmarkaðri hugsunargetu. Þarf sérstakt leyfi að henda gaman af krata og komma rusli eins og td. þessu vonleysi félaga Júdasar og félögum eins og þér...??? Guði sé lof þá vill svo til að það er til fólk sem er ekki með hausinn á kafi upp í flokksborunum sem standa til boða þessa stundina og innihaldsleysinu sem því fylgir. En auðvitað hefur þú ekkert til að bera sem segir að þú gætir skilið það.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 21:09
Fleiri fyndnar fréttir fyrir Axel.
http://i.imgur.com/YK32P.jpg
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 21:28
Hann skilur víst ekki orðið ´heiðursfélagi´. Hann skilur víst ekki skaðræði refsins í VG. Hann kýs frekar að skjóta niður fréttaberann. Hvílík ´gleði´ sem hann boðar sjálfur. Samur við sig meðan hann er ekki að ljúga pólitískum flokkum upp á menn.
Elle_, 3.1.2012 kl. 21:29
Axel segir flokkin færast nær sjálfstæðinu. Það má vera að einhverju leyti, en allt heiðarlegt fólk sér að þetta er hnignun flokksins. Og allt er betra en kratar, því flokkar þurfa að vera sannir sínir kjósendum. Ekki prinsipplaus viðrini eins og kratar því miður upp til hópa.
jonasgeir (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.