Pólitískt hrun vinstriflokkanna

Vinstri grænir fóru í ríkisstjórnina á forsendum norrænnar velferðar en Samfylkingin til að gera Ísland að Evrópusambandsríki. Hvorugur flokkanna veit lengur hvert á að stefna vegna þess að öll orkan fer í að verja ríkisstjórnina falli annars vegar og hins vegar innanflokksátök hvors flokks um sig.

Kómíska hliðin á hruni vinstriflokkanna er að efnahagskerfið réttir úr kútnum eftir hrunið 2008 og skilar hagvexti. Öll rök standa til þess að stjórnvöld njóti góðs af betra árferði atvinnulífsins.

Ástæðan fyrir því að hvorugur flokkanna nýtur góðs af batnandi afkomu þjóðarbúsins er að hvorki Vinstri grænir né Samfylkingin eru með pólitík sem rímar við efnahagsvöxtinn. Samkvæmt Samfylkingu átti ekkert slíkt að gerast nema í skjóli evru og Evrópusambandsaðildar og atvinnustefna Vinstri grænna er einfaldlega ekki til.

Vinstri grænir og Samfylking komust ekki til valda vorið 2009 á eigin verðleikum heldur vegna óvinsælda Sjálfstæðisflokksins annars vegar og hins vegar lömun Framsóknarflokksins sem stafaði af innanflokksátökum.

Pólitískt hrun vinstriflokkanna er varanlegt og skilur eftir sig skarð í íslenskum stjórnmálum. Það skarð þarf að fylla.


mbl.is Kapallinn ekki enn genginn upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kómíkin felst e.t.v. í því að lítil og meðalstór fyrirtæki berjast við bankana í skjóli stjórnarinnar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband