Þriðjudagur, 3. janúar 2012
Lýðræðisáhugi Íslendinga
Economist segir í nýrri skýrslu að á eftir Noregi er Ísland lýðræðislegasta land í heimi. Frambjóðendur til stjórnlagaþings voru yfir 500 og nú stefnir í metframboð næstu alþingskosningar. Stjórnmálafræðingar sem harma lýðræðisáhuga landsmanna eru bundnir á flokksklafa.
Undiraldan í stjórnmálum landsins er áskorun fyrir starfandi stjórnmálaflokka að ná vopnum sínum með skynsamri stefnu og trúverðugum frambjóðendum.
Ný framboð ættu að veita fjórflokknum aðhald og ef til vill steypa honum af stóli. Tími er kominn til að endurnýja flokkakerfi Jónasar frá Hriflu.
Mörg framboð til marks um óánægju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Undiraldan í stjórnmálum landsins er áskorun fyrir starfandi stjórnmálaflokka að leggja sjálfa sig niður og koma á lýðræði í landinu í stað flokkræðis. Persónukjör án framboðs flokka er það sem koma skal.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.1.2012 kl. 14:42
Lýðræðið höfum við samkvæmt stjórnarskrá þó flokkaræði og foringjaræði hafi valtað yfir það. Foringjar 3ja núverandi flokka vilja halda stolnu flokkaræði, foringjaræði og þog hafa skringilega komist upp með það. Og svo klappa flokksmenn á fundum. Liggur við þeir segi ´HEIL´.
Elle_, 3.1.2012 kl. 16:49
Commentið hljóp út í loftið á meðan ég var að laga það. Jæja.
Elle_, 3.1.2012 kl. 16:50
Economist ofmetur íslenskt lýðræði í reynd en hugsanlega ekki þrá kjósenda eftir lýðræði. Þetta er tvennt ólíkt.
Þótt stjórnarskráin kveði á um lýðræði, höfum við allt of lengi þurft að sætta okkur við flokksræði (og þar með þingræði) fjórflokksins. Daginn eftir að kjósandinn hefur rækt sína væntu lýðræðisskyldu með því að mæta í kjörklefann hafa hinir kjörnu fulltrúar ýmist týnt kosningaloforðunum eða gert einhver þau hrossakaup sem fremur hentar fjórflokknum við landsstjórnina en kjósendum.
Líkt og gerist um "heimalamdar" eiginkonur ber síðan fórnarlambið/kjósandinn ábyrgðina á öllu saman en ekki gerandinn/flokkurinn. Það var þá lýðræðið!
Kolbrún Hilmars, 3.1.2012 kl. 17:55
Sæll.
Það getur verið aðeins blekkjandi að telja bara framboð. Heldur einhver að flokkur Guðmundar S. sé eitthvað öðru vísi en t.d. Sf?
Helgi (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.